Færsluflokkur: Spil og leikir
27.8.2007 | 23:22
Furðulegt fólk, ræktendur.
Við áttum gæðastund í kvöld, ég og hundurinn. Snæddum saman soðna ýsu með nýjum kartöflum og smjöri. Hundurinn minn er ljónheppinn. Systkini hans í Reykjavík fá bara þurrmat. Það er "inn" að gefa hundum ekki mat.... bara þurrmat. Virðulegir ræktendur hnussa þegar þeir heyra að hundurinn fær afganga. Þeim finnst hann líka ekki par merkilegur, þar sem hann er litagallaður. Það eiga nefnilega allir Cavalier hundar að vera eins á litinn.
.
Engin mynd af soðinni ýsu á netinu...en hér er Ýsa og þið dragið bara frá Kóríander og appelsínur og eitthvað drasl sem er þarna.
.
Hestar hins vegar þykja flottir ef þeir eru litskrúðugir. Fágætir litir eins og litförótt og vindótt, eru mjög vinsælir. Hún er merkileg mannskepnan þegar hún fer að setja reglur.
Mér finnst aðalatriðið að dýrunum líði vel. Ekki hvernig þau eru á litinn eða hvað þau borða. Enda hafa íslenskir hundar þrifist á afgöngum í gegnum aldirnar og ekki orðið meint af.
Næst eiga líklega börn að borða bara Cheerios og ekkert annað. Hnuss.
27.8.2007 | 17:26
Var svo ljót að ég ældi.
.
.
Þegar ég lít í spegil, blasir við mér mynd sem ég er alveg hæstánægð með. Svo ánægð stundum, að það jaðrar við argasta grobb.
.
Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á mínum yngri árum, fann ég spegilmynd minni allt til foráttu. Lengi vel var ég til dæmis með fílapensil á nefinu. Við erum að tala um að hann kom sér þarna fyrir öll mín unglingsár. Þegar fílapensillinn svo loksins, loksins gafst upp í baráttunni við mig, spýttist hann af miklu afli á spegilinn og myndaði þar væna slummu. Það var gýgur í nefinu á mér, lengi á eftir.
.
Þegar við vorum krakkar, krakkarnir... kannski svona 6-7 ára ... .... fórum við stundum í leik uppi á lofti, hjá ömmu og afa. Þá slökktum við öll ljós og svo var einn draugur.... með vasaljós undir hökunni. Þegar kom að því að ég átti að vera draugurinn, setti ég ljósið undir hökuna, fór að speglinum og gretti mig ógurlega. ARRRRG
Mér brá svo við það sem í speglinum var, að ég hljóp hríðskjálfandi niður. Þorði ekki meir.
.
Annað ógleymanlegt móment á ég tengt spegli. Þá hafði ég verið mikið veik, bæði með mislinga og rauða hunda á sama tíma. Jamms,, er soddan snillingur stundum. Allavega, ég hafði legið fárveik í rúminu í rúma viku en var svo aðeins að verða brattari. Staulaðist fram á baðherbergi til að pissa. Mér verður litið í spegilinn þegar ég geng framhjá....... og ég var svo ljót að ég ældi.
.
En með auknum þroska og versnandi sjón..... verður spegilmyndin fegurri með hverju árinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.8.2007 | 22:32
Skil´ett´ekki.
Nú beini ég orðum mínum að stelpunum.....
Hver er munurinn á dagkremi og næturkremi ?
Hvað gerist ef ég nota næturkrem að morgni ?
Af hverju er þá ekki dagtannkrem og næturtannkrem líka ... eða dagsjampó og nætursjampó ?
Kona spyr sig !
26.8.2007 | 20:49
Tuð til heiðurs Halldóri.
Iss piss !
.
Ég fór til Reykjavíkur með dóttur minni, gagngert til að nýta boðsmiða í Húsdýragarðinn.
Fór fyrst í heimsókn, alveg slök. Kom í Húsdýragarðinn klukkan 17.05. og hvað haldiði ?
Húsdýragarðurinn lokaði klukkan 17.00 því það er komin vetraropnunartími. Eða ætti maður heldur að segja vetrarlokunartími ? Og það er ÁGÚST !!
Þetta er nú ekki einu sinni fyndið.
Bara svínslegt, asnalegt og hundleiðinlegt.
---------------------------------------
Á leiðinni heim, vakti dálítið athygli mína. Ekki það að hún hafi verið sofandi... menn taka bara svona til orða.
Ekki í einum einasta bíl, sá ég konu við stýrið og mann í farþegasætinu.
Alltaf karlinn að keyra og konan farþegi.
Hvað er málið ?
Vegur það að karlmennskunni að láta konuna keyra ?
----------------------------------------------
Að öðru leyti er ég í frábæru skapi.
26.8.2007 | 11:27
Bréf frá formanni.
Ágætu félagar og Arnfinnur.
Nú eru tæplega tvær vikur í STÓRA MÓTIÐ.
Ætla ég hér að tipla á smáu varðandi ýmiss fyrirkomulög.
.
Keppendur og leikendur verða:
Brattur, Kristjana, Ingibjörg, Halldór, Arnfinnur, Ægir og Anna. Síðan verða kannski einn eða tveir eða þrír heiðursgestir... sem mega þá hugsanlega heita Anna og Björg og Arnar. Við komum að Eddu síðar í þessu bréfi.
.
Reglur..... þær sem eru tilbúnar núna:
Snertur maður er færður,, nema það hafi verið óvart, og ber þá að segja "fyrirgefðu".
Við höfum dragdrottningu í öllum skákum gegn Kristjönu. Það þýðir að við drögum okkar eigin drottningu út af borðinu og leggjum hana nett til hliðar.
Hver keppandi fær 10 mínútur á skák. Falli keppandi á tíma, fær hann stóran mínus.
Ingibjörg ber ábyrgð á því að nægjanlega mörg taflborð og klukkur verði á svæðinu.
Það á að vera REGLUlega gaman.
Brattur dómari og Halldór eftirlitsdómari geta bætt inn reglum og hent út, alveg eins og þeim langar til. Nema reglunni um dragdrottninguna. Hún er óhagganleg.
.
Verðlaun....
Þar sem þetta er stórmót, verða auðvitað veitt Edduverðlaun. Edda bloggvinkona mætir þar í sitt hlutverk.
Verðlaunin verða af lakara taginu.
Hver keppandi og Edda og heiðursgestir, eiga að mæta með verðlaunagrip, sem ekki má vera keyptur í búð.
Viku fyrir mót, skulu keppendur blogga um sína verðlaunagripi. Allir verðlaunagripir eiga að hafa nafn. Þeim verður nefnilega úthlutað eftir nafni... samkvæmt ákveðnum reglum sem eru í kolli formanns og munu eigi verða uppgefnar. Einnig má birta mynd af verðlaununum.
.
Ekki meira að sinni.
Skákklúbbur bloggara með tattoo,
Anna Einarsdóttir
Formaður.
26.8.2007 | 10:42
Geisp geisp.
Í gráum silkináttfötum ég vakna
ein..... fæ mér brauð með osti
ekki neins ég sakna..............
eða jú !! ...... Hvar er Frosti ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.8.2007 | 22:55
Gróðurhúsaáhrif.
Skyldu
gróðurhúsin
vita
hvað
þau
hafa
mikil
áhrif ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.8.2007 | 19:34
Bílakaup, bílakaup ?
Vill einhver eignast bílinn minn fyrir ekki mikinn pening ? Hann er að sumu leyti í lagi. Það er smá vandamál með hann samt. Það er ekki hægt að opna húddið. Ehhh... Það er örugglega nóg vatn og olía á honum fram á haust.
.
25.8.2007 | 15:03
Laugardagsþrif með leikrænum tilburðum.
Að sópa og skúra, finnst mér ekki neitt ofboðslega skemmtilegt en að leika mér,, það er gaman.
Ég fór að hugsa... og hugurinn ber mann út um víðan völl og rúmlega það... .. er ekki hægt að gera þrif að leik ?
.
Það er auðvitað ALLT HÆGT og maður á að finna út hvernig, svo maður nagi sig ekki í rassinn síðar yfir einhverju sem maður lét ógert.
.
Það liggur í augarins eðli að íþróttaleikur eins og krulla, hentar mjög vel til sópunar. Því fór ég í krullu áðan, á gólfinu heima hjá mér.
.
.
Þá er bara skúringin eftir. Þar dettur mér helst í hug gamalt trix sem Lína Langsokkur notaði. Þ.e. að fara á skauta á skrúbbum.
.
.
Það er svo gott að geta staðið á eigin spýtum í lífinu.
25.8.2007 | 10:08
Geisp.
Í gráum silkináttfötum ég vakna
ein................ fæ mér kaffi
Ekki neins ég sakna............
eða jú ! .....hvar er Haffi ?
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði