Færsluflokkur: Lífstíll
28.8.2008 | 18:33
Tilvist og heimspeki.
Mér finnst heimspekileg lífssýn Ólafs Stefánssonar afar falleg.
Hann segir í Fréttablaðinu í dag að hann aðhyllist svokallaða Listaverkakenningu:
"Samkvæmt henni ert þú að mála flott verk sem verður ekki tilbúið fyrr en þú deyrð. Þá er bara að sletta á það sem flestum litum, sumir eru dökkir, aðrir eru litir sorgarinnar og enn aðrir litir eru frábærir. Svo er bara að reyna að búa til "harmóníu" úr þessu öllu, vinna eins vel úr hverjum lit og hægt er og gera þetta sem fallegast. Listaverkasamlíkingin byggir á því að taka óhamingjuna inn sem hluta af verkinu jafnt sem hamingjuna og gera litríkt, fallegt listaverk sem er bara þú".
.
.
Hér koma svo mínar eigin pælingar;
Samkvæmt minni trú erum við öll peð í einu stóru tafli og öll skiptum við jafn miklu máli. Ég hef kynnst sorg og tel að sorgarúrvinnsla sé töluvert auðveldari, nái maður að sjá hlutina í því ljósi að öll séum við ódauðlegar sálir - og að þeir sem farnir eru, séu staðsettir í annarri vídd, mætti jafnvel segja öðru "herbergi" og að við munum hittast þegar þar að kemur. Hvort sem þessi kenning mín er rétt eða ekki, er ljóst að hún hjálpar mér í þessu lífi. Ég er samkvæmt þessu, tímabundið aðskilin þeim sem ég hef elskað og eru látnir. Sú trú hjálpar mér líka til að hræðast ekki dauðann.
Að tileinka sér trú sem hjálpar manni í gegnum lífið, er ekkert nema gott. Ef mín tilgáta reynist röng og ekki er líf eftir dauðann, þá verð ég hvort eð er steindauð þegar það kemur í ljós og hef ekki hugmynd um það. Þessvegna ætla ég að trúa þessu fram í rauðan dauðann.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.7.2008 | 10:37
Vatnsmelónur = Viagra.
Ný rannsókn leiðir í ljós að það virkar álíka vel fyrir ástarlífið að borða vatnsmelónur eins og að taka inn Viagra.
.
.
Efnasamband sem kallast citrulline finnst í vatnsmelónum og það hefur svipuð áhrif á blóðstreymi líkamans og Viagra.
Það voru vísindamenn í Texas sem unnu að rannsókninni. Sá sem stjórnaði henni segir að vatnsmelónur séu frábær leið til að slaka á æðakerfi líkamans án þess að eiga á hættu hliðaráhrif af lyfjaneyslu.
Hann segir einnig að vatnsmelónuát sé gott fyrir hjartað og ónæmiskerfið.
(sjá frétt á Vísi.is http://www.visir.is/article/20080724/FRETTIR02/518304101 )
......................
.
Ó ! Og ég sem hélt að ég hefði bara verið að vinna í grænmetistorgi en þá var ég í raun að selja Viagra í dulargervi.
.
Maður er svo saklaus.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.7.2008 | 17:38
Róninn.
.
Í gærkvöldi sá ég mjög óvenjulega sjón..... róna á puttanum, á leið í útilegu.
Hann var frekar gamall og ofboðslega drykkjulegur greyið. Sennilega vel fullur.
Ekki vissi ég að rónar færu í útilegu....... en af hverju ættu þeir ekki að gera það ? Allir þurfa jú tilbreytingu af og til.
Vonandi á hann góða helgi.
.
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2008 | 21:01
Garðálfarnir.
Jæja. Helgin alveg dúndurgóð ! Gærdagurinn fór í þökulagningu eins og til stóð. Sú gamla ...(þetta er sko pottþétt sagt í gríni.... sú gamla, dojojong
) ... gleymdi öllum bakverkjum þegar störf hófust og má því segja að andinn hafi verið holdinu yfirsterkari.
.
Til aðstoðar komu litla systir mín og hennar maður, auk þess sem minn maður vann eins og berserkur. (Hann er sko búinn að sjá stóru hestatamningasvipuna mína. )
Verkið gekk vonum framar og að því loknu grilluðum við lambakjöt og hvítlauksmarineraðan lax, drukkum bjór og rauðvín og spiluðum fram á nótt.
Yndislegt líf og ekkert minna.
Set til gamans myndir af bakgarðinum FYRIR og EFTIR. Þetta er eins og Extreame makeover.
.
29.6.2008 | 18:19
Óþekktarangarnir.
Það er svo misjafnt og virðist fara mikið eftir tíðaranda hvers tíma, hvað kallast óþekkt.
Reyndar eru ekki mörg óþekk börn til í dag því þau kallast ofvirk eða eitthvað annað í nútímanum.
Þegar ég var krakki, var óþekkt alþekkt fyrirbrigði. Þótt ég væri auðvitað stillt.
Sérstaklega man ég eftir tveimur drengjum úr minni æsku, sem virtust hafa það að aðaláhugamáli að gera eitthvað af sér. Annar þeirra var prestssonur.
Einn fagran sumardag komu þessir drengir í heimsókn. Ég sat í stofunni heima en foreldrar mínir í eldhúsinu ásamt foreldrum drengjanna. Þótt ég væri bara krakki, fannst mér, á ákveðnum tímapunkti, að þeir væru of hljóðlátir. Ég stóð upp og gekk fram til að gá að þeim.
En ég kom of seint !
Þeir voru að snæða gullfiskana mína.
Ég sá í sporðinn á Gulla þar sem hann hvarf upp í munn stráksa.
.
.
Hvað kallast svona gullfiskaát í dag; óþekkt, ofvirkni eða einfaldlega svengd ?
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 343382
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði