Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hafsjór af fróðleik.

 

Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?

.
aftur_a_bak_hlaup_011208 
.
Þeir sem hlaupa aftur á bak byrja við endamark þeirra sem hlaupa áfram. Frá sjónarhóli þeirra sem hlaupa áfram fara þeir sem hlaupa aftur á bak þess vegna yfir marklínuna um leið og hlaupið byrjar. Þeir eru þess vegna komnir í mark strax þegar hlaupið byrjar!
.
.

.

fru_froken_231208 

.

Líklegt er talið að konan á myndinni sé að reyna að skilja við manninn sinn. Þannig hyggst hún dyljast fyrir rannsóknarnefndinni með því að stökkbreyta sér í frökenina í Hamborg. Við munum sjá við þeim leik! 

.

Flókin svikamylla, þar sem maðkétið og ónýtt korn hefur verið malað og þreskjað í óleyfi af öldnum Hansakaupmönnum, verður senn upprætt. Rætur spillingarinnar og mistakanna liggja bæði djúpt og einnig langt aftur í aldir. Sagnfræðirannsóknir rannsóknarnefndarinnar hafa sýnt að Hansakaupmenn eða Hamborgarar hófu siglingar og verslun hingað strax á 15. öld. Síðan þá hafa menn stolið kökum fyrir illa fengið fé frá frúnni í Hamborg! Svo djúpstæður er vandinn að nú þarf bókstaflega öll þjóðin að biðja alla þjóðina afsökunar! Myllur í Hamborg hafa verið notaðar til að framleiða endalaust bakkelsi og sælgætiskúlur, allt fengið hingað til lands á kúlulánum. Allar þessar upplýsingar þykja mikið vatn á myllu rannsóknarinnar.
.

Við vitum til þess að frúin í Hamborg fer nú huldu höfði og hefur meðal annars skilið við manninn sinn í því skyni að verða aftur fröken. Rannsóknir málvísindamanna í þjónustu Vísindavefsins hafa hins vegar afgreitt þennan feluleik með einföldum hætti, frú verður aldrei aftur fröken. Hún kemst ekki undan!

.

Það er hafsjór af fróðleik á Vísindavef Háskólans

 


Afleit veðurspá.

 

Á morgun ættu allir að halda sig heima ef möguleiki er.  Það spáir vægast sagt afleitu veðri.
Nú er bara að birgja sig upp af mat og drykk og góðu lesefni....... og kúra.

Myndin er tekin af www.belgingur.is  og gildir kl. 16.00 á morgun, fimmtudag.

.

vedurspa 

.


Ég ætla að vera í ógeðslega fúlu skapi :-(((((

Eftirfarandi frétt er á Vísi í dag: 

Vísir, 03. nóv. 2009 08:42

Vonda skapið æskilegra sýnir rannsókn

mynd

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Ástralar telja sig nú hafa sýnt fram á það með rannsókn að ákaflega hollt sé að vera í mjög vondu skapi annað slagið.

Skaphundar heimsins geta nú heldur betur tekið gleði sína eftir að sálfræðiprófessorinn Joseph Forgas við Háskólann í New South Wales í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að fólk í vondu skapi tekur betur eftir umhverfi sínu og hugsar á mun gagnrýnni hátt en við sem önum gegnum daginn á bleiku skýi með heimskulegt glott.

Ljúflingarnir búa reyndar að jafnaði yfir meiri sköpunargáfu og eru samvinnuþýðari og almennt sveigjanlegri en hver hefur áhuga á svoleiðis fólki? Og hvernig rannsaka sálfræðingar svona lagað? Forgas og samstarfsfólk hans kom hópi fólks í ömurlegt skap með því að láta það horfa á leiðinlegar kvikmyndir og rifja upp verstu augnablik ævi sinnar.

Þegar þessi hópur var svo borinn saman við annan og hressari hóp kom í ljós að fúli hópurinn hrapaði síður að vafasömum ályktunum og lét fordóma síður afvegaleiða sig við ákvarðanatöku. Hrygga fólkið varð meira að segja mun pennafærara en ella í hryggð sinni og setti fram lipran texta með góðum rökstuðningi.

Þá reyndust neikvæðar hugsanir stórbæta minni fólks líka. Rannsóknin er kynnt í nýjasta tölublaði Australian Science og nú skulum við bara muna það að lífið er ömurlegt. Þá gengur allt miklu betur.

.

sour

.


Kona spyr sig !

Hver setti salt í sjóinn ?

.

ocean-turtle 

.

Hverjum datt í hug að bora ofan í jörðina þar til olía fannst ?

.

18-oil-well

.

Vissi kannski einhver af olíunni ?

.

019southfork_468x264

.

Hvernig gat einhver vitað að olía væri góð á bíla ?

.

oil-car_thumb

.

Ég bara skil þetta ekki !

 


Báturinn pissaði.

 

Í hádeginu í gær lagði ég bílnum fyrir utan Landnámssetrið, gekk að grjótgarði við sjóinn og fór í það sem kalla mætti innhverfa íhugun.

Fuglarnir sungu, sjórinn var spegilsléttur og bátur lá við festar undir brúnni út í Brákarey.

.

201250364_b31121f742 

.

Ég er rétt að komast í innhverfuna þegar báturinn skyndilega pissar !

Ok, hugsa ég með mér.  Það hlýtur einhver að vera um borð að vaska upp og hefur tekið tappann úr vaskinum.

Sit ég síðan áfram og íhuga. 

Eftir mínútu gerist það aftur !  Báturinn pissar.  Bunan stendur í fallegum boga út á sjóinn, bakborðsmeginn, rétt aftan við stýrishús.

Mínúta líður og enn pissar báturinn.   Og aftur...... og aftur..... og aftur.

Það er ómögulegt að skýringin finnist í uppvaski einhvers sjómanns.  Fyrir það fyrsta sá ég engan um borð og hver vaskar líka upp fjórtán sinnum í röð ?

Mig langar að vita;   Hvers vegna pissa bátar ?

Og er ekki líklegt að hann sé með blöðrubólgu ?

.


Veðurspá.

 

Viðvörun viðvörun !!

Búast má við óveðri í dag.

Útvarpsspáin í gær hljóðaði eitthvað á þessa leið;

"Gert er ráð fyrir minnkandi veðri"  "Síðan gengur hann í svalar breytilegar áttir" !!

Spáið í orðalagið.  LoL

.

Og hvernig á svo að skilja spána sem er í hæsta máta óvenjuleg ?  FootinMouth

Ég skil hana sem svo;

Það blæs köldu úr öllum áttum þar til veðrið minnkar og minnkar og verður hugsanlega að engu.

Ekkert veður =  óveður.

.

vedur 

.

Fyrir þá sem ekki vita,  er rok bara logn að færa sig á milli staða.  Wink

.


Atjúúúú.

 

Þetta er snilld.  LoL

.

Í þessari rannsókn er tekinn einn miðaldra karlmaður, þrælkvefaður.

Það kemur í ljós að hann hugsar stöðugt um kynlíf.

Niðurstaða;  Tengsl milli þess að hnerra og hugsa um kynlíf.    

Atjúúúú.  W00t

.

flu 

.


mbl.is Hnerrandi kynlíf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skora á Símann !

 

Mikið mega þeir sem stóðu að söfnun fyrir Mænuskaðastofnun Íslands, vera stoltir af bæði góðu sjónvarpsefni og alveg frábærum árangri.

-----------

EN.... það er eitt sem skyggir á gleðina yfir glæsilegri söfnun;

Hverjum einasta þeirra sem hringdi inn framlag er gert að greiða 79 krónur til Símans.

Þjónustugjald kalla þeir þessa sjálftöku.

Eigum við að giska á að 15.000 manns hafi hringt inn ?

Þá er Síminn að græða 1.185.000 krónur sem þeir hefðu aldrei fengið nema vegna þess að til er fólk með mænuskaða.  Mér finnst ekki fallegt að græða á þennan hátt.

.

Ég skora á Símann að láta Mænuskaðastofnun Íslands fá alla þá peninga sem þeir tóku í þjónustugjald vegna þessarar söfnunar. 

.

2007-12-05-chatter%20telephone 

.

Ég er viss um að Síminn er góður og ég mun fylgjast með fréttatilkynningu þess efnis.  Whistling

 


Í vísindaskyni.

 

Í lífinu hefur maður margt brallað.  Enn á ég þó eftir að stimpla mig inn í vísindasamfélagið, svo eftir verði tekið.  Nú skal tekið á því.

Hér til hliðar er skoðanakönnun;

Hvaða skóstærð notar þú ?

.

097 

.

Þessari könnun er ætlað að varpa ljósi á það, hvort líklegra sé að menn bloggi, hafi þeir ákveðna fótstærð.

Viðbót:

Ég datt niður á heildarlausn varðandi Íslenska knattspyrnulandsliðið okkar;  Við ættum að manna það með skósmiðum.  Þeir eru manna flinkastir að sóla. FootinMouth 

 


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband