Færsluflokkur: Spil og leikir

Ómótstæðilegt bros.

.

bundle-of-joy 

.

Tillaga dagsins;  Að ganga til næsta manns og senda honum þitt fallegasta bros - án skýringa.  Grin

Koma svo aftur og segja frá viðbrögðunum.  Wink


Léttara hjal.

 

 Joyful  .... hér kemur smá upprifjun frá gamalli tíð.

Munið þið eftir hámarksbröndurunum ?

.

Hámark hraðans ................. er að hlaupa svo hratt í kringum ljósastaur að maður geti bitið í eyrað á sjálfum sér.

 

Hámark keppnisskapsins ............. maður sem stendur við foss og mígur eins og hann getur. 

 

Og munið þið eftir Finnska hlauparanum;  Nartí hælana ?

.

070627_running

 


Ég ætla sko ekki að blogga um kreppu.

 

Best að skreppa í búð og kaupa kreppappír.  Pouty

.

dýr 

.


Íslenskt mál - svo einfalt, svo einfalt.

 

 

Hamstur í flíspeysu

fékk flís,

varð hamslaus 

og fór þá að hamstra

 flísar og hamsa.

 

cute_animal

 


Geymast betur, rétt eins og matvæli.

 

Það hefur löngum verið vitað að ýmis matvæli geymast mun lengur, séu þau í frysti.

Núna og fyrst núna,  kemur á daginn að peningar geymast líka miklu betur í frysti.

En það liggur samt svo í augum uppi !  Þú eyðir ekki peningum sem eru í frystikistunni.  Pouty

Já og svo ef greiðsluseðlarnir eru að sliga þig og þú átt ekki fyrir næstu afborgun....... þá hendirðu þeim bara í frysti og frystir lánin.  Gæti þetta verið auðveldara ?  Happy

.

freezer 

.

Starfsmenn Hæfingarstöðvarinnar á Akureyri eiga auðvitað að fá orðu fyrir þessa nýsköpun.

Á sama tíma hrósa ég happi.  Sökum þeirrar staðreyndar að ég er bara með pínulítið frystihólf fyrir ofan ísskápinn, þá mun ég teljast lukkunnar pamfíll að eiga bara lítið af peningum.  Wizard 

Eða eins og ég segi;  ég er alltaf að græða.  Whistling

 


mbl.is Innstæður frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga Gardínubrúns frá Breta-smálandi.

.

Fyrir langalöngu, í eldgamalli fyrndinni fæddist barn eitt lágvaxið í Breta-smálandi.  Þetta var krumpaður drengur sem nefndur var Gardínubrúnn.  

Gardínubrúnn var seinn til máls og ennþá seinni til klósettferða.  Hann hætti reyndar ekki að nota bleyju fyrr en móðir hans setti apa á koppinn og sagði smámælt;

"Sjáðu bara Gaddi litli.  Apinn kann að pissa í kopp" !

Gardínubrúnn leit yggldur á aparæfilinn........ og ullaði svo á hann. 

Daginn eftir skrönglaðist hann sjálfur á klósettið, enda orðinn sex vetra gamall.

.

55054201 

.

Leið svo og beið.........

..............

..............

uns kominn var októbermánuður 2008.

Sólin var hulin skýjum þennan morgun.

Gardínubrúnn vaknaði úrillur og fór auk þess öfugu megin framúr.

Hann rann til í vanilluís á gólfinu.

Arfavitlaus öskraði hann;  "What the fuck...... is this some Iceland"?  W00t

---------------

Restina þekkið þið.  Wink

.


Gáta.

Hvað er það

sem allir vilja eiga

en enginn vill samt fá

í jólagjöf ?

 

.

Curious-George 

.


Ég er komin í stríð !

 

Bretar skulu ekki halda að þeir geti kallað mig hryðjuverkamann án þess að þeir þurfi þá að taka afleiðingunum.  GetLost

Það er borðleggjandi að þeir hafa ekki heyrt hetjulega frásögn mína af því þegar ég bjargaði oggolítilli mýflugu frá drukknun í síðasta mánuði.  Anna hryðjuverkamaður hvað ?  Shocking

.

Þeir vita bara ekkert í sinn haus !

Nú skulu þeir iðrast sáran.

Ég á mótleik.

Frá og með gærdeginum er ég hætt að halda með Manchester United.  W00t

.

lillehammer 

.

Framvegis held ég með Lillehammer.  Joyful

Heja Norge.


Kreppuhornið.

 

Hefur einhver heyrt minnst á kreppu nýlega ?  FootinMouth

Kreppa er ástand sem er nýtilkomið.

Í kreppu þykir gott að fara vel með og spara.   Sparisj.grín. (það er gott að byrja á því að spara orðin og skammstafa) mun setja upp nýjan dálk;  Kreppuhornið.

Í kreppuhorninu gefst fólki kostur á að koma með hagnýt húsráð og ódýrar lausnir.

Mér skilst að sú teljist hagsýn húsmóðir sem getur gert mikið úr litlu.

Að gera mikið úr litlu.  Woundering

Það er auðvitað enginn vandi.  Grin

.

Camel-Face 

Gerið til dæmis úlfalda úr mýflugu.  Cool


Ég sá alls ekki neitt.

 

Dagurinn í dag hefur farið í algjöra slökun.  Ég settist fyrir framan sjónvarpið og nú verð ég að viðurkenna dálítið sem mig langar ekkert til að viðurkenna opinberlega.  Blush 

Ég setti upp gleraugun.  Pouty

Gleraugu og ég passa einhvern veginn ekki saman finnst mér.  Bara eins og kleina og hrásalat passar ekki saman.  Eða það finnst mér.

En nú er svo komið að ég sé ekki almennilega á sjónvarpið nema að setja upp brillurnar. 

.

briller_561634p 

.

Ég setti því gleraugun á nefið en reif þau strax af mér aftur;

"Það hefur eitthvað komið fyrir þau, mikið svakalega eru þau skítug.  Ég sé ekki neitt" !

Gleraugun voru pússuð vel og vandlega og sett aftur á nefið.

Ennþá allt í þoku.   En þá fattaði ég. 

Á nefinu hafði ég gleraugu húsbóndans sem er nærsýnn ......... en ég er fjarsýn.  Shocking

Þvílíkur snillingur.   Whistling

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband