Ég blogga aldrei um fréttir......

 

...en þessi dama er bara svo stórkostleg.  Grin

.

Þegar ég verð stór, ætla ég að opna skemmtistað (elliheimili) fyrir fólk sem ætlar að lifa lífinu þangað til það deyr.  Þar verður spilað bridge, drukkið rauðvín, reyktir vindlar, dansað tvisvar í viku og sungið.  Og þá er eftir að telja upp snyrtistofur, hárgreiðslustofur, nuddstofur, sundlaugar og bara... jú neim it...... allt sem er gott.

Síðan ætla ég að blikka strákana og passa að vera komin með staf.... svo þeir nái mér örugglega á göngunum.  LoL   "Njóta efri áranna" eins og maður nýtur neðri áranna.

.

Umsóknir sendist nú þegar, því það komast færri að en vilja.

 

Og bæ ðe vei....... konan frá Ástralíu lítur út fyrir að vera 74 ára en ekki 94 ára. 


mbl.is 94 ára amma útskrifast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fékk skemmtilega athugasemd í dag.....að ég væri normal. Það sama er ekki hægt að segja um dýrin mín.

 

Einu sinni átti ég hryssu sem fór alltaf með mér út á snúru að hengja út þvottinn.

Getur einhver toppað það ?

.

.

Þetta er Depill. 

Reyndar hét Depill Doppa þar til ég kíkti á "bíbbið".

Hvað er hann að gera þarna ? 

 

Mynd(37)

Jú, Depill er að sjúga tíkina... þessa hérna...

.

A003

.

Við þurftum að klæða hana, til að venja Depil drykkfellda af brjósti.

.

 

Hér er svo kisi eftir drykkinn góða.

.

Aftur

.

Depill er núna tæplega tveggja ára og það kemur ennþá fyrir að hann stelst á spena.  Sumt er bara svo gott.  Wink


Forvitni læknirinn.

 

Það var ekki vandræðalaust að koma yngstu dóttur minni í heiminn.  Fimm dögum eftir fæðingu, fékk ég heiftarlegar blæðingar.  Þá er ekki verið að tala um rennandi blóð, því það fór allt í köggla og lifrar inni í mér og spýttist svo út á gólf þegar það kom út.  Mjög sjarmerandi. 

.

Læknar á sjúkrahúsi, úti á landi, settu dripp í æð hjá mér sem átti að stöðva blæðingarnar.  Áfram héldu þó blæðingarnar af fullum krafti.  Þeir skrúfuðu þá meira frá flöskunni, juku drippflæðið, en allt kom fyrir ekki.  Þannig gekk í tvo sólarhringa.  Ég var búin að skamma þá og segja að þetta virkaði ekki hætis hót og það eina sem þetta dripp gerði mér, var að ég varð alltaf veikari og veikari.

.

Skemmtileg saga ?  LoL

.

Tveimur sólarhringum eftir að blæðingar hófust, var ég loks send með sírenusyngjandi sjúkrabíl á gjörgæslu Landspítalans. 

.

35_laeknir

Á Landspítalanum tók á móti mér læknir sem ég þekkti frá fyrri sjúkrasögu - sem ykkur kemur ekki við.  Smile 

Ég man hvert einasta orð sem okkur fór á milli:

.

Læknir...... "Sæl......ég þarf að spyrja þig nokkurra spurninga.  Veistu hvaða dagur er" ?  (Hvað, eins og maður gangi með dagatal á sér þegar maður er á spítala GetLost)

.

Anna....Nei.

.

Læknir....."Veistu hvaða mánuður er" ?  ("Hvað er að manninum.....getur hann ekki gáð að því sjálfur" ?  Ennþá finnst mér eðlilegt að ég viti ekki svarið þar sem ég hef jú verið á spítala). 

.

Anna.... Nei.

.

Læknir..... "Veistu hvaða ár er" ?  (Nei hættu nú alveg Blush )

.

Anna.... Ehmmm..... nei.

.

Læknir..... "Veistu hvað þú heitir" ?  (Ég hugsa lengi, lengi). 

.

Anna....... Nei. (aulalegt Frown 

.

Læknir......"Veistu hvað ég heiti"?

.

Anna.........  Ég man ekki hvað þú heitir, en ég veit sko alveg hver þú ert !  Grin  (Hjúkket, ég held kúlinu.  Þar skall hurð nærri hælum.  Næstum búin að gera mig að fífli LoL ).

.

Það sem gerðist var að drippið áðurnefnda, ruglaði blóðsykri og söltum sem olli því að ég fékk mikinn bjúg alls staðar.  Líka við heilann.  Mér skilst að ég hafi litið hroðalega út.  Shocking

Þegar ég fékk rétta meðhöndlun runnu svo frá mér 15 lítrar á 15 tímum.  15 kíló.

Og ég er svo heppin að vera nokkuð heil í heilanum..... held ég.  Wink

 


Bloggfærslur 2. ágúst 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband