Færsluflokkur: Spil og leikir

Djúpt blogg.

 

 

.

 

 


Töfralampinn.

 

Ég er undarleg... af konu að vera.  Mér finnast verslunarferðir ekki skemmtilegar.

Þegar það kemur fyrir að mig langar í eitthvað, hugsa ég með mér:  "Vantar mig þetta"?

Ef svarið er nei, læt ég það yfirleitt eiga sig.

Þó eru undantekningar á þessu, eins og flestu öðru.

Fyrir þremur árum fór ég í verslunina að Sólheimum í Grímsnesi.

Gekk inn með hálfum huga og horfði áhugalaus í kringum mig.

Sé ég þá lampa einn, gullfallegan.....horfi á hann dágóða stund og fyllist aðdáun.

Ég hugsa með mér:  "Mig vantar þetta ekki" og geng í burtu.

Við útidyrnar sný ég við, geng aftur að lampanum og horfi á hann enn um stund.

Sé að hann kostar átta þúsund, hugsa mig um lengi, lengi, tek hann og geng í átt að kassanum.

Segi svo við sjálfa mig:  "Nei Anna, þig vantar þetta ekki" Angry ...geng hægum skrefum með lampann til baka og skila honum á sinn stað.

.

Það er bara eins og lampaskrípið hafi aðdráttarafl sem ég ræð ekki við. 

Við útidyrnar sný ég við, enn einu sinni,  hálf hleyp að honum, skíthrædd um að einhver verði á undan mér.

Hrifsa hann til mín og held fast.

Hann varð minn.  Joyful

.

lampi

.

.

Þessi lampi er búinn til af vistmönnum á Sólheimum og mér þykir eins vænt um hann og hægt er að þykja um veraldlega hluti.  Töfralampinn.  InLove

 


Í njólann fyrir jólin.

 

Mínir virtustu bloggvinir þekkja þennan:

.

njóli

.

Rétt til getið.... þetta er hinn íðilfagri Njóli.  Smile   Jeminn, hvað ég er stolt af honum.  Joyful

.

Meðan aðrar plöntur eru fölar og óhrjálegar, er hann sífellt upp á sitt besta.

Á Hawai, hef ég heyrt að stelpurnar geri sér strápils. 

Strá !    Eins og það sé eitthvert hald í því.  GetLost

Nei........njólapils er það sem koma skal.  Pils sem endist og endist og endist.

.

Í njólann fyrir jólin !!


Áskorun.

 

Ég skora hér með á Morgunblaðið að hætta nú þegar myndbirtingum af vettvangi banaslysa í umferðinni.  Slík myndbirting er með öllu óþörf og eingöngu til þess fallin að særa aðstandendur þeirra sem þannig látast eða slasast.

.

Vinsamlega birtið sem víðast kæru bloggvinir


Vísnakvöld að hætti hússins.

 

Jæja..... smá vísnakvöld af því að það er ekkert merkilegt í sjónvarpinu.

Einu reglurnar eru þær að vísurnar séu innan siðsemismarka og rími a.m.k. stundum.

Stuðlar og höfuðstafir bannaðir í kvöld.  Wink    Mínusstig fyrir stuðul.

.

.

jon_sjalfur_forsida 

 


Viðvörun !

 

Eftir töluverðar rigningar undanfarna daga er sólin núna að brjótast fram.

Af því tilefni gef ég út viðvörun:

.

Það er aldeilis stórhættulegt að sleikja sólina.

Láttu þér ekki einu sinni detta það í hug....  GetLost

.

summer-1

.

 


10 litlir negrastrákar.

 

Í fréttunum í kvöld komu fram hörð mótmæli á nýja útgáfu bókarinnar 10 litlir negrastrákar.

Einstaka sinnum verð ég orðlaus og það varð ég í kvöld.

.

180px-Ten_Little_Niggers

.

.

Ef það má ekki lengur lesa þessa bók.... sem var ein af mínum uppáhaldsbókum í æsku, þá vil ég núna láta banna eftirtaldar bækur:

Láki...... særandi fyrir alla með stór eyru.

Gosi...... niðurlægjandi fyrir alla með stórt nef.

Mjallhvít og dvergarnir sjö..... hræðilegt gagnvart litlu fólki, dvergum og fólki með hvíta húð. 

Vonda fóstran..... hvaða rugludallur skrifaði hana?

Einar Áskell...... af því bara.... ég er komin í stuð.  LoL


Gillí frænka.

 

Það er mikið á Gillí lagt þessa dagana.  Ofan á krabbamein er hún komin með blóðtappa í lunga.  Mér þætti vænt um ef þið senduð henni hlýjar kveðjur á blogginu hennar gislina.blog.is

.

Nýjar fréttir:  Gillí er búin að fá heimfararleyfi.  Smile   Við heyrum vonandi frá henni síðar í dag.

.

Gillí


Hversu klár ertu ?

 

Eitt þessara barna ætlar að verða fimleikastjarna.....getur gengið á höndum jafnt sem fótum...... farið flikk flakk heljarstökk og allan pakkann. 

.

Hvaða barn er það ?

.

.

Kids

 

 

 


Innanhúss-símanúmer með áhugaverðum endastaf.

 

Vinnufélagar mínir eru nánast eingöngu karlmenn.  Einn þeirra kom að máli við mig í dag.  Hann spurði hvort það hefði verið ég, sem sá til þess að í innanhúss-símkerfi fyrirtækisins er það einmitt mitt símanúmer sem endar á sex.

.

Já, ég hélt það nú.... Smile.... sagði að eftir langa og stranga umhugsun, hefði ég metið það svo, að ég væri sú eina innan fyrirtækisins sem gæti borið símanúmer sem endar á sex.

.

"Maður hugsar bara Anna og sex til að muna númerið" sagði hann og hélt að hann væri að snerta viðkvæma strengi hjá mér.

.

"Hvernig þætti þér að hugsa Jón og sex" spyr ég hann.  Grin

.

"Nei !  Það gengur ekki" segir hann, "ég fíla ekki stór brjóst".  Pouty

.

.

Með því að setja endastafinn sex hjá mér en ekki einhverjum karlmanninum, kom ég í veg fyrir stórslys innan fyrirtækisins...   Wink     


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband