Ég blogga aldrei um fréttir......

 

...en þessi dama er bara svo stórkostleg.  Grin

.

Þegar ég verð stór, ætla ég að opna skemmtistað (elliheimili) fyrir fólk sem ætlar að lifa lífinu þangað til það deyr.  Þar verður spilað bridge, drukkið rauðvín, reyktir vindlar, dansað tvisvar í viku og sungið.  Og þá er eftir að telja upp snyrtistofur, hárgreiðslustofur, nuddstofur, sundlaugar og bara... jú neim it...... allt sem er gott.

Síðan ætla ég að blikka strákana og passa að vera komin með staf.... svo þeir nái mér örugglega á göngunum.  LoL   "Njóta efri áranna" eins og maður nýtur neðri áranna.

.

Umsóknir sendist nú þegar, því það komast færri að en vilja.

 

Og bæ ðe vei....... konan frá Ástralíu lítur út fyrir að vera 74 ára en ekki 94 ára. 


mbl.is 94 ára amma útskrifast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

.... þetta hljómar mjög rosalega vel... fullt af möguleikum... stafakeppni á göngunum.... kallarnir elta kjeddlíngarnar... og fá þær í verðlaun, ef þeir ná.... veistu Anna, ég held þetta sé bara fyrirtæki sem er komið til að vera... vantar bara enska boltann og skákina og kannski ljóðakvöld með ófrægum skáldum... annars bara snilld... ég eiginlega vil fá að vera með í þessu fyrirtæki...

Brattur, 2.8.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sæki hér með um. Legg með mér rauðvín og jagermeister. Það verður sko engin lognmolla á þessu heimili, o nei

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tek við öllum góðum tillögum.  Félagsvist, skák, billjard, ljóðakvöld, boltinn og húllahúlla. 

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Boðsund?

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Brattur

... boðsund í baðkari...

Brattur, 2.8.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Lífsglöð manneskja: Mottóið er að aldrei gefast upp.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.8.2007 kl. 22:55

7 Smámynd: Brattur

... já Gunnar, alveg sammála, aldrei að gefast upp, þegar boðsundið er byrjað...

Brattur, 2.8.2007 kl. 23:04

8 Smámynd: Ragnheiður

sæki um og sæki um, var ég búin að sækja um ?

Ragnheiður , 2.8.2007 kl. 23:43

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sko.... fjórar umsóknir ef ég tel mig með...sem ég geri.  Bridge í uppsiglingu og gömlu dansarnir á eftir. 

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 23:46

10 Smámynd: Brattur

... ahh... gömlu dansarnir, helv.. hnéin... vildi helst sleppa við þá, enda ekki góður í þeim... ég vildi helst bara stjórna hver á að dansa við hvern... enda ég kominn í stjórn fyrirtækisins...

Brattur, 2.8.2007 kl. 23:51

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fyrirtækið heitir Eitthvað gamalt og gott ehf. 

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 23:55

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

" Frábært Gamalt og Gott ehf " Við vitum nefnilega hvað við viljum.

Halldór Egill Guðnason, 3.8.2007 kl. 00:38

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

pant koma á það elliheimili

Marta B Helgadóttir, 3.8.2007 kl. 00:38

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki hægt að starta þessu strax... þetta hljómar svo skemmtilegt og spennandi  

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2007 kl. 02:15

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Eiga ekki líka að vera tískusýningar fyrir okkur í taflfötum, bridgesfötum, sundfötum og hestadressum!

Edda Agnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 12:30

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Ægir..... ekkert hrossakjöt á þriðjudögum.   Ertu hlandvitlaus maður ?

Nú erum við búin að manna í sveitakeppni í bridge og gott ef er ekki einn keppnisstjóri að auki.  Tískusýningar bætast í dagskrána sem og fríar ferðir á EM og HM þar sem Ísland er að keppa í handbolta.   

Anna Einarsdóttir, 3.8.2007 kl. 12:46

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna mín, nú getur þú ekki sagst aldrei blogga um fréttir.  Nú bloggar þú sjaldan um fréttir.  Muhahahahaha, ég vil matador.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 12:57

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gvöð, ég vona að ég sé ekki of sein að panta.  Verða ekki þau skilyrði að vistmenn verði með alvöru tattoo, kunni mannganginn og Venusarkerfið í bridge?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.8.2007 kl. 13:06

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki skilyrði að kunna mannganginn.

Skilyrði að kunna að hlaupa ganginn.

Anna Einarsdóttir, 3.8.2007 kl. 13:45

20 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Ég verð með og byrjuð aftur að taka í neftóbakinu og villta kynlífinu...ekki spurning.

Gíslína Erlendsdóttir, 3.8.2007 kl. 16:30

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er hægt að skrá sig núna? Það verður að vera leyfilegt að reykja. Ég ætla að byrja aftur  á þeim ósóma á elliheimilinu

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 342818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband