Færsluflokkur: Spil og leikir

Kartöflustappan.

 

Ég bloggaði um einu uppfinninguna, sem oltið hefur úr kolli mínum, einhvern glaðan dag í október.  (sjá hér)

Já, það er ekki eins og maður fái góðar hugmyndir daglega.  LoL

Þessi uppfinning, að þurfa ekki að skræla kartöflurnar við tilbúning á kartöflustöppu, olli allt að því straumhvörfum í lífi mínu.

Tíminn er dýrmætur og nú get ég eytt skræl-tímanum í tóma vitleysu.  Sideways

--------------------------------------

EN !!!  Hversu margir lesendur hafa nýtt sér þetta tækniundur ?

ENGINN ?  W00t

Er ég þá að blogga til einskis eða hvað ?  Frown

Ekki trúi ég að nokkur maður, með heilbrigða bragðlauka, borði gervi-kartöflu-pakka-mús.  JAKK. Pinch

Hvernig væri nú að nýta sér, að fá svona úthugsað húsráð ?

050

Upp með svuntuna:

Sjóða kartöflur....
stappa þær með hýðinu í kartöflupressu sem fæst í flestum matvörubúðum.....
mjólk....
sykur....
smá salt.....
smjör ef vill.......

ALVÖRU KARTÖFLUMÚS  -  BRÆÐIR HVERS MANNS HJARTA.  InLove

 


Nýji starfsmaðurinn.

.

Ungur maður var ráðin í byggingardeild BYKO í Garðabæ.   það var regla hjá þeim í byggingardeildinni að gera at í nýjum starfsmönnum,  senda þá einhverja vitleysu eða panta út í hött.   Svo var það seinni part fyrstu vikunnar sem hann var í starfinu að það er hringt og hann svarar.   Á línunni er byggingardeildin úr Reykjavík.

 

Heyrðu vinur við erum í vandræðum , það er stór kúnni hjá okkur sem var að panta 200 kvistagöt og þau eru uppseld hjá okkur , viltu drífa þig niður á lagerinn og finna fyrir mig 200 stykki af kvistagötum og senda það í snatri til okkar.

 

Strákurinn sem var skýr og fljótur að hugsa, svaraði að bragði;  því miður,  þau eru uppseld hjá okkur líka.

 

Ha ! Hvernig stendur á því ??? Áttu virkilega engin kvistagöt til strákur !!!

 

Nei því miður ég er nýbúin að selja öll sem við áttum til .

 

Hvað ertu að segja! og hver keypti þau ??

 

Nú það kom hingað smiður sem vantaði þau í rassgöt á rugguhestum .

 

Það þarf ekki að taka fram að það var ekki reynt að gera at í þessum dreng aftur.

.

------------------------------------------------------------------------

.

rugguhestur97


Unglingsárin standa enn.

 

Unglingsárin fara misjafnlega í krakka og sum þeirra verða illa haldin af svokallaðri unglingaveiki.

Á mínum unglingsárum var ýmislegt prófað eins og gengur og gerist.  En allt sem hugsanlega gat verið hættulegt var jafnan fyrst prófað á Bjarna.  Hann var meðal annars látinn prófa að drekka kardimommudropa en þar sem hann varð ekkert skemmtilegur eftir drykkjuna, fannst okkur hinum engin ástæða til að reyna þetta.  

Við unglingarnir fundum einhverju sinni fullt af "næstum því tómum" vínflöskum í Veiðihúsinu.  Við helltum öllum afgöngunum í eina flösku og smökkuðum síðan á veigunum.  Drykkurinn sem kom út úr þeirri blöndun var alveg hroðalega forvondur.  Pinch

 

Það var mjög gaman þegar við fórum á rúntinn í sveitinni.                   picture_037massey_fergusonws
Það hamlaði okkur ekki þótt að enginn okkar hefði bílpróf. 
Við rúntuðum þá bara á yfirbyggðum Massey Fergusson.  Smile

Hversu kúl er það ?  Cool

 

 

Jæja, nú er ég búin að játa á mig einhver heimskupör.  Blush

Mig langar svo að vita hvaða prakkarastrik bloggvinir mínir gerðu af sér á unglingsárunum.  Wink


Þvílíkt rassgat.

 

.

tattoo_köttur1 

.

Þið bloggvinir með tattoo, sem hafið enn ekki fengið ykkur tattoo..... hér er hugmynd sem ykkur er velkomið að nota.  Joyful   


Bil.

 

Stundumtekurmaðurekkieftireinföldustuhlutunumílífinuogeittafþvíerbilámilliorða.

Ekkiveitéghverfannuppbiliðenviðkomandihefuráttskiliðhrósogmedalíurogfálkaorður.

Munumþaðíframtíðinniaðveraþakklátfyrirbilogmunalíkaávalltaðhafagottbilámillibíla.

.

bil

Freistingarerutilaðfallafyrirþeim.  Wink

 


Íslenska fyrir byrjendur.

Lesist þrisvar:

Bóndinn fór af stað og bar rabbarbarann bara í hjólbörum á stað við barinn á Barðastöðum.

Eða var það kannski bara ein hjólbara ?  Woundering

.

jonki2hjolbor

 

 

 

Bóndinn ákvað brátt að fara
rabbarbarann bara bar
Hann nýtti til þess hjólbara
hvers átti ekki af þeim par.




 


Gáta dagsins.

 

Hvað er betra en hunangsbað ? 

.

honeybath

 


Álfar stjórna landinu.

 

Mér finnst stundum eins og fólk hagi sér alveg eins og álfar.

Fyrir kosningar gáfu allir flokkar fögur fyrirheit, um að flytja ætti ríkisstörf út á landsbyggðina.
Í gær voru þrjú störf hjá Fasteignamati ríkisins flutt til Reykjavíkur.  Eru menn orðnir öfugir ?
Á Egilsstöðum var lagt niður eitt starf og í Borgarnesi tvö störf.

Ég lýsi vanþóknun minni á fólki sem svíkur loforð. 

Kannski kýs ég bara Framsóknarflokkinn næst.  FootinMouth

.

1R1P-A1 

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband