Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
20.2.2011 | 11:30
Ekki til bóta.
.
.
Gráni var góður hestur
en gekk ekki heill til skógar.
Þá kom dýralæknirinn vestur
og Grána greyinu lógar.
........ en hann skánaði ekkert við það.
19.12.2010 | 11:53
Sælla er að gefa en þiggja.
Jólahátíðin nálgast og ég, kona á fimmtugsaldri (sorry, mér finnst það alltaf svo fyndið) hlakka til eins og væri ég á tugsaldri. Fyrir viku síðan var ég búin að kaupa allar jólagjafir, pakka þeim inn, skrifa jólakort, setja upp jólagardínur og ljós..... en ekki búin að taka til í stóra hornskápnum sem er á stærð við heilt búr. Minn maður minntist á hvort við ættum ekki að taka til í honum ? "Það er ekki forgangsatriði" sagði ég "nema þú ætlir að vera inni í skápnum um jólin". "Og hvenær kemur þú þá út úr skápnum"?
.
.
Talandi um jólakort...... ég kem alltaf út í tapi þar. Ef ég sendi 50 jólakort, fæ ég 29 til baka. Núna prófaði ég að senda 25 kort en þá er ég bara búin að fá 5.
Það er lögmál að ef einhver tapar er einhver annar sem græðir. Eru útrásardollurnar enn að stela frá okkur - jólakortum í þetta sinn ? Hahhh....... þeir vita ekki ennþá greyin, að sælla er að gefa en þiggja.
Og ég er alsæl með jólakortin mín fimm.
.
.
Hvað er svona fyndið ?
.
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2010 | 20:14
Orðóheppni.
Ég er stundum frekar orðóheppin.
Á laugardaginn hitti ég frænda minn sem ég hef ekki hitt í 15 ár.
Ég kynni þennan frænda fyrir manninum mínum og frændi segir að þeir hafi aldrei sést áður.
Þá segi ég (og bendi á minn mann): En hann þekkir konuna þína.
Mér fannst þetta ógurlega fyndið því það hljómaði svo tvírætt.
Þá segir frændi:
Ég á enga konu.
--------
Og það er ekki einleikið hversu virkilega orðóheppin ein kona getur verið.
Einu sinni sagði ég manni að ég hefði hitt pabba hans daginn áður.
Hann sagði það vera frekar merkilegt......... "því pabbi dó fyrir 7 árum".
.
.
21.5.2010 | 20:43
Sjö þúsund orð.
Mynd segir meira en þúsund orð. Þetta verður því langt bogg eða ígildi sjö þúsund orða.
.
Á há Lágheiðinni.
.
Skúrir í Grennd. Fyrir þá sem ekki vita, er Grennd í Húnavatnssýslum. Og þar eru alltaf skúrir.
.
Í baði.
.
Í körfu.
.
Í slökun.
.
Í skál.
.
Þess má geta að öll dýrin komu sér þarna fyrir af sjálfsdáðum.
.
Óskaðu þér.
.
11.4.2010 | 11:58
Ert þú eitthvað öðruvísi ?
Þú ætlar að velja þér kettling og í boði eru tveir bröndóttir og einn gulur. Hvern tekur þú ?
.
.
En ef í boði eru þrír gulir og einn grár ?
.
Eftir margra ára rannsóknarvinnu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að kettlingurinn sem er öðruvísi á litinn en hinir, er nánast alltaf valinn fyrstur.
Sem segir okkur hvað ?
.
Að það sem er öðruvísi er eftirsóknarvert.
.
Þessa eina mestu speki sem minn haus mun nokkurn tíma láta frá sér fara, vil ég að unglingar landsins innbyrði og leyfi sér framvegis að vera þau sjálf, öðruvísi en allir hinir.
.
.
19.1.2010 | 12:42
FFF
Myndina af hundunum hér fyrir neðan, fann ég á netinu.
.
.
En kisurnar hérna fann ég í rúminu mínu.
.
.
Þegar ég sá þær fékk ég svona tilfinningu að ég þyrfti að fara að taka til.
Undanfarið hef ég upplifað söguna um kiðlingana sjö þar sem einn faldi sig í klukkunni, annar í skápnum, sá þriðji undir hillunni o.s.frv. Nema hvað hjá mér eru það kettir sem kíkja út úr hinum ólíklegustu stöðum. Ævintýri líkast.
.
En kettlingarnir eru farnir að týnast út og eignast ný heimili enda eftirsótt og góð ræktun í þessari sveit. Ræktunarmarkmiðið er að fá fallega, fjöruga og feiknablíða ketti. Effin þrjú.
Um næstu mánaðamót verða öll kisuskottin flogin úr hreiðrinu
- nema kisan sem ég ætla sjálf að eiga.
Sú heppna heitir Frekna og lítur svona út;
.
.
Sumt getur maður bara ekki gefið frá sér.
.
12.1.2010 | 22:22
Í Kvosinni.
Í Kvosinni, æskuminningar og bergsöglismál eftir Flosa heitinn Ólafsson er á náttborðinu mínu núna. Flosi hafði þann einstæða hæfileika að vera bara hann sjálfur.
.
.
Hér kemur smábrot úr bókinni:
Og það var raunar þessi amma mín sem orti fræga vísu um jarpan hest, sem Kiddi móðurbróðir minn átti í hesthúsinu uppí lóðinni á Vesturgötu 15.
Á Jarpi höfðu allir mesta dálæti, en Jana, sem var í vist hjá ömmu, og úr Dölunum, elskaði klárinn.
Svo var það einhvern tímann að skita hljóp á Jarp. Þá orti amma mín þessa vísu:
.
Þegar Jarpur hafði skitu
allir grétu á Vesturgötu
Jana grét þó mest.
Hinir gátu þó hætt.
6.1.2010 | 16:13
Fólk eldist á örskotshraða.
13 ára gömul dóttir mín kann að líta á björtu hliðar tilverunnar.
.
Hún er að lesa spádóma Vöngu í Vikunni;
2088: Nýr sjúkdómur. Fólk eldist á örskotshraða.
Hahahahaha
Þá verð ég eldgömul, segir hún.
Síðan reiknar hún aldur sinn.
Ég verð 92ja ára.
Og allir hinir verða eldgamlir líka.
Hahahaha.
.
Svo les hún áfram
2097: Lækning finnst við nýja sjúkdómnum.
Þá spyr hún; hvernig er hægt að lækna fullt af eldgömlu fólki ?
hahahahaha
.
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2010 | 15:35
Ég fékk að vita allar réttu lottótölurnar.
Á þessum bæ voru áramótin skemmtileg. Við keyptum fjölskyldupakka af flugeldum, af björgunarsveitinni að sjálfsögðu. Árið 2007 vorum við bara smápeð í flugeldauppskotum hér í götunni. Nú skyldi bætt úr því. Áramótin 2009-2010 ætluðum við okkur að vinna götukeppnina í flugeldasýningu.
Til þess að það mætti heppnast þurftum við að beita pínulitlum saklausum brögðum. Við sátum inni við sjónvarpið þar til gamla árið hvarf og það nýja birtist á skjánum. Þá tókum við okkur góðan tíma í að kyssa hvort annað gleðilegt nýtt ár. Létum allan tímann sem við sæjum ekki flugelda nágranna okkar.
Þegar nokkuð var liðið á árið 2010 röltum við okkur út. Ég og sonur minn settum 6 litlar rakettur upp í einu. Tendruðum á þremur........ hviss...... paff, paff, paff.
Þvílík sýning !
Síðan, til að agndofa áhorfendur héldu ekki að þetta hefði verið einskær heppni hjá okkur, endurtókum við atriðið. Tendruðum á þremur........ hviss........ paff, paff, paff.
Að okkar mati erum við óumdeilanlega sigurvegarar áramótanna.
.
Eftir flugelda"sýninguna" fór unga fólkið á heimilinu á dansleik. Heima voru tvær ófermdar dömur og eitt miðaldra sett. Settið vakti til kl. 03.30 og hlýtur það að teljast góður árangur hjá fólki á þessum aldri.
.
Ég vaknaði síðan í morgun við það að ég hristi höfuðið. Mig dreymdi að einhver var að segja mér allar réttu lottótölurnar en ég vildi ekki sjá þær og sagði nei. Annaðhvort vinnur maður eða maður vinnur ekki. Það má ekki segja svona frá........ sagði ég við þau hinumegin.
.
.
31.12.2009 | 17:06
Kæru vinir.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði