Færsluflokkur: Spil og leikir
11.10.2008 | 11:46
Upp með húmorinn.
Undanfarið hefur verið lítið um blogg frá mér. Það er ekki vegna þess að ég sé í krísu vegna ástandsins á Íslandi og í hinum vestræna heimi, heldur hef ég unnið eins og vitleysingur þessa vikuna. Nálægt 60 vinnustundir hjá mér síðan á sunnudag. Vörutalning í versluninni sem ég vinn í ásamt því að ég starfa í banka, er ástæða þessa tímabundna vinnuálags.
Merkileg vika og lærdómsrík og nú sem aldrei fyrr ríður á að við Íslendingar höldum í spéfuglinn í okkur. Höfum húmor.
.
.
Höfum í huga þessa dagana að.........
"Sá er auðugastur sem er ánægður með lítið". (Laotse)
.
Brandarahornið;
Fíll og mús fóru í bíó.
Fíllinn sat beint fyrir framan músina.
Í hléinu spurði músin fílinn: Gætirðu nokkuð fært þig um eitt sæti svo ég sjái myndina líka?
En fíllinn svaraði neitandi. Þá settist músin fyrir framan fílinn og sagði:
Nú sérðu hvað þetta er pirrandi.
.
25.9.2008 | 18:37
Hvaða dýr er öðruvísi og er með eitthvað sem langflestir nota ?
25.9.2008 | 17:35
Ég þori ekki að koma með svarið við gátunni.
.
.
20.9.2008 | 10:12
Man einhver eftir þessum bókum ?
.
Alveg gat ég setið tímunum saman þegar ég var barn og skoðað myndirnar í Perlubókunum. Það eru allir svo hamingjusamir og góðir á myndunum.
.
.
.
18.9.2008 | 22:15
Er eðlilegt að kjararáð sé skipað af þeim hinum sömu og þeir síðan ákvarða laun fyrir ?
Þetta er pólitíski dagurinn minn í þessum mánuði. Vonandi sá eini.
Hér er frétt sem vakti athygli mína.
"Kjararáð ákvað í lok ágúst að hækka laun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og héraðsdómara um 20.300 kr."
og í lok fréttarinnar;
"Kjararáð er skipað fimm ráðsmönnum og fimm til vara. Þrír eru kosnir af Alþingi, Hæstiréttur skipar einn og fjármálaráðherra einn.
Ok, leggjum nú saman tvo og tvo. Kjararáð ákvarðar laun fyrir "vinnuveitanda" sinn. M.ö.o. ef Kjararáð skammtar naumt, er það í hendi launþeganna (alþingismanna, hæstarréttar.....) að velja nýja aðila í Kjararáð til að ákvarða launin næst.
Nú er ég ekki að ýja að því að Kjararáð starfi ekki heiðarlega. Mér finnst bara með ólíkindum að þetta ráð sé skipað af sömu aðilum og ráðið á síðan að fjalla um.
Gefum okkur að Kjararáð sé vel launað. (sem ég hef ekki hugmynd um) Þá hefur ráðið hagsmuni af því að hækka laun "vinnuveitanda" sinna nógu mikið til að "vinnuveitendurnir" séu ánægðir með ráðið og ráðið haldi þá stöðu sinni til að þéna áfram góð laun.
Jahérna.
Laun æðstu embættismanna hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2008 | 23:10
Fyrst þýski hundurinn getur þetta........
......... þá hlýtur hún Femína mín að geta það líka.
Hér er hún á fyrstu æfingu.
.
.
Hundur hringdi í neyðarlínuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2008 | 09:58
Hissa !
Ef þér yrði sagt að þú hefðir unnið bíl í happadrætti, hver yrðu þín viðbrögð ?
.
.
Hér er smá úttekt á fjórum kynslóðum í minni ætt..... en þar er greinilegur kynslóðamunur á undrunarviðbrögðum;
Ég er nú svo aldeilis hissa sagði amma ævinlega þegar hún varð hissa, og sló sér á lær(i).
Það er ómögulegt sagði pabbi minn alltaf þegar hann varð hissa.
Í alvöru eru mín viðbrögð.
Er þa segir yngsta dóttir mín.
Samkvæmt þessu er hægt að reikna nokkurn veginn út aldur fólks, eftir lengd "hissa" viðbragða.
Anna Einarsdóttir..... Cand Mag.
Spil og leikir | Breytt 8.9.2008 kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
5.9.2008 | 22:09
Ég hef verið klukkuð.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Bensíntittur, skrifstofustjóri, barþjónn, prófarkalesari.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Guðirnir hljóta að vera geggjaðir, Silent movie og svo man ég ekki meira. Þessvegna er ég aldrei send á videóleigu.... ég veit ekkert hvað ég hef séð og hvað ekki.
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Ég hef búið á sunnanverðu Snæfellsnesi, í Borgarnesi, Danmörku og Reykjavík.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Út og suður, Sjálfstætt fólk, Bachelor (það er svo gaman að fylgjast með mannlegri hegðun) og örugglega Næturvaktin, þegar ég verð búin að horfa á hana. Ég á sko diskana.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Egyptaland, Suður Frakkland, San Marino og Selvallavatn.
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður)
Mbl.is, Leit.is, Visir.is og Msn.com
Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:
Heima hjá mér, (þar sem ég er), í Perú, í Egyptalandi eða í útreiðatúr í íslenskri náttúru á gæðingi.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Hrönn, Ásgeir, Brattur og Jón Steinar.
Spil og leikir | Breytt 6.9.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2008 | 20:22
Ég spyr......
Hvers vegna er fíllinn stór, grár og krumpaður?
.
.
Svar;
Af því að ef hann væri lítill, glær og glansandi þá væri hann lýsispilla.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði