Færsluflokkur: Íþróttir
5.6.2009 | 18:01
Guttormur er partur af lífi mínu.
.
.
Það eru ekki margir Íslendingar meðlimir í golfklúbbi án þess að kunna golf.
En það er ég.
.
GLEFSUR ÚR FUNDARGERÐ STOFNFUNDAR - GOLFKLÚBBS GUTTORMS TUDDA;
.
Nýr golfklúbbur stofnaður 25. maí 2000:
Tuddinn Guttormur gerður að verndara. Áhuginn meiri en getan á upphafsdögum klúbbsins. Aðal í klúbbnum og upphafsmaður að þessu öllu saman er Þorgeir Smári Einarsson. Talið er að hugmynd að stofnun golfklúbbs hafi kviknað þegar þrjú pör drifu sig á golfnámskeið snemmsumars 1999. Í framhaldi af því var gutlað á golfvöllum hér og þar það sem eftir ar sumars með misjöfnum árangri þó.
Komið hafði til tals að stofna til kosninga um nafngift golfklúbbsins en þess í stað var afráðið að nota hið alkunna einræðisvald og velja framangreint nafn, enda leist öllum bærilega á, þegar allt kom til alls. Nafnið sækir klúbburinn í höfuð á heimsfrægum tudda í Laugardalnum, Guttormi hinum góðholda. Að auki er talið að klúbburinn sæki að hluta nafn sitt í aðalhvatamanninn Þorgeir sem fróðir menn telja að hafi í árdaga verið uppnefndur Þorgeir TUDDI.
Mörg mál voru á dagskrá þessa fyrsta fundar og virtist fyrsta mál á dagskrá vera að fá sér aðeins í fótinn! Er það skoðun margra klúbbfélaga að fót-í-fá-sér ætti alltaf að vera fyrsta mál á dagskrá - ALLTAF!
...........................
Af hverju Guttormur?
Nafn klúbbsins vekur jafnan athygli þá sjaldan að það er til opinberrar umræðu eða þegar fólk heyrir af þessum félagsskap í fyrsta skipti.
Af hverju að kenna golfklúbb við naut?
Afhverju ekki? Svo einfalt er það. Á stofnfundi klúbbsins tók hinn ævikjörni formaður fram fyrir hendurnar á lýðræðislegri umræðu um nafngift (hefur lýðræðisleg umræða hendur?). Alræðisvaldi var beitt af yfirtuddanum sjálfum og þurfti raunar ekki mikið vald til þess að fá samþykkt að nafn klúbbsins yrði kennt við naut því á stofnfundinum úði og grúði af drykkjunautum, sessunautum og jafnvel sáust þar stöku rekkjunautar.
Allra nauta elst
Segja má að Guttormur hafi slegið öll met...
Í fyrsta lagi er hann það íslenska naut sem þyngst hefur orðið. Þann 18. apríl 2001 náði hann 942 kílógrömmum en heldur hefur sigið á grennri hliðina hin síðari ár og nú í haust vó hann 890 kílógrömm. Þó ber að hafa í huga að Guttormur stundar meiri líkamsrækt á sumrin en á veturna og er því jafnan léttari í vetrarbyrjun en vetrarlok.
Í öðru lagi er Guttormur líklega frægasta naut á Íslandi og óhætt að fullyrða að hann á met að því leyti að ekki hafa fleiri barið annað naut augum.
Í þriðja lagi er Guttormur kominn á efri ár sem mun sjaldgæft meðal nauta nú til dags að því er fram kemur í fróðleiksmola um gripinn á vef Húsdýragarðsins í Laugardal. Guttormur tuddi fagnaði þann 12. október ellefu ára afmæli sínu en algengt er að nautum sé slátrað þegar þau eru á bilinu tveggja til fjögurra vetra.
Vilji menn leita að einhverju sameiginlegu með Guttormi tudda og Golfklúbbi Guttorms tudda liggur beinast við að nefna hringinn við spilum níu eða átján holu hring en tuddinn sjálfur er með hring í nefinu. Um þennan nefhring segir í áðurnefndum fróðleiksmola: Hringurinn í nefi Guttorms hefur þann tilgang að ef nautið, sem er mjög sterkt og stórt, ákveður að gera eitthvað af sér þá er hægt að grípa í hringinn og snúa upp á hann. Hættir þá nautið venjulega öllum látum og hlýðir þeim er tosar í hringinn. Með því minnkar hann sársaukann en miðnesið á nautgripum er mjög viðkvæmt. Ekki þarf oft að grípa til hringsins sem betur fer, Guttormur er geðgóður með eindæmum. Hið sama verður að sjálfsögðu sagt um golftuddana geðgóðir með eindæmum!
Guttormur er fæddur 12. október 1992 á Eystri-Sólheimum.
Þess má að lokum geta að verndari klúbbsins í kvennaflokki og guðmóðir verðlaunahornanna góðu er kusan Stássa frá Dal í Miklaholtshrepp. Eigi kunnum við af henni miklar sögur né mælingar.
------------------------
Af hverju Guttormur?
Nafn klúbbsins vekur jafnan athygli þá sjaldan að það er til opinberrar umræðu eða þegar fólk heyrir af þessum félagsskap í fyrsta skipti.
Af hverju að kenna golfklúbb við naut?
Afhverju ekki? Svo einfalt er það. Á stofnfundi klúbbsins tók hinn ævikjörni formaður fram fyrir hendurnar á lýðræðislegri umræðu um nafngift (hefur lýðræðisleg umræða hendur?). Alræðisvaldi var beitt af yfirtuddanum sjálfum og þurfti raunar ekki mikið vald til þess að fá samþykkt að nafn klúbbsins yrði kennt við naut því á stofnfundinum úði og grúði af drykkjunautum, sessunautum og jafnvel sáust þar stöku rekkjunautar.
Allra nauta elst
Segja má að Guttormur hafi slegið öll met...
Í fyrsta lagi er hann það íslenska naut sem þyngst hefur orðið. Þann 18. apríl 2001 náði hann 942 kílógrömmum en heldur hefur sigið á grennri hliðina hin síðari ár og nú í haust vó hann 890 kílógrömm. Þó ber að hafa í huga að Guttormur stundar meiri líkamsrækt á sumrin en á veturna og er því jafnan léttari í vetrarbyrjun en vetrarlok.
Í öðru lagi er Guttormur líklega frægasta naut á Íslandi og óhætt að fullyrða að hann á met að því leyti að ekki hafa fleiri barið annað naut augum.
Í þriðja lagi er Guttormur kominn á efri ár sem mun sjaldgæft meðal nauta nú til dags að því er fram kemur í fróðleiksmola um gripinn á vef Húsdýragarðsins í Laugardal. Guttormur tuddi fagnaði þann 12. október ellefu ára afmæli sínu en algengt er að nautum sé slátrað þegar þau eru á bilinu tveggja til fjögurra vetra.
Vilji menn leita að einhverju sameiginlegu með Guttormi tudda og Golfklúbbi Guttorms tudda liggur beinast við að nefna hringinn við spilum níu eða átján holu hring en tuddinn sjálfur er með hring í nefinu. Um þennan nefhring segir í áðurnefndum fróðleiksmola: Hringurinn í nefi Guttorms hefur þann tilgang að ef nautið, sem er mjög sterkt og stórt, ákveður að gera eitthvað af sér þá er hægt að grípa í hringinn og snúa upp á hann. Hættir þá nautið venjulega öllum látum og hlýðir þeim er tosar í hringinn. Með því minnkar hann sársaukann en miðnesið á nautgripum er mjög viðkvæmt. Ekki þarf oft að grípa til hringsins sem betur fer, Guttormur er geðgóður með eindæmum. Hið sama verður að sjálfsögðu sagt um golftuddana geðgóðir með eindæmum!
Guttormur er fæddur 12. október 1992 á Eystri-Sólheimum.
Þess má að lokum geta að verndari klúbbsins í kvennaflokki og guðmóðir verðlaunahornanna góðu er kusan Stássa frá Dal í Miklaholtshrepp. Eigi kunnum við af henni miklar sögur né mælingar.
------------------------
Vetrardagsskrá klúbbsins er fjölbreytt og samanstendur m.a. af keilu, pool, félagsvist, pílu og badminton. Flestir standa sig vel en aðrir enn betur. Uppskeruhátíð er fastur liður á hverju ári með tilheyrandi verðlaunaafhendingu, veislumat og spurningakeppni.
Því miður fyrir mig, fékk ég engin verðlaun þetta árið. Fannst þó að ég hefði mátt fá viðurkenningu fyrir best greiddu félagsgjöldin. En ég var ein um þá skoðun.
.
Guttormur 2 afhjúpaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.4.2009 | 10:04
Hollráð.
Nú þegar þjóðin gengur í gegnum þrengingar er rétt að staldra við og finna sparnaðarleiðir.
Þónokkrir hafa gaman af formúlu. Í stað þess að greiða áskriftargjald að sportrásum, má setja mislita sokka í þvottavélina. Blár er McLaren. Rauður er Schumacher, grænn er Barrichello og Trulli er mislitur.
Síðan sest fjölskyldan öll framan við þvottavélina og horfir á sinn sokk.
Gjarnan má vera til upptaka af hljóði formúlunnar. Uuuunnnnnn uuunnnnnnnnnnn
uuuuuuuunnnnn uuuuuuuuunnnnnnnnnnnn.
Ef fólk vill alveg geggjaða spennu má setja þvottavélina á vindingu.
Að lokum nýtur fjölskyldan þeirrar einstöku ánægju að taka sinn keppanda úr vélinni og hengja hann til þerris. Hægt er að smella kossi á sinn uppáhalds-sokk en það er meira en býðst við venjulegt sjónvarpsáhorf.
Ekki mæli ég með að kampavíni sé skvett á keppendurna þegar þeir koma úr brautinni. Það er eiginlega bæði betra og skemmtilegra að drekka það bara.
Njótið formúlunnar um páskana.
.
.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.3.2009 | 14:00
Eldri borgarar í boccia.
Á indælum laugardegi sest ég við sjónvarpið og ætla að horfa á frábæran fótbolta.
Mínir menn, Man. United, eru ekki ennþá búnir að vinna leikinn. En þeir munu gera það.
.
En hvað !!!
Sitja ekki í stúdíóinu tveir sjálfstæðismenn.
Mér finnst óþolandi þegar þeir troða sér inn í vinsælustu íþróttaviðburðina, sbr. þegar strákarnir okkar unnu silfrið í handboltanum. Borgarstjóri með stút á vör. Ógleymanlega kjánalegt. Þorgerður Katrín eyðandi 5 milljónum í sig og sína. Ógleymanlegt. En ef fatlaðir kepptu; enginn sjálfstæðismaður.
Sjálfstæðismenn vita ekki einu sinni hvað ungmennafélagsandi er.
Og þarna sitja þeir og auglýsa sig í leikhléi. Fáum við að sjá vinstri græna næst ? Eða er kannski ekkert jafnræði í þessu hjá Stöð 2 ?
Þegar kosningavaka sjálfstæðismanna verður sýnd í sjónvarpinu, vil ég sjá eldri borgara í boccia í aðalhlutverki.
Ég meina það !
.
.
Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2009 | 09:59
Skrambinn !
Verð ég þá að hætta í liðinu ?
.
.
Ferguson styður 6+5 regluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 20:10
Það þarf nú að kenna borgarstjóra að kyssa mömmukoss.
Það er auðvitað ekkert nema frábært að taka svona vel á móti strákunum okkar - EN.... við hefðum getað gert betur að mínu mati. Og ..... ..... Gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta !
Hefst þá lesturinn;
Þjóðsöngurinn..... hvar var hann ? Ég vildi heyra hann í flutningi karlakórs.
Páll Óskar var engan veginn viðeigandi og persónulega fannst mér hann kæla fagnaðartilfinninguna.
--------------
Ef ég hefði skipulagt móttökuna, þá hefðu íþróttafréttamenn tekið á móti strákunum upp á pallinn og forsetinn ásamt sinni ektafrú heilsað köppunum.
Hvað í andsk.... eru stjórnmálamenn að baða sig í ljóma handboltastrákanna ? Það fer meira en í taugarnar á mér að þegar Ísland vann Spán, voru hvorki meira né minna en 5 sjálfstæðismenn sýndir fagna í fréttatímanum um kvöldið.
Í móttökunni í kvöld voru ráðherrar í röðum á pallinum og borgarstjóri Reykvíkinga með skakkan stút á vörum stóð þarna eins og stútkanna. Kommon....... þetta er hátíð allrar þjóðarinnar og af hverju var þá ekki oddvita Raufarhafnarhrepps boðið upp á pall ? Ef Ólafur væri borgarstjóri í dag, hefði honum þá verið boðið ? Ætli það.
En nóg af rausi.
Velkomnir heim strákar mínir. Þið eruð laaaangbestir.
Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði