Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.12.2009 | 20:07
Til Ebbu.
Því miður fyrir ykkur, kæru bloggvinir, eru þessir krúttilegu kettlingar fráteknir fyrir Ebbu.
.
.
.
.
Þarna varð ég að stöðva myndatökuna vegna óstjórnlegrar syfju Tígra litla.
.
24.12.2009 | 11:23
Símanúmer jólasveinanna.
Nú er ég klædd og komin á ról
kominn er tími á gleðileg jól
það fann ég er reis upp við dogg
Hvers ber að vænta á næsta ári ?
ástar og stöku gleðitári.
Vonandi engu hjartasári,
veikinda eða öðru fári.
Ég óska ykkur því alls hins besta
margra gjafa og ógrynni gesta
Hlýju í hjarta þið skuluð testa
og gleðinni alls ekki fresta.
Þetta er mitt jólablogg.
.
.
Hvernig líst ykkur á þá hugmynd að gefa jólakveðjur Ríkisútvarpsins út á CD ?
Væri ekki frábært til dæmis, næst þegar fjölskyldan fer í sumarbústað að setjast öll saman að kveldi, kveikja á kertum og hlusta á jólakveðjurnar síðan í fyrra !
.
.
Þessi köttur er að upplifa sín fyrstu jól. Hann nýtur þeirra í botn við jólatréð.
Systir hans er uppteknari af litlu systkinum sínum. Hún fann upp á því í vikunni að gerast hjálparhella móður sinnar og sinnir hlutverkinu af alúð. Vel upp alinn kisa.
.
.
Um leið og ég og fjölskylda mín sendum landsmönnum öllum okkar bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð, viljum við deila með ykkur smá leyndarmáli.
Við komumst yfir símanúmer jólasveinanna, sem að sjálfsögðu hefur verið leyninúmer fram til þessa. Númerið er 692 332 og hálfur.
.
.
Gleðileg jól !
19.12.2009 | 20:22
Hann er blindfullur rétt fyrir jól.
Það er laugardagskvöld.
Ég sit hér og sötra nýlagað kaffi.
Allt að verða klárt fyrir jólin.
Fyrirmyndarheimili.
.
.
.
Eða hvað !!!
.
.
.
Nei, er ekki einn fjölskyldumeðlimurinn dottinn í´ða.
Peðfullur, rétt fyrir jólin.
Út úr heiminum alveg.
.
Á ég að henda honum út ?
.
.
.¨
.
.
4.12.2009 | 20:44
Það byrjaði sem ósköp venjulegt spjall......
Í morgun vorum við að spjalla, ég og bóndinn, um hversu mikil reiði sé í þjóðfélaginu og hvað sé nú gott að eiga athvarf heima hjá sér þar sem einungis er væntumþykja og hlýja.
Þá opnar hann munninn og segir svo óheppilega "að heimilið sé eins og hreiður".
Hvað segirðu maður ?
Ertu að kalla mig önd ? Eða kannski gæs !!! spyr ég frekar ergileg.
Eða viltu kannski meina að ég sé bjúgnefja ?
Og svo bara missi ég mig.......
Þú ert nú meiri skarfurinn.
blárindill,
Algjör fálki,
skrækskaði og skunkur,
Þvílíkur þengilhöfði,
gammur og gleraugnamörgæs.
.
Þarna þurfti ég að stoppa til að draga andann.
.
Þá segir bóndi minn...... komdu hérna dúfan mín.
.
.
Og nú hreiðrum við um okkur í rólegheitunum.
28.11.2009 | 11:07
Aðventubörnin komin í hús.
Í gærkvöldi fæddi Katla Gustavsberg 5 stykki af kettlingum. Ljósmæðurnar voru dóttir mín, bróðurdóttir og systurdóttir, allar langt undir lögaldri en stóðu sig afar vel. Yfirljósmóðir var svo ég sjálf en ég þurfti í þrígang að taka belginn af höfði nýfædds kettlings og ég stóð mig alveg ótrúlega vel. Lýsingarorðið "ótrúlega" dugir eiginlega ekki fyrir frammistöðu mína sem var hreint himnesk svo vægt sé til orða tekið.
Kettlingarnir sem fæddust í byrjun aðventu, verða tilbúnir til afhendingar í lok aðventu.
Einn er þegar farinn..... sá þríliti í miðið. Hér gildir meðalhófsreglan að fyrstur kemur, fyrstur fær.
Ég mæli með að áhugasamir taki tvo, frekar en einn því þessi dýr eru svo miklir félagar.
Hér er mynd af nýju börnunum.
.
.
Og hér eru stóru systkinin að horfa á sjónvarpið. Alexandra lítur undan á myndinni en það er vegna þess að Birgir nokkur Ármannsson er í sjónvarpinu. Hún horfir aldrei á neitt sem bannað er börnum.
.
.
.
Það sést langar leiðir að ræktunin er til fyrirmyndar.
.
4.11.2009 | 18:21
Skottrækt.
.
Ný atvinnugrein gæti verið í þann mund að spretta upp á Íslandi.
.
Skottrækt !
.
Á meðfylgjandi myndum má sjá skott úr nýlegri ræktun.
.
.
Þá er bara eftir að finna notagildið ?
31.10.2009 | 17:14
Frábær dagur !
.
.
Ef ég væri ekki ég, myndi ég stóröfunda mig !
Á næstu klukkustundum mun ég snæða gómsæta fiskisúpu eiginmannsins, horfa á Man. United gjörsigra Blackburn, fá góða vini í heimsókn, súpa á tveimur bjórum og spila nokkur spil.
Það gerist ekki betra.
.
6.10.2009 | 16:20
Sauðamessa.
Þessi skemmtilega tilkynning er á vefnum borgarbyggd.is.
Ég er nánast handviss um að Gísli Einarsson er höfundur þessa frumlega texta:
Vegna stigvaxandi þrýstings frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðunum, Landbúnaðarnefnd Evrópusambandsins, Samtökum fjárfesta og fjölda annarra hagsmunaaðila, vina vandamanna og velunnara, hefur verið ákveðið að blása enn einu sinni til Sauðamessu í Borgarnesi. Messað verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 17. október og hefst messugjörð formlega með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi kl. 13.30 að staðartíma. Á annað hundrað fjár verður þá rekið í gegnum Borgarnes eftir ýmsum krókaleiðum og í rétt sem verður rétt við Skallagrímsgarð. Í og við garðinn verður síðan hátíðardagskrá fram eftir degi.
Á dagskránni verða fjölmörg kindarleg skemmtiatriði og, líkt og fyrri ár, verður boðið upp á ærlegt markaðstorg. Þar geta falboðið sinn varning, allir þeir sem á einhvern hátt geta tengt sig við sauðkindina. Þá viljum við gjarnan fá til leiks sem flesta bændur er stunda heimavinnslu afurða, jafnvel þótt hráefnið geti ekki jarmað. Grænmetisbændur eru einnig boðnir hjartanlega velkomnir enda er sauðkindin græmetisæta! Margvísleg afþreying verður í boði. Meðal annars keppni í fjárdrætti (sem er reyndar að verða úr sér gengið atriði vegna fjölda fagmanna í þeirri grein), íslandsmótið í sparðatýningi, keppni í að teygja lopann, leitin að nál í heystakki og ýmislegt fleira sem nánar verður kynnt síðar. Öllum gestum verður boðið upp á ókeypis kjötsúpu í boði sauðfjárbænda í héraði sem Raftar, einnig úr héraði, sjá um að bera fram.
Varðandi sölubása og aðstöðu í tjöldum þá er það Hlédís Sveinsdóttir sem sér um skráningu, síminn hjá Hlédísi er 892-1780, netfang: hlediss@gmail.com
Sauðamessa 2009 Fyrir Sauðsvartan almúgann.
. .14.9.2009 | 20:23
.........................Það sem manni dettur í hug !
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.10.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
20.7.2009 | 20:46
Honum finnst í lagi að gera allt.
Ég á því láni að fagna að maðurinn minn er einstaklega duglegur heimafyrir. Hann er svo duglegur að ég verð að hafa mig alla við svo ég nái að gera helminginn af heimilisverkunum.
Í dag vorum við aðeins að ræða verkaskiptingu. Hann skúrar yfirleitt á meðan ég þurrka af.
Nú vill svo til að ég er búin að fá leið á að þurrka af. Þessvegna opnaði ég fyrir umræðu sem átti að leiða til þeirrar niðurstöðu að við skiptumst meira á. Ég myndi skúra næst og hann þurrka af ef allt gengi eftir.
Rétt þegar umræðan er hafin segir hann; "Mér finnst eiginlega allt í lagi að gera öll heimilisverk".
.
Nú, ég tók hann auðvitað umsvifalaust á orðinu og sagði að fyrst svo væri, mætti hann gera öll heimilisverk framvegis og ég geri þá bara ekki neitt.
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði