Færsluflokkur: Spil og leikir
2.9.2007 | 18:54
Raja Yoga hugleiðsla.
Í dag kynntist ég nýjum fræðum..... Raja Yoga.... á þriggja tíma námskeiði í Reykholtsdalnum. Ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn mun...... og þessvegna er ég að deila því með ykkur hér. Afar hollt fyrir sálina.....
.
.
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.
Raja yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklings á sínu innra sjálfi og eiginleikum þess í gegnum þögn. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Þið getið haft samband við Lótushús eða skoðað heimasíðu þeirra....
http://www.lotushus.is/index.htm
2.9.2007 | 11:09
Hann stakk mig af.
Í gærkvöldi fór ég á Ljósanótt, eins og 39.999 aðrir. Fór ein með sjálfri mér. Af tónleikunum fannst mér þrír flytjendur mjög góðir...... Ljótu hálfvitarnir....... hljómsveit sem ég kæmist aldrei í, þar sem ég er hvorki ljót né hálfviti.......Jógvan og svo súperstjarnan Garðar Thor Cortes. Hann er ótrúlega góður....alveg megagóður. Reyndar varð ég fyrir truflun þegar hann var að syngja. Fullorðinn maður kom og tók sér stöðu rétt hjá mér. Ég tók eftir því að hann hélt um höfuðið og var að spá í hvort hann væri meiddur eða eitthvað. Síðan fór hann að baða út öllum öngum. Hann stjórnaði Garðari á köflum, klappaði saman höndunum, setti hendurnar upp eins og hann væri að ákalla himininn og svo brást það ekki að þegar hæstu tónarnir komu frá herra Cortes, þá greip maðurinn um höfuð sér..... svona eins og hann væri að reyna að ýta tónunum inn í kollinn...... því hærri tónar, því fastar þrýsti hann á hausinn. Svo mikið handapat var um tíma á manninum að ég þurfti að færa mig, til að verða ekki lamin. Þessi maður truflaði semsagt mig og alla aðra í kringum sig...... en samt var ekki annað hægt en að brosa. Þvílík innlifun.
.
.
Klukkan hálfeitt, ákvað ég að nóg væri komið. Fór í bílinn og hugsaði með mér að heimkoma yrði um tvöleytið. Það fór þó ekki svo. Um tvöleytið var ég við Grindavíkurafleggjara.... fjúff..... einnoghálfan tíma að keyra smáspöl. Á Reykjanesbrautinni keyrði ég fram hjá gangandi vegfaranda, strák, sem virtist ætla að ganga til Reykjavíkur. Svo hugsaði ég ekki meira um það...... nema 7-8 mínútum síðar, arkar strákur framúr mér........ og hverfur. Það tók mig heilar 5 mínútur að ná honum aftur !
1.9.2007 | 17:29
Unga kynslóðin.
Fyrir tilviljun heyrði ég samtal tveggja drengja hérna úti:
.
Strákur A
-Ef ég væri í eyðimörk og það væri bara einn pollur, myndi ég pottþétt drekka hann allan.
Strákur B
- Ekki ef pollurinn væri rosalega stór !
.
Síðan hjóluðu þeir í burtu......
Miklar pælingar í gangi greinilega.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.8.2007 | 14:24
Verðlaunin - Riddari með regnhlíf.
Nú er slétt vika, þar til skákmót bloggara með tattoo fer fram með pompi og prakt. Hver pompar ? Ég held að það verði Edda. Það er hefð fyrir því hjá fegurðardrottningum, og jafnvel alheimsfegurðardrottningum, að pompa á rassinn.
.
Mér er bæði ljúft og nátengt að upplýsa,, enn og aftur, að verðlaun á skákmóti bloggara með tattoo, eiga að vera af lakara taginu. Heimatilbúin eða hugarsmíð, veidd eða sungin.
.
Mín verðlaun standa vissulega undir því, að vera af allökustu tegund. Þau eru svo ljót að ég sárvorkenni þeim sem þau hlýtur. Veit samt ekki ennþá hver verður svo óheppinn.
.
Hahahahahaha...... ...... afsakið....... er að jafna mig.
.
Jæja...... saga verðlaunagrips míns, sem heitir Riddari með regnhlíf, er harla ómerkileg. Hún hefst þegar ég,, ung stúlka í grunnskóla, kemst að því að listamannshæfileikar mínir eru langt undir eðlilegum mörkum. Og hún endar á þeim tímapunkti, þegar óheyrilega miklir stríðnistaktar taka völdin fyrir viku síðan...... og ég ákveð að mála mynd í verðlaun.
.
Ætla að sækja draslið........
.
.
Æ, ekki þessi. Mér fannst hún eitthvað svo ruglingsleg og ég hef sennilega verið undir fullmiklum áhrifum frá Erro..... svo ég gerði aðra...........
.
.
.
Listamannslufsan setti þarna á striga riddara, sem tengingu við skáklistina og skírskotar einnig í hestamannseðli hönnuðar. Þar sem óvenjumikil rigningartíð hefur verið undanfarið, þótti við hæfi að setja regnhlíf þannig að verkið samsamaði sér í tíma og rúmi. Blái liturinn táknar allt nema Sjálfstæðisflokkinn.
30.8.2007 | 23:52
Hjálp í viðlögum.
Hrækja skal á mann......
.
.
.
....... þegar það er kviknað í skegginu hans.
.
Spil og leikir | Breytt 31.8.2007 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2007 | 20:23
Ljós vonarinnar.
Ljós er geisli alheimsins sem lýsir í gegnum
myrk augnablik og gefur þér von.
Ljós er einnig sú birta sem er innra með
þér öllum stundum og geislar
lífsorku þinni til annarra.
.
29.8.2007 | 21:31
Hvernig á að hreinsa til á afar auðveldan hátt.
Það er ótrúlega mikið af dóti heima hjá mér, sem mig vantar ekki.
Tvennt af sumu og fernt af öðru, vasar, skór, naglalökk, leikföng, myndir og hljómplötur.
Fullt hús af óþarfa dóti.
.
.
Ég fór í sturtu áðan. Þá datt mér í hug, lausn á þessu máli.
Það er sko hægt að leysa nánast öll mál. Ég er að segj´ykkur það.
Nú næ ég mér í kall..... læt hann flytja inn.... hendi honum svo út aftur...... og hér kemur það;
.
SEGI HONUM AÐ HANN MEGI TAKA HÁLFT INNBÚIÐ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
29.8.2007 | 17:45
Grein til sölu.
Af hverju dettur mér Jóna bloggvinkona í hug núna ?
Fyrir þá sem ekki vita, þá er hún verðandi frægur rithöfundur.
Ég mæli með því að þið lesið framhaldssöguna hennar..... hún er komin á fjórða hluta núna.... og þið þurfið að skrolla næstum meter niður til að finna söguna. Það er best að byrja á byrjuninni.
Í sögunni er Líney að keyra til Franz, og er búin að vera heila þrjá daga á leiðinni. Þvílíkar vegalengdir í einni sögu Jóna mín.
.
Þeir voru vitlausir, útgefendurnir, sem vildu ekki kaupa af henni grein.
.
Lúðar !
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.8.2007 | 21:10
Neytendahornið.
Bræðurnir Ormsson eru alveg eins og pabbi þeirra,, Ormar !
.
Fyrir 5 árum fjárfesti ég í ísskáp og uppþvottavél hjá þeim. Fljótlega kom í ljós að uppþvottavélin var heilabiluð. Ef hún var sett í gang, stoppaði hún á ákveðnum stað í kerfinu, og þvoði og þvoði og þvoði.... þangað til einhver hjálpaði henni áfram.
.
Bræðurnir sögðu mér að ég mætti koma með vélina til þeirra, til Reykjavíkur, og skilja hana eftir. Svo mátti ég koma aðra ferð í bæinn, seinna, til að sækja hana. Þeir vildu ekki ljá mér rafvirkja heim, eins og tíðkast í Reykjavík. Mér fannst þetta of mikil fyrirhöfn og hef æ síðan hjálpað vélinni yfir hjallann.
.
Nú í seinni tíð, er vélin orðin löt. Fyrst fór að bera á því að hún þvoði bara einu sinni á dag. Síðan breyttist það í annanhvern dag..... og nú er druslan farin að þvo þegar henni sýnist. Hún tekur ekki inn á sig vatn, nema stundum og rafvirkjar botna ekkert í þessu viðundri.
.
Bræðurnir seldu mér líka ísskáp, eins og áður er getið. Hann er til vandræða. Hillurnar í skáphurðinni hafa brotnað mjög auðveldlega og Bræðurnir vita aldrei hvaða hillu þeir eiga að selja mér, þótt ég haldi á henni fyrir framan nefið á þeim. Svo er einn stór galli við ísskápinn. Stillingin fyrir kuldastigið er furðulega staðsett. Það er alltaf einhver að reka sig í hana og þá segir sig sjálft að hita/kuldastigið breytist.
.
Þegar ég kom heim í dag, tók á móti mér ísskápur í rúst. Stillingin var á hæsta kuldastigi og kókdós hafði sprungið í ísskáp upp, (sbr. loft upp). Æts. Kók ALLSSTAÐAR.
.
Já, ég vildi bara vara ykkur við þessum Ormum Ormssonum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
28.8.2007 | 16:36
Ber að týna ber.
Þú ert ber.
Ég ber á þig sólarvörn.
Svo ber ég þig út og þú ferð ber að týna ber.
Ég ber virðingu fyrir þér.
.
Hvurslags hugmyndaskortur var í gangi þegar íslenska var búin til ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði