Færsluflokkur: Spil og leikir
28.11.2007 | 17:52
Er ég trúður eða grænmeti ?
Ég komst að einu í Kaupmannahöfn !
Það sést greinilega langar leiðir hvað ég er undarleg.
Þegar ég pantaði leigubíl kom þessi sirkusbíll....
.
.
Og það var sko engin tilviljun því þegar ég pantaði næst bíl kom þessi ávaxtakarfa....
.
.
Er ég api eða appelsína ?
.
.
Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar mínar um að ég skyldi ekki borða baunasúpu í Danmörku, þá fékk ég svona sveppasúpu. Sagt og skrifað..... sveppasúpu.
.
.
Annars varð ég fræg í Danmörku. Gekk beint inn í beina útsendingu sjónvarpsins.
Vildi bara svo óheppilega til að ég var að ganga á Istedgade.
Það er ekki á allt kosið.
.
21.11.2007 | 16:05
Danskur bragarháttur.
Í kóngsins hafnar kaupmanna
er kostulegt að fá sér brauð
Smörre skal það heita Anna
Afi minn fór á honum rauð (passar fínt hérna)
Og geri eitthvað mikið...
fer kannski yfir Strikið...
.
Tja hvar er betra að gera prakkarastrik ?
.
Kona spyr sig !
.
.
Hilsner og pilsner.
.
19.11.2007 | 16:15
Skyldi þessi hafa stundað fjárdrátt ?
16.11.2007 | 21:46
Meiri útrás.
Sko barasta ! Bjarni Sæmundsson, æskuvinur minn, orðinn Bahama-meistari í skák.... og getur keppt fyrir Bahama á Ólympíuleikunum.
Nú álykta ég; þar sem Bjarni og Þorgeir og ég, unnum fyrirtækjakeppni í skák í hitteðfyrra í Borgarnesi, er þá ekki næsta skref að Þorgeir verði Kasakstan-meistari og ég verði Moldavíu-meistari..... og svo hittumst við öll á Ólympíuleikunum og teflum eins og við gerðum á Vegamótum í gamla daga ? Færum semsagt Vegamót á alþjóðavettvang. Tja... kona spyr sig.
![]() |
Hvergerðingur Bahamameistari í skák |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2007 | 13:08
Útrás.
Kæru vinir.
Ég þakka innilega fyrir hugljúfar kveðjur til mín og minna undanfarið.
.
.
.
.
Sparisjóður grínista og nágrennis fer í útrás í næstu viku. Sparisjóðsstjórinn og sparigrísinn, jeg altså, skal rejse til Denmark. Þar ætla ég að gera af mér ýmsar kúnstir eða kundster og eiginlega allt sem mér dettur í hug nema eitt. Ég ætla ekki að borða Baunasúpu í Danmörku.... Hvað ætli séu margir Baunar í einni súpu ?
.
.
Í útvarpsfréttunum í morgun var verið að fjalla um flóðin í Bangladesh.... sem eru náttúrulega skelfileg.... en þeir komust svo skemmtilega að orði;
"Þeir létu stormviðvaranir sem vind um eyru þjóta".
.
.
Svo langar mig að segja ykkur sögu: Það gengur mikið á hjá byggingafyrirtækjum þessa dagana. Einn föstudagsmorgun, gaf yfirmaður verkamanni þessi fyrirmæli:
"Ég er að fara til Reykjavíkur. Viltu þrífa skúrinn á meðan".
Þegar hann kom til baka var búið að rífa skúrinn.
.
.
.
.
Bloggin mín verða líklega stutt og stopul á næstunni......
..... en ég kem inn jafnóðum og ég geri einhver prakkarastrik.
8.11.2007 | 20:47
Ljós fyrir Gillí.
Kæru vinir.
.
Kveikjum ljós fyrir elsku Gillí okkar, sem lést í morgun.
.
Elsku Palli og synir, Elli, Gerða, systkini og fjölskyldur.
Fjölskylda mín sendir innilegustu samúðarkveðjur.
.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
7.11.2007 | 16:44
Skilaboðaskjóðan.
Öll þurfum við ást og hlýju í lífinu. Mest þurfum við á því að halda þegar okkur líður illa eða erum veik. Ég hef verið í sambandi við fjölskyldu Gillíar og talaði síðast við bróður hennar í morgun. Ástand hennar er að mestu óbreytt síðan á laugardag. Eins og fram kom á bloggsíðu Gillíar, má gjarnan senda henni kveðjur og kort. Það er líka hægt að skrifa henni hérna og það verður lesið fyrir hana. Endilega leggið ykkar af mörkum til að hlýja henni aðeins um hjartað.
.
4.11.2007 | 11:27
Væntumþykjupistill.
.
Ég hef oft sagt að systkinin í Dal séu meira eins og systkini mín en frændfólk, enda ekki nema 3 kílómetrar á milli æskuheimila okkar og samgangur nokkuð mikill.
Í Dal bjuggu amma og afi okkar allra. Afi gaf okkur stundum í nefið (ekkert svo oft en það er bara svo gaman að segja frá því) en amma gaf okkur eitthvað gott að borða, spilaði við okkur og kenndi okkur bænirnar.
Gillí er elst af okkur. Við litum upp til hennar. Rósa, Halldór, Þorgeir og ég erum öll á sama aldri. Egill og Helga voru svo litlu börnin.... en eru það reyndar ekki lengur. Egill er meira að segja orðinn doktor .....
.... kannski skrifað með stóru Déi ?
.
Við krakkarnir lékum okkur í bílaleik og dúkkuleik, feluleik, "búó" og draugaleik. Við áttum líka horn, leggi og kjálkabein og gátum því verið stórbændur ef okkur bauð svo við að horfa. Þegar Rósa lærði að lesa, lærði ég að lesa. Þegar Rósa lærði að prjóna, lærði ég að prjóna. Þegar Halldór lærði að hjóla, lærði ég að hjóla.
Einfalt kerfi og skilvirkt.
Við fundum út svör við gátum lífsins í sameiningu: "Verður Helga systir Jesú þegar hún verður stór" ? var ein af stóru spurningunum sem ég man eftir að hafa borið fram. Helga er nefnilega fædd á Jóladag og því fannst mér nokkuð sjálfsagt að hún tæki við hlutverki Jesú þegar hún hefði aldur til.
.
Síðar, þegar við urðum unglingar, leigðum við saman um tíma. Þá var oft mikið gaman og alltaf kom okkur vel saman. Halldór er langskemmtilegasti sambýlismaður sem ég hef haft. Við hlógum einu sinni í gegnum alla Hagkaupsbúðina vegna þess að hann hafði sprautað sjampói upp í nefið á sér þegar hann ætlaði bara að finna lyktina.....og þegar við Halldór hlægjum saman... þá smitum við hvort annað og getum illa hætt.... hreinlega grátum úr hlátri.
.
Árið 2000 varð Golfklúbbur Guttorms tudda til. Það er félagsskapur gamalla Miklhreppinga og áhangenda þeirra sem eiga reglulega saman góða stund við golf á sumrin en á veturna er keppt í ýmsum íþróttum, s.s. keilu, billjard, pílukasti, félagsvist, skák og badminton. Drifkraftarnir í Guttormi eru Gillí og Þorgeir. Það er alveg frábært að slá tvær flugur í einu höggi; hitta gamla vini og leika sér með þeim í leiðinni.
.
Gillí hef ég kynnst á annan hátt á blogginu.... betur en áður. Það er henni að þakka að ég byrjaði að blogga, því hún hvatti alla vini og vandamenn sem blogguðu, til að segja sér frá því. Þá var hugmyndinni sáð hjá mér - að kannski væri þetta eitthvað sem ég gæti gert. Gillí er ótrúlega magnaður karakter og það vita allir þeir sem hafa fylgst með henni hérna á blogginu.
.
Elli er mikill húmoristi og við getum alltaf hlegið saman þegar við hittumst. Við Gerða unnum saman í heilt ár og samdi alveg rosalega vel. Hún er svo dugleg og létt og kát að það er ekki hægt annað.
.
Í sumar fórum við svo í yndislega Barcelonaferð; Gillí, Palli, Kári og Ásgeir, Halldór og Denna, Egill og Ragna, Þorgeir og Sif og ég og Brynjar..... ferð sem batt enn frekar fjölskylduböndin.
.
Ég vissi ekki, þegar ég byrjaði að blogga, hvað kæmi út úr því.... en ég er að reyna að segja fjölskyldunni í Dal hvað mér þykir vænt um þau öll.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
1.11.2007 | 18:47
Gillí.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.10.2007 | 17:51
Álfkonan í töfralampanum.
.
.
Ég bloggaði fyrir stuttu um töfralampann.... sem ég skírði því nafni um leið og færslan varð til. Þegar myndin af lampanum birtist á skjánum, tók ég eftir andliti neðst á honum... sem ég hafði aldrei séð fyrr. Andliti sem líkist álfkonu, finnst mér, með hjartalaga umgjörð.
Þegar horft er á lampann sjálfan... er ekki nokkur leið að sjá þetta andlit !
Þetta er frekar dularfullt.... það býr álfkona í lampanum mínum.
Skyldi Aladín vita af þessu ?
Ætti ég að gefa henni að borða ?
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði