Færsluflokkur: Spil og leikir

Róleg morgunstund - NOT.

.

Morgunstund gefur ýmislegt í aðra hönd.

Þegar ég vaknaði og reis upp, varð mér litið í spegilinn.

.

Ég gólaðiW00t

.

2114_tiger_maple_american_eagle_mirror_1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

.

Brattur spurði;  "Hvað sástu eiginlega" ?  Gasp

Ég benti honum skelkuð á spegilinn.

.

Hann leit í hann .............. og gólaðiW00t

.

 


Hrafnkatla Gustavsberg.

 

Það er helst að frétta af Hrafnkötlu Gustavsberg, að hún stækkar á ljóshraða.   Í hvert skipti sem hún heyrir rödd mína, verður hún sársvöng og mjálmar skrækróma mííííííjááá.  Það er dálítið kyndugt að hún er ekkert svöng þegar hún heyrir annarra raddir.  Ég ætti líklega að vinna við matvörukynningar ?  Woundering 

.

006 

.

Hundurinn nýtist Kötlu sem koddi og rennibraut ásamt ýmsu öðru.

.

030 

.

Katla hefur fengið barnamat undanfarna daga, í bland við Whiskas kæfu og þurrmat.  Henni finnst rosa gott að fá kalkúnamauk.  Það er rétt eins og Þakkargjörðarhátíð sé runnin í garð hjá henni, upp á hvern einasta dag. 

Hrafnkatla fer alltaf í kassann sinn þegar hún þarf að gera númer eitt og númer tvö.  Ég horfði á hana fyrir þremur dögum í kassanum.  Hún var að gera númer tvö og það leit mjög vel út.  Ekki of lint og ekki of hart.  Ég var stolt á svipinn ....... Joyful  ............ alveg þangað til ................. hún hætti að gera númer tvö og var þá svo þreytt að hún settist.  Þarna sat hún í hægðum sínum eins og ekkert væri sjálfsagðara.

ALGJÖRT RASSGAT ! 

.

DSC01484 

.

 


Gæðastund.

 

Er sumarið kom yfir sæinn                                  
og sólskinið ljómaði um bæinn
og vafði sér heiminn að hjarta
ég hitti þig, ástin mín bjarta    

.            Dahlia-decorative-tender-pink-flowers

Og saman við leiddumst og sungum
með sumar í hjörtunum ungum
-hið ljúfasta úr lögunum mínum
ég las það úr augunum þínum

.

Þótt húmi um heiðar og voga
mun himinsins stjörnudýrð loga
um ást okkar, yndi og fögnuð
æ, er ekki tilveran mögnuð ?  Joyful

Höfundur síðustu línu AE. smáskáld.

Höfundur lags og texta Sigfús Halldórsson / Tómas Guðmundsson

.


Hugsa bloggvinir.... hugsa.

 

Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvaða matur passar saman;

.

Læri, kartöflur, grænar baunir, rauðkál, sulta, sósa

eða

Fiskur, hrísgrjón, hrásalat, brauð

eða

Buff, kartöflustappa, sósa og spælegg

Nú verð ég að hætta að telja upp, því ég er orðin svo svöng.  Pouty

------------

EN...... hvaða matur passar hræðilega illa saman ?

------------

Ef þið ættuð að hrekkja einhvern með svakalegri samsetningu á mat, hvernig liti sú samsetning út ?

Þetta getur komið sér vel síðar, ef einhver mætir iðulega í heimsókn, einmitt á matartíma, dag eftir dag.  Joyful


Hver hefur svar á reiðum höndum ?

 

Ef ég er spurð að einhverju, hef ég nánast aldrei svar á reiðum höndum. 
Það er nú algjör óþarfi að hugsa að ég sé svo vitlaus, þú þarna lesandi.  Hvaðeraððér ? Pouty

.

Hendurnar mínar eru bara undantekningalítið glaðar en ekki reiðar.  Smile

Þessi dama gæti haft svar við nánast öllu, á reiðum höndum:

.

1035_angry_woman_with_her_hands_in_fists_turning_green 

.

Í einu er ég virkilega ágæt.  Happy

Ég get látið hendur skipta.

Skipta á rúmunum, skipta fótboltamyndum og skipta um dekk.

Bara að nefna það og ég læt hendur skipta.  

.

Þið munið þetta, næst þegar þið lesið um handalögmál.  Wink

----------------------

p.s.  Gamlir og grónir lesendur mínir vita að einhver sauðurinn gerði stólpamistök þegar hann bjó til orðið "handklæði".

Handklæði eru auðvitað vettlingar.   Kjánar.  LoL

 

 


Ég er ólétt.

 

Í dag er ég búin að velta fyrir mér, hvaða hroðalega hrekk ég eigi að fremja.  LoL

.

Ég byrjaði reyndar í morgunkaffinu og tók vinnufélaga "á teppið".  Kallaði á hann og bað hann að fylgja mér á skrifstofuna mína, grafalvarleg á svip.

Síðan lét ég hann bíða meðan ég svaraði í símann og sá að hann varð ögn óstyrkur.  Þegar ég hafði lagt á, liðu 10 sekúndur í nærri óbærilegri þögn þar sem ég horfði á hann með hrukkað enni.  
Síðan sagði ég "1. apríl".  Tounge

Hann hló og við gengum niður aftur.  Ég kallaði á næsta vinnufélaga og endurtók leikinn.  Sá viðhafði verulega ljótt orðbragð þegar ég sagði honum erindið.  Það er ekki hafandi eftir.  Joyful

Þasso gaman að stríða.

.

Pouty  En það er ekki allt búið enn.  Vinnufélagi minn, pólskur, sendi mér sms. (ritað með hans hætti) 

"Godan daginn Ania.  How are you?  I have a question about new 4 new guys to work.  How long time they will live in us apartment ?  This is problem, because it´s 8 guys there together.  Can you ask Siggi?  Takk.  Have a good day".

.

Já, hugsaði ég.  Þeir voru bara 4 í íbúðinni síðast þegar ég vissi.  Nú hefur einhver í fyrirtækinu alveg gleymt að tjá sig.  Ég hringi í Sigga og spyr hann.  Hann, eins og ég, hefur ekki hugmynd um hvaða fjórir gæjar þetta eru og hann segir mér að hringja bara í pólverjann og spyrjast nánar fyrir um þetta.  Rétt í sama mund og ég hringi, hringja bjöllur í kolli mínum.  Við höfðum bæði verið plötuð. Blush

.

-----------------------------

Ég ákvað fyrr í dag að segja opinberlega frá því hér, að ég er ólétt.

ÓLÉTT.  Grin

 

.

-----------------------------------------

En það eeeer ljótt að plata.

Ég segi því bara satt;   

Ég er létt.

 


Hrafnkatla Himinbjörg Skítalabbi Gustavsberg.

 

Mikið hefur verið skrifað um Hrafnkötlu Himinbjörgu, margar myndir birtar og má ætla að hún sé hvers manns hugljúfi og ljómi allra kettlinga.  Í það minnsta fékk ég beiðni um eigendaskipti á henni í dag.  Frænkur mínar tvær vildu gjarnan eignast þetta krúttilega kvikindi.  Ég sagði bara;  "Já, fínt, þið megið bara eiga dýrið"  Grin

.

064 

.

Það kom á þær yfir svari mínu... þeim fannst ég full fljót að afhenda kisu, svo þær spurðu nánar út í dýrið.  Já, sagði ég, hún er óskaplega þrifin greyið.  Fer alltaf í kassann sinn og gerir þar stykkin sín.  Mér fannst hún óttalegt krútt meðan hún var með harðlífi.  Eitthvað fór móðurmjólkurleysið í magann á henni svo nú er hún með skitu.  Það væri bara fínt - hún fer í kassann sinn og svoleiðis - eeeeeeen einhvern veginn tekst Hrafnkötlu alltaf að stíga ofan í niðurganginn og svo arkar hún niður ganginn, létt á fæti, eins og gengur, eins og gengur.  *DÆS* 

Skítalabbi semsagt.  GetLost

Þegar illa tekst til, kemur hún með saurugan fót upp í rúm til mín og þegar enn verr árar, stígur hún á hárið á mér, meðan ég sef.  Hvað getur maður sagt ?   SHIT ! Pinch

Við fjölskyldan erum nú búin að vera í skítverkum alla helgina og Hrafnkatla fer í bað þrisvar á dag.

Langar einhvern í hana ?   


Næringafræði.

 

Ást er kavíar og kampavín, brúðkaupskaka, jarðaber og rjómi.

.

elephant_love

.

Vinátta er nýbakað brauð, nýstrokkað smjör, sveitaostur og te fyrir tvo.

.

image

.

Best er að hafa kynnst hvorutveggja.

En vináttan fer betur með meltinguna. 


Afleiðingar þess að ég var bæði karlinn og konan á heimilinu um tíma.

 

Ég er búin að gera 5 skattaskýrslur í dag.  Happy  Bara ein skýrsla eftir. 

Svo komst ég að því að betri helmingurinn er betri en allt.  Hann þreif og skúraði meðan ég baukaði með pappírana.  Joyful   Það er baaaara frábært að verkin vinni sig svona sjálf meðan maður er að gera annað.   Brattur !  *SMJÚTS*  Kissing

Á eftir er svo fótbolti;  Man. United - Aston Villa.  Þá sest ég í stofu, opna einn bjór og horfi á Ronaldo, Rooney og Tevesz, vinna leikinn fyrir okkur.   Ég held með Man. United.  Wink

.

matt7

.

Dóttir mín sá mig um daginn, þar sem ég sat svona ein, eitt kvöldið og horfði á Man. United leik og þá sagði hún; 

"Mamma, þú ert eins og kall".    W00t

Já, á okkar heimili er fullkomið jafnrétti, án þess að það hafi nokkurn tíma verið rætt sérstaklega.

Ef ég bulla, þá er ég að fótboltabulla.  Whistling


Fjölnota dýr.

.

Fjölnota og fagur er
fyndið þykir þetta trýn
Kanína á mynd er hér
á morgun kannski svín ?
 

.

001


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband