Færsluflokkur: Spil og leikir

Æskuminningabrot.

 

 

Sæmundur bloggvinur minn og fyrrum nágranni, kom með skemmtilega sögu af syni sínum og bróður mínum.  

.

Bróðir minn:  "Pabbi fór niður í Straumfjarðará og veiddi svo stóran lax, að hann gat ekki lyft honum".

Sonur Sæmundar:  "Iss" !  "Það er nú ekki mikið.  Pabbi fór að veiða upp í Baulárvallavatni og veiddi þrjá stóra silunga og tvö skrímsli".

.

Að alast upp með þessum strákum, var alveg ómetanlegt.  Oft bakaði ég drullukökur á þessum árum.  Stundum fór ég til mömmu og bað um smá sykur og kakó.  Ef vilyrði fékkst fyrir því, setti ég herlegheitin saman við mold og vatn, formaði fallega köku sem ég skreytti síðan með Sóleyjum eða Fíflum.  Svo borðuðu strákarnir kökuna.  Grin   Ekki veit ég til að þeim hafi nokkurn tíma orðið meint af því.

.

Við gerðum ýmsar tilraunir á þessum árum.  Ég man að við settum kindaspörð í Opalpakka og buðum gestum og gangandi.  Einnig pissaði ég einhvern tíma í Sinalco flösku og bauð sopa.

.

sinalco_3_f_hf3

 

Við krakkarnir fórum snemma að stunda viðskipti ýmiss konar, þar sem við vorum svo heppin að búa við hliðina á veitingastað/verslun á Vegamótum.  Nánast daglega, á sumrin, stoppuðu rútur þar, fullar af útlendingum.   Það kom oft fyrir að útlendingarnir gáfu okkur pening, sökum þess að klæðnaður okkar minnti helst á aumingja.  Við vorum fljót að sjá að það borgaði sig að vera illa til fara.  Ef það dugði ekki að standa þarna með aumingjasvip,  týndum við Fífla og Fífur og seldum útlendingunum.  

Gróðinn fór undantekingalítið í sælgætiskaup.

.

Þrátt fyrir að búa ekki á sveitabæ, var dýralífið fjölskrúðugt hjá okkur.  Heima hjá mér voru kettir og hænur.  Sæmundur nágranni átti Lassýhund.  Oft lékum við okkur með mýsnar, bjuggum til holu handa þeim og gáfum þeim að borða.  Þær hins vegar drápust oftast, að ég held úr hræðslu.  Kindurnar í Straumfjarðartungu voru sko ekkert venjulegar kindur.  Við stunduðum það að gefa þeim matarkex.  Þær voru æstar í matarkex.   Það kom oft fyrir að kindurnar örkuðu inn á Vegamót, ef útidyrahurðin stóð opin.  Skemmtilegur svipur sem kom alltaf á ferðafólkið, þegar það fór á klósettið og mætti rollu á leið út af klósettinu.  LoL

.

Sökum þessarar ágengni kindanna, voru sett skýr fyrirmæli um að passa alltaf að loka "sláturhúsinu".  Sláturhúsið hafði einu sinni verið sláturhús og nafnið var pikkfast á húsinu þrátt fyrir að á þessum tíma hafi húsið hýst lager.  Á lagernum var geymt allt gos og sekkjavara.  M.a. kögglar sem kindurnar voru sólgnar í.  Það kom einu sinni fyrir að rolla lék á mig.

Hún hlýtur að hafa falið sig á bakvið goskassana og beðið þar til ég er farin.  Þá fer hún og étur köggla, viðstöðulaust, þar til einhver á leið í sláturhúsið næst.  Þegar að var komið, var rollan orðin svo útþemd að það var vandkvæðum bundið að koma henni út um dyrnar.  Mig minnir þó sterklega að hún hafi lifað kappátið af.  En ég skammaðist mín.

.

Við lékum okkur líka mikið við frændfólk mitt frá Dal.  Einu sinni sáu þau, í kíki held ég, að sveitungi okkar einn hafði hægðir á holti einu.  Eftir það var holtið aldrei nefnt annað en Dritholt.  

.

Systir mín er fædd á Jóladag.  Þegar ég var lítil, spurði ég hina krakkana: 

"Verður hún þá Jesú þegar hún verður stór" ? 

.

Já, svona var maður nú vitlaus einu sinni.  Smile

 

 


Stuðmannalag á laugardagskvöldi.

 

Íslenskir karlmenn þeir eru sko eintómar gungur

íslenskum karlmönnum skortir víst allan kjark

Þeir þor´ekk´í rafting en hanga og naga neglur

þá án þeirra förum við konur og ekkert þjark

.

því fer sem fer

því fer sem fer

Við dettum oní ána

alveg án kjána

við dettum oní ána

Já, með enga bjána

.

sumir á, sumir á, sumir á ánni

aðrir á, aðrir á, aðrir á tánni....... Whistling

.

.

disciples_afraid_slide

 

 


RiverRafting

 

Hei !  Það eru tvö laus pláss  í RiverRafting núna á mánudaginn.  Grin 

Þetta er ferð sem engin okkar á eftir að gleyma.  Við getum sagt barnabörnunum óskaplega fínar frægðarsögur af okkur síðar meir.  Wink

Fyrstur kemur, fyrstur fær.

 

Sjá nánar http://www.rafting.is/icelandic/is-riverrush.php

Þetta verður einstök ferð því klikkhausarnir Anna og Björg verða þarna til að skemmta sér og öðrum.  Rífið upp stemminguna og látið vaða !

 

Ferðalýsing

 

1. dagur: Varmahlíð - Laugarfell
Þátttakendur koma í bátahús Ævintýraferða í Varmahlíð um kl. 16:00. Ekið er um Vesturdal og Sprengisand í Laugarfell og gist í upphituðum og góðum skála Ferðafélags Akureyrar. Eftir kvöldverð er notalegt að fara í laugina og safna kröftum fyrir næsta dag.
2. dagur: Laugarfell - Hildarsel

Eftir morgunverð er ekið að Jökulsánni en hún fellur um hraunið skammt frá Laugarfelli. Siglingin hefst í hægum straumi en brátt fellur áin um gljúfur og þrengingar og ærinn starfi að stýra í flúðum og stórgrýti. Þegar komið er niður í Austurdal minnkar straumurinn nokkuð, fyrr en varir blasir við ágætur skáli Ferðafélags Skagfirðinga í Hildarseli þar sem við gistum og njótum kvöldsins í faðmi fjallanna.

 

3. dagur: Hildarsel - Villinganes - Varmahlíð

Þegar leiðangursmenn eru ferðbúnir er ýtt á flot. Hér gefst gott tækifæri til að njóta þess sem fyrir augu ber og rifja upp áratökin. Vatnsmiklir lækir og þverár falla í Jökulsána á leiðinni frá Laugarfelli, því vex vatnsmagn árinnar stöðugt eftir því sem líður á ferðina. Siglingin um gljúfrin í Austurdal er afar tilkomumikil og spennandi þar sem stórar flúðir reyna á samhæfingu áhafna. Við Villinganes eru bátar og búnaður tekinn upp og ekið í Varmahlíð þar sem ferðinni lýkur með slökun í sundlauginni og grillveislu á góðum stað.

Súpervúman og Vatnavúman sigla ekki lygnan sjó.

 

Nú líður að svaðilför Bjargar Súpervúman og Önnu Vatnavúman um hrjóstugar óbyggðir Íslands, þar sem þær munu spýtast með freyðandi jökulánni niður kletta og sprungur.  (anda, slaka á).   Þar eru allar líkur á að þær hitti hinn eina sanna Tinna, því ekki má strákurinn lengur vera í Kongó.  Nepalbúar munu auk þess koma við sögu í hættuförinni og því næstum öruggt skv. líkindareikningi að Tinni verði þarna í alvörunni.   Næstum því, sagði ég.

.

east_11s

(mynd hérna)

.

Undirbúningur fyrir svaðilförina hættulegu stendur sem langhæst.  Anna Vatnavúman veit sem er að "fötin skapa manninn".  Því hefur hún fjárfest í hroðalega dýrum buxum sem ANDA.  Grin  Nú getur Vatnavú því andað rólega...... nú eða alls ekki..... því buxurnar munu sjá um það.

.

Nú, ekki er öll vitleysan eins og aldrei er of varlega farið svo Anna Vatnavú hefur látið lita á sér hárið kolsvart.  Fyrst stóð til að lita það eldrautt en klókindi Önnu Vatnavú... sögðu henni að það væri ekki vænlegur kostur, þar sem Björg Súpervú er með rautt líka.  Því væri stjarnfræðilegur möguleiki á að ræðararnir frá Nepal myndu ruglast og halda að Björg Súpervú væri á botni árinnar að leika sér við fiskana...... þegar það væri í raun Anna Vatnavú að hamast við að anda með buxunum.  Neibb.. svart var miklu skynsamlegra val.  Allavega nokkuð víst að Tinni og Nepalbúarnir finna Önnu Vatnavú með kolsvarta hárið í hvítri jökulánni.

.

Anna Vatnavú keypti fleiri föt.  Því fer þó fjarri að hún sé dekurdúkka með Hollywoodstæla.  Hér er um líf og dauða að tefla.  Tefla ?  FootinMouth  Skák ! Grin

.

Vegna þeirra mörgu uppákoma sem uppá geta komið í RiverRafting, hefur Anna Vatnavú hugsað upp plan A, B, C, D, E, F, G, H, I, Í, J og einmitt á plani J gerist þetta:

.

Anna Vatnavú drýgir hetjudáð þegar gat er komið á botn bátsins.  Of lítið loft er í honum og einhver verður að yfirgefa bátinn, svo hún fórnar sér.  Eftir yfirgengilegt þrekvirki kemst Anna Vatnavú upp úr ánni, heldur inn í óbyggðirnar (sem kalla og sem hún verður að gegna) og hyggst hafa þar vetursetu.  Anna Vatnavú er algerlega undir þetta búin.  Hún er í ull frá toppi til táar og getur því laumað sér inn í kindahóp án þess að ærnar uppgötvi neitt misjafnt.  Síðan bíður hún einfaldlega eftir næstu smölun og málið er dautt.  Verst að þetta eru eftirlegukindur.  Errm

.

Plan Í var líka auðleyst.  Þar þurfti aðeins að kaupa hanska.  Í plani Í, ráðast Ísfirðingar á Önnu Vatnavú með hæðnisorðum.  Líklegt er að atburðurinn eigi sér stað við Laugafell.  Hvað gerir Anna Vatnavú þá ?  Hún lætur hanskann detta og þá mun einhver TAKA UPP HANSKANN fyrir hana.  Grin    Plan Í er fínt.

.

Björg Súpervú er, án efa, mesta kvenhetja þessarar aldar á Íslandi.  Hún hefur sýnt slíkan hetjuskap í sumar, að það væri fáfræði eða gleymska hjá Óla vini mínum, ef hann sæmdi hana ekki annaðhvort Fálkaorðunni eða Siglingamálanálinni.

.

En má ekki vera að þessu....... plan K


Showtime.

 

Bústaðurinn sem við vorum í, í viku, var að mörgu leyti mjög þægilegur.

Veröndin var stór, með fínum heitum potti og í bústaðnum voru tvö salerni/sturtur.  Önnur var með sérinngangi beint af pallinum.  Það var því sjálfsagt að fara í þá sturtu, beint úr pottinum.

Einn daginn kom fyrrverandi tengdamóðir systur minnar í heimsókn.

Systir mín gekk með hana um svæðið. 

Þegar á sólpallinn var komið segir systir mín við tengdó sína, fyrrverandi.... "komdu hérna og sjáðu,, þetta er alveg æðislegt"  og í sama mund rífur hún upp hurðina að sérinngangs-sturtunni.

Hún horfir á tengdó-ið og sér undarlegan svip á þeirri gömlu.  Lítur þá inn og sér.......

........ mig, standandi þar á undirfötunum einum saman.  Blush

 


Pæjusaga.

 

Sniff, snörl....ég er tárvot eftir lestur athugasemdanna.  Þið söknuðuð mín í alvörunni !   Stórkostlegt.  Grin

Annars var ég bara að bulla Blush þegar ég sagðist vera búin að tjalda.

Var í sumarbústað og gerði ekki mjög margt af mér...... Woundering og þó ? 

.

Einn daginn smellti stelpan sér á Selfoss, fyrst á snyrtistofu þar sem augnumgjörð skyldi puntuð.  Aðeins einu sinni áður hef ég látið lita á mér augabrúnirnar og er afar spör á plokkun.  Vil vera natural upp að vissu marki.... þangað til fuglarnir sjá sér hag í hreiðurgerð á líkama mínum.

Þá segi ég eins og Búkolla forðum, en geri þó setningu hennar að minni.... "Taktu hár úr augabrún minni - en taktu helv. lítið samt". 

Jæja.. ég sit og veit ekkert hvað er að gerast meðan stúlkan litar og plokkar.  Klukkustund síðar fæ ég svo spegil og AAAAAAAAARG Gasp  Gúlp.

Ég er skelfileg !  Kræst, svona fer ég ekki út á götu.  Set í skyndi fram nýjar skipanir..... plokka þarna og þarna.  Svo rennur tíminn út því ég átti tíma á hárgreiðslustofunni næst.  Úff...... ég er með KOLSVARTAR miklar augabrýr og lít út fyrir að vera öskureið.

Á hárgreiðslustofunni ákveð ég að fyrst ég sé orðin eins og hrafnsungi í framan, sé eins gott að klára málið og bið um brún-svartan lit í hárið.  Þrátt fyrir mótmæli klipparans, lét ég lita það í stíl við augabrúnirnar.

Hjúkket..... ég hef skánað smá.  Kannski ef ég ber höfuðið aðeins hærra, gæti fólk jafnvel haldið að ég sé pæja.  Wink  Kolsvört pæja sko.

Ég ímynda mér að ég sé langtöffuðust á svæðinu og fer inn í Bónus.

Gott ef ekki sumir kallarnir horfa á eftir mér. Wink  Sjálfstraustið vex.

Eitt af því sem skrifað hafði verið á innkaupalistann var fiskur. 

Ég stend við frystinn og lít yfir úrvalið.  Ummmm.....þarna er girnilegur saltfiskur.  Smile  Ég vel alltaf fallegasta pakkann og eftir smá íhugun sá ég að hann var hinu megin í borðinu.  Ég teygi mig,, er alveg að ná í hann,, aðeins lengra .....úúúúps....

Pæjan steyptist á hausinn ofan í frystinn og var föst þar í 20 sekúndur, með rassinn út í loftið.  Crying

Ekki minnsti virðuleiki yfir því.  NÚLL.

Ég er ekki að fara á Selfoss alveg á næstunni sko.

 


Verslamikiðhelgin.

 

Komin í frí og búin að tjalda.

.

005AgM-12914584

.

Sorrý, ekkert pláss fyrir gesti. Wink

 

 


Ég blogga aldrei um fréttir......

 

...en þessi dama er bara svo stórkostleg.  Grin

.

Þegar ég verð stór, ætla ég að opna skemmtistað (elliheimili) fyrir fólk sem ætlar að lifa lífinu þangað til það deyr.  Þar verður spilað bridge, drukkið rauðvín, reyktir vindlar, dansað tvisvar í viku og sungið.  Og þá er eftir að telja upp snyrtistofur, hárgreiðslustofur, nuddstofur, sundlaugar og bara... jú neim it...... allt sem er gott.

Síðan ætla ég að blikka strákana og passa að vera komin með staf.... svo þeir nái mér örugglega á göngunum.  LoL   "Njóta efri áranna" eins og maður nýtur neðri áranna.

.

Umsóknir sendist nú þegar, því það komast færri að en vilja.

 

Og bæ ðe vei....... konan frá Ástralíu lítur út fyrir að vera 74 ára en ekki 94 ára. 


mbl.is 94 ára amma útskrifast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fékk skemmtilega athugasemd í dag.....að ég væri normal. Það sama er ekki hægt að segja um dýrin mín.

 

Einu sinni átti ég hryssu sem fór alltaf með mér út á snúru að hengja út þvottinn.

Getur einhver toppað það ?

.

.

Þetta er Depill. 

Reyndar hét Depill Doppa þar til ég kíkti á "bíbbið".

Hvað er hann að gera þarna ? 

 

Mynd(37)

Jú, Depill er að sjúga tíkina... þessa hérna...

.

A003

.

Við þurftum að klæða hana, til að venja Depil drykkfellda af brjósti.

.

 

Hér er svo kisi eftir drykkinn góða.

.

Aftur

.

Depill er núna tæplega tveggja ára og það kemur ennþá fyrir að hann stelst á spena.  Sumt er bara svo gott.  Wink


Forvitni læknirinn.

 

Það var ekki vandræðalaust að koma yngstu dóttur minni í heiminn.  Fimm dögum eftir fæðingu, fékk ég heiftarlegar blæðingar.  Þá er ekki verið að tala um rennandi blóð, því það fór allt í köggla og lifrar inni í mér og spýttist svo út á gólf þegar það kom út.  Mjög sjarmerandi. 

.

Læknar á sjúkrahúsi, úti á landi, settu dripp í æð hjá mér sem átti að stöðva blæðingarnar.  Áfram héldu þó blæðingarnar af fullum krafti.  Þeir skrúfuðu þá meira frá flöskunni, juku drippflæðið, en allt kom fyrir ekki.  Þannig gekk í tvo sólarhringa.  Ég var búin að skamma þá og segja að þetta virkaði ekki hætis hót og það eina sem þetta dripp gerði mér, var að ég varð alltaf veikari og veikari.

.

Skemmtileg saga ?  LoL

.

Tveimur sólarhringum eftir að blæðingar hófust, var ég loks send með sírenusyngjandi sjúkrabíl á gjörgæslu Landspítalans. 

.

35_laeknir

Á Landspítalanum tók á móti mér læknir sem ég þekkti frá fyrri sjúkrasögu - sem ykkur kemur ekki við.  Smile 

Ég man hvert einasta orð sem okkur fór á milli:

.

Læknir...... "Sæl......ég þarf að spyrja þig nokkurra spurninga.  Veistu hvaða dagur er" ?  (Hvað, eins og maður gangi með dagatal á sér þegar maður er á spítala GetLost)

.

Anna....Nei.

.

Læknir....."Veistu hvaða mánuður er" ?  ("Hvað er að manninum.....getur hann ekki gáð að því sjálfur" ?  Ennþá finnst mér eðlilegt að ég viti ekki svarið þar sem ég hef jú verið á spítala). 

.

Anna.... Nei.

.

Læknir..... "Veistu hvaða ár er" ?  (Nei hættu nú alveg Blush )

.

Anna.... Ehmmm..... nei.

.

Læknir..... "Veistu hvað þú heitir" ?  (Ég hugsa lengi, lengi). 

.

Anna....... Nei. (aulalegt Frown 

.

Læknir......"Veistu hvað ég heiti"?

.

Anna.........  Ég man ekki hvað þú heitir, en ég veit sko alveg hver þú ert !  Grin  (Hjúkket, ég held kúlinu.  Þar skall hurð nærri hælum.  Næstum búin að gera mig að fífli LoL ).

.

Það sem gerðist var að drippið áðurnefnda, ruglaði blóðsykri og söltum sem olli því að ég fékk mikinn bjúg alls staðar.  Líka við heilann.  Mér skilst að ég hafi litið hroðalega út.  Shocking

Þegar ég fékk rétta meðhöndlun runnu svo frá mér 15 lítrar á 15 tímum.  15 kíló.

Og ég er svo heppin að vera nokkuð heil í heilanum..... held ég.  Wink

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband