Færsluflokkur: Lífstíll
1.9.2009 | 21:37
Biluð bílaþvottastöð.
Að eiga bíl er ekki alltaf draumur í dós. *Dæs*
Minn bíll stóð í makindum á hlaðinu heima og ég var í rólegheitum að dúlla mér inni, þegar fuglsræksni sem nýkomið var úr berjamó og greinilega hafði ekki kunnað sér hóf, flaug yfir með aldeilis hroðalegan niðurgang. Sletturnar töldu á annað hundrað sem skullu á mínum áður fína bíl.
.
.
Í dag þurfti ég síðan að fara á þessum skítabíl til Reykjavíkur. Þar útréttaði ég - ekki eins og fín frú - og yrti ekki nokkur maður á mig, merkilegt nokk !
Ekki mátti við svo búið standa, þannig að ég fann bílaþvottastöð í Mosó. Þar stóð ég lengi og las leiðbeiningar um hvernig ég ætti að bera mig að. Fyrst lagði ég bílnum í skúr númer tvö. Þá setti ég kort í lesarann og ákvað að 6 mínútur væru hæfilegur þvottatími. Nískupúkinn í mér kom upp á þessari stundu og ég hljóp eins hratt og ég gat inn til að byrja að þvo..... og græða sem mest !
Gekk allt vel í byrjun..... - - - tjöruhreinsun - - - háþrýstidæla með sápu - - -
...... en þá var komið að kústinum með bleiku sápunni. Ég setti hann í gang og byrjaði að nudda fugladritið en þá spýttist bleika froðan yfir mig alla út um gat á slöngunni. Kræst !
Ekki jók það ánægju mína að við mér blöstu skilti; "Það eru myndavélar í gangi hérna".
Í snarhasti skrúfaði ég fyrir bévítans slönguna.... hljóp að hinni hlið þvottaskúrsins, ýtti aftur á "háþrýstidæla með sápu" og byrjaði að skola bleiku froðuna af bílnum.
Þá var peningurinn búinn. Og bíllinn allur í bleiku.
Aftur var farið með kortið....... 4 mínútum bætt við..... hlaupið út - til að græða sem mest...... og ég rétt hafði það af að skola af bílnum og úða smá bóni yfir.
Nú býst ég við að eigendur þvottastöðvarinnar njóti gamanmyndarinnar......
....... Þegar bleika konan þvoði krækiberjaniðurganginn.....
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.6.2009 | 01:01
Þegar sálin er yngri en líkaminn.
Ég fer að nálgast hálfa öld
og upplifi brátt ævikvöld
en samt í anda ung
farin er að láta á sjá
en áður en því kjafta frá
ég augað dreg í pung
......... og segi ekki orð !
.
.
Mér finnst svo óraunverulegt að vera 45 ára en líða alltaf eins og ég sé 29 ára.
Er að reyna að venja mig við þá hugsun að einhvern tíma hætti ég að vera unglingur.
Þótt ég viti ekki alveg hvenær það gerist.
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.5.2009 | 12:29
Bifhjólasýning Raftanna í Borgarnesi.
.
.
.
Glæsileg sýning Raftanna er í Borgarnesi í dag. Sjá hér.
.
Í kvöld verður síðan dansleikur með hljómsveitinni Festival á nýjum skemmtistað í Borgarnesi;
B 57, Borgarbraut 57.
Það er allt að gerast í Borgarnesi.
.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2009 | 16:28
Nýju fötin.......
Í gær fékk ég nýja ullarkápu og nýja skó. Það telst til tíðinda því ég er þessi týpa sem á bara tvö pör af skóm og geng í þeim þar til þeir eru búnir. Hef auk þess aldrei átt fína yfirhöfn, að frátöldum næfurþunnum jakka.
Það er nefnilega mýta að allar konur séu búðarsjúkar. Ég fer ekki inn í búð ótilneydd.
Í kjölfar eignarhaldsins á nýju skónum, fór ég í þeim í vinnuna. Dííííííí hvað ég var þreytt í fótunum í gærkvöldi. Með miklum trega verð ég að viðurkenna að það voru stór mistök hjá mér að læra ekki skósmíði á sínum tíma. Að hugsa sér ef maður gæti bara alltaf lagað uppáhaldsskóna sína og gengið síðan í þeim alla ævi. Einir ríkisskór.
Ef einhvern skortir viðskiptatækifæri, þá mæli ég með skóbúð með notaða skó. Tilgengnar bomsur til sölu ! Gönguskórnir hans Jóns gamla á hlægilegu verði !
Og fyrst ég er farin að hugsa; Hvurslags eiginlega vitleysa er það, að konum sem vilja vera fínar er gert að klæða sig í sokkabuxur? OJJJJJJJJ... fínar sokkabuxur geta alveg eyðilagt góða veislu. Þetta er svo óþægilegt fyrirbrigði að maður bíður allt kvöldið eftir að veislan sé búin svo maður komist aftur úr bévítans buxunum.
Og háir hælar. Hefur einhver karlmaður prófað að ganga á háum hælum niður brekku ? Það er algerlega ómögulegt svo einhver reisn sé að.
Ég hef prófað. Og lenti í árekstri við gangstéttina í hverju skrefi.
En varðandi nýju kápuna og nýju skóna.... það kitlar mig núna að fara til Reykjavíkur í þessu.
Mig langar að prófa að vera fín frú.
.
.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.11.2008 | 10:13
Fyrir pabba.
Faðir minn dó fyrir rúmlega 10 árum.
Hann var bifvélavirki.
Ef maður kom með bíl í viðgerð til pabba þá kom þrennt til greina;
Maður vel efnaður = þurfti að borga venjulegt verð fyrir viðgerð.
Maður í millistétt = fékk ódýra viðgerð.
Maður átti mjög litla peninga = viðgerð ókeypis.
Því sýnist mér að pabbi hafi verið Jafnaðarmaður í hjarta sínu. Hann jafnaði kjör fólks.
.
.
Í sveitum hefur það gjarnan tíðkast að nágrannar hlaupi undir bagga, hvor með öðrum. Lendi einn í tjóni eins og bruna koma hinir gjarnan til hjálpar og styðja við hann, ýmist með peningaframlögum eða hjálp við uppbyggingu. Þessi náungakærleikur er ómetanlegur.
Á erfiðum tímum ættum við að huga að náunganum.
Pabbi kenndi mér að við komumst best í gegnum erfiðleika með því að hjálpast að.
Með þetta í huga, ætla ég að styðja við einn bloggvin minn.
Allir að kíkja í pósthólfið sitt !
.
Ég hvet ykkur til að huga hvort að öðru.
23.10.2008 | 21:11
Við erum Víkingar.
.
.
Þótt náunginn sé ekki eins og þú, áttu samt að koma vel fram við hann.
Hugsaðu hlýtt til auðmanna og stjórnmálamanna.
Ok, ég er nú ekki að meina alveg svona hlýtt.
Bara ekki ala á óvild eða hatri...... svona..... Það er svo vont.
.
.
Og ég trúi því að íslenskir auðmenn snúi til Íslands og axli ábyrgð með okkur.
Og ég trúi því að stjórnmálamenn axli sína ábyrgð.
Og ég trúi því að Davíð ....... nei annars, ég trúi því eiginlega ekki.
En allavega;
Ég er viss um að við Íslendingar eigum eftir að spjara okkur fínt.
Það tekur kannski bara smá tíma þangað til við sjáum það.
13.9.2008 | 08:44
Neytendahornið - "Betra bak" tekið í bakaríið.
Fyrir 6 árum síðan þurfti ég að fjárfesta í nýju rúmi. Verslunin Betra bak hafði auglýst og auglýst og sakleysinginn ég beit á agnið hjá þeim. Eftir að hafa skoðað allnokkur rúm í versluninni festi ég kaup á hjónarúmi fyrir 165 þúsund krónur. Það átti að hafa þann stóra kost að hafa harða brík á öllum köntum þannig að maður gat sest á það án þess að síga mikið niður.
Nýja rúmið var sent heim. Fljótlega tók ég eftir því að það var miklu betra að sofa öðru megin í rúminu. Hinu megin var einhvers konar hola. Ástæðan var sú að á einni hlið rúmsins hélt bríkin ekki. Það var m.ö.o. hörð brík á öllum köntum nema einum.
Ég hringdi mörgum sinnum í verslunina til að segja farir mínar ósléttar. Fékk ég þau svör að bráðlega væri von á dönskum sérfræðingi í heimsókn þannig að best væri að ég sendi þeim rúmið og þá myndi sá danski yfirfara það og ég fengi það síðan bætt. Og þetta gerði ég.
Fór í kjölfarið til Reykjavíkur og heimsótti "Betra" bak. Sölumaður tók á móti mér, fullyrti að ég fengi rúmið bætt um leið og danski sérfræðingurinn kæmi og bauð mér annað rúm. Ekki hafði ég áhuga á samskonar rúmi. Endaði þessi ferð mín á því að ég keypti annað rúm og greiddi fyrir það 185 þúsund en fékk 80% af verði fyrra rúms til frádráttar. Þeir lofuðu mér því að ég fengi 20% greidd um leið og sá danski kæmi.
.
.
Leið svo og beið. Ég gerði mér aðra ferð í höfuðborgina og heimsótti verslunina að nýju. Rúmið mitt var þá komið í sýningarsalinn og einhver stráklabbi tók á móti mér. Danski sérfræðingurinn sást hvergi. Stráklabbinn lagðist í 5 sekúndur í rúmið og sagði; "Það er bara allt í góðu lagi með þetta rúm". Þarna var komið allt annað hljóð í strokk Betra-baks-manna. Stráksi sagði með yfirlæti þess sem allt veit; "Sko ef eitthvað er að þessu rúmi, þá eru hinar þrjár hliðarnar OF HARÐAR"
Dísuss !
Ég fullyrti að rúmið væri gallað þar sem ein bríkin væri of mjúk.
Þeir neituðu að rúmið væri gallað af því að ef eitthvað væri, þá væru hinar 3 hliðarnar of harðar.
Strák-skunkurinn hagaði sér dónalega við mig og lét eins og ég væri kjelling sem gengi um veröldina og kvartaði yfir öllu sem nálægt mér kæmi. Með hörku hélt ég reiðinni í skefjum og fékk þá til að samþykkja að hlutlaus aðili tæki rúmið út. Maður frá Neytendasamtökunum.
Í næstu ferð minni til Reykjavíkur, skömmu síðar, fer ég inn í Betra bak og ætla að sýna vinkonu minni gallaða rúmið. Þá er það horfið. Ég spyr sölumann hvar rúmið sé að finna ?
Svarið sem ég fékk var að þeir seldu rúmið mitt - sem átti að skoðast af hlutlausum aðila - til einhvers sumarbústaðaeiganda á 80% verði.
Niðurstaða málsins var sú að ég keypti rúm á 185 þúsund og greiddi auk þess 20% af öðru rúmi. Þeir tóku af mér réttinn til að fá hlutlausan aðila til að meta rúmið. Þeir lugu að mér. Þeir komu fram við mig eins og ég væri kvörtunarskjóða dauðans. Þeir töpuðu ekki einni krónu á gallaða rúminu.
LÚÐAR !
.
29.8.2008 | 21:12
Allt í blóma í Oklahoma.
Það er af sem áður var.
Einu sinni hefði ég þrætt eins og sprúttsali ef einhver hefði fullyrt að ég væri með græna fingur.
Nú er öldin önnur og það er ekki nema sanngjarnt að þið fáið að sjá afrakstur ræktunar minnar þetta sumarið. Ég meina það. Þetta spratt bara lífrænt upp úr moldinni, án allra aukaefna. Það eina sem þurfti var spjall mitt úti í garði við blómin og býflugurnar.
.
.
Verst að ég lærði ekki að vera plöntusálfræðingur. Árans !
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði