Yngsta Byrgisstúlkan á leið á götuna aftur.

 

Mig langar að vekja athygli á meðfylgjandi frétt.  Djö..... (ljótt að blóta) er maður orðinn leiður á loforðum stjórnmálamanna - sem eru ekkert annað en innihaldslaust gaspur. 

Þykir ekkert tiltökumál lengur að svíkja gefin loforð ??  Angry

Geymt en ekki gleymt........ segi ég við stjórnmálamenn.

_________________________________

Hér kemur svo fréttin; 

"Móðir yngstu stúlkunnar sem kærði Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Byrgisins, fyrir kynferðisbrot segir að yfirvöld hafi ítrekað brugðist loforðum um að koma dóttur hennar til hjálpar.

„Hún komst í meðferð í gegnum klíkuskap og til þess að hún fengi sálfræðihjálp þurfti ég í raun að hegða mér eins og ruddi til að ná því í gegn," segir Sesselja G. Garðarsdóttir, móðir stúlkunnar. Hún tekur þó fram að hún vilji síður en svo nota klíkuskap og frekju til að fá hjálp fyrir dóttur sína en annað virðist ekki vera í boði.

Dóttir hennar Íris Dögg Héðinsdóttir var aðeins sextán ára þegar misnotkun Guðmundar hófst árið 2003 en þá hafði hún farið í Byrgið með leyfi barnaverndaryfirvalda. Íris er nú 21 árs. Hún hefur verið edrú í eitt ár, stundar vinnu og stefnir á að komast í nám í Borgarholtsskóla í haust. „Það lítur samt út fyrir að ég lendi á götunni 1. ágúst," segir Íris en hún og móðir hennar segjast orðnar mjög langeygar eftir svörum frá Jórunni Frímannsdóttur, formanni velferðarráðs Reykjavíkur, sem átti að finna húsnæði fyrir Írisi. Þau svör fengust hjá velferðarráði þegar Fréttablaðið ætlaði að inna Jórunni eftir svörum um málið að hún væri í sumarfríi og ekki væri von á henni aftur fyrr en í ágúst. Um það vissu mæðgurnar ekki.

Íris segist nú dvelja í húsnæði sem hún hafi engan veginn efni á miðað við tekjur sínar. Hún hafi verið við það að lenda á götunni í síðasta mánuði og því hafi hún fengið sérstakar húsaleigubætur þá. Sú hjálp sé þó allt önnur en sú sem yfirvöld hafi lofað á sínum tíma. „Það var sagt að við ættum að njóta forgangs í húsnæðismálum og fá sálfræðiaðstoð," segir Íris. Hún bendir þó á að af þeim átta stúlkum sem kærðu Guðmund hafi hún ein fengið sálfræðihjálp og ein stúlka fengið úthlutað húsnæði.
Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí kemur fram að Guðmundur „misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn."

Það var því mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Hann var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða fjórum ungum konum miskabætur".

karen@frettabladid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta er ömurlegt, algerlega óásættanleg hegðun hjá þeim sem lofa og eiga að ráða...ansk...asnar bara

Ragnheiður , 20.7.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Einar Indriðason

Þið vitið það, að ... "félagsleg vandamál" njóta ekki vinsælda hjá ráðamönnum.  Þau "borga sig ekki".  "Skila svo litlu" í kassann og/eða af atkvæðum.

En.  Engu að síður, óásættanleg hegðun!  Og þeir ættu að skammast sín.  Njóta þess meðan þeir geta, að sitja réttu megin við borðið, og vona að þeir þurfi aldrei, eða neinn þeim tengdur, að vera hinu megin við borðið og vera þolandi!

Einar Indriðason, 20.7.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Vanefndir stjórnvalda ófyrirgefanlegar og óbætanlegar í mörgum tilvikum. Það þurfti að tryggja það með einhverjum hætti að þau axli sína ábyrgð og standi við gefin loforð. Á ég þá við önnur úrræði en að fella viðkomandi í næstu kosningum, það er seinlegt ferli og aldrei að vita hvað mönnum hefur tekist að eyðileggja fyrir þann tima.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:19

4 identicon

ekki gott.

alva (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Af hverju þarf nær alltaf að draga vagninn upp alla þessa brekku og missa svo tauminn þegar brúnin er alveg að nást?

Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Við hverju býst fólk þegar íhaldið er við völd? ? Ég hvet þig Anna til að lesa þesa grein hérna  þó svo að hún sé löng er hún þess virði. þar færðu gott dæmi um spillinguna sem er í gangi í borginni.

Brynjar Jóhannsson, 21.7.2008 kl. 04:22

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk Brynjar.  Ég les alltaf Jón Steinar.... hann er meira en vel þess virði. 

Anna Einarsdóttir, 21.7.2008 kl. 08:02

8 identicon

Ömurlegt.Brynjar,það er búið að tala við fólk í ÖLLUM FLOKKUM.Og þeir sem hlupu hraðast í burtu voru framsókn og VG.Hinir stöldruðu við í smá stund.Það er skömm að þessu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:56

9 Smámynd: Dísa Dóra

Það er bara aljgör skömm af þessu og svo sannarlega er verið að svíkja gefin loforð þarna.  Það er greinilega auðveldara að vera kynferðisafbrotamaður og fá fé út úr ríkinu í mörg ár og lifa flott á því heldur en að vera þolandi sama manns - þá færðu ekkert frá ríkinu þrátt fyrir stór loforð um annað

Dísa Dóra, 21.7.2008 kl. 14:02

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Birna.

Ertu ekki sammála mér að þessi mál ætttu að kallast meðferðarmál ? Ertu ekki sammála mér að meðferðamál séu á ábyrð 

1. stjórnendum meðferðaforma?

2. stjórnvalda.?

það er mjög lítið sem stjórnarandstaða getur gert í meðferðamálum annað en að gagnrína og það verður ekki horfst fram hjá þeirri staðreynd að það hefur verið að reynt að velja einhverjar "halelulia"leiðir eða "einkavinavæðingaleiðir" fremur en fagleg meðferðarform í tíð Sjálfstæðisflokksins. Það þýðir ekki að hvítþvo ábyrð þessa stjórnmálaflokks á þessum málum með því að segja það var búið að tala við alla. Heibrigðisráðuneitið er á valdi Sjálfstæðisflokksins og er því ekki hægt að lýta fram hjá þeirri staðreynd að ábyrgðin er og verður hans í þessum málum.

Brynjar Jóhannsson, 21.7.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 342809

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband