4.1.2010 | 12:08
Hverjar verða hugsanlega afleiðingarnar ef Icesave verður hafnað ?
Ég hef verið að vafra um netið og lesa skoðanir fólks um Icesave.
Þjóðin er klofin, það er ljóst.
Mér finnst athyglisvert ef rétt reynist að fulltrúar Indefence, þeir átta karlmenn sem hittu forsetann, eru fjórir flokksbundnir Framsóknarmenn og fjórir flokksbundnir Sjálfstæðismenn.
En kæmi svosem ekki á óvart. Það er bullandi valdabarátta í gangi.
.
Mbl.is/Ómar.
.
Eina athugasemd las ég, sem mér þótti verulega þess virði að ígrunda;
.
"Það liggur algjörlega ljóst fyrir og það er hreint ótrúlegt hvað fólk er heimskt að skilja það ekki að ef að samning um Icesave er hafnað jafngildir það greiðslufalli. Það þýðir junk bond status á alla fjármálagerninga með ábyrgð íslenska ríkisins. Það þýðir hrun Landsvirkjunar, Orkuveitunnar, lokun á gjaldeyrisviðskipti við útlönd og í kjölfar spark út úr EES sem þýðir að við getum ekki einu sinni selt fiskinn sem við veiðum á sómasamlegum verðum.
Það er hreint ótrúlegt að ábyrgðaleysi hjá Sigmundi Davíð og pakkinu í kringum hann að ætla að taka áhættu á að koma þessari atburðarrás af stað".
.
Erum við að sigla inn í allrosalega kreppu ?
Vonandi ekki.
.
![]() |
Ekkert við frestinum að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Indefense eru allt loddarar ...
Brynjar Jóhannsson, 4.1.2010 kl. 12:22
Ég held að báðir kostirnir verði slæmir, við getum ekki borgað þetta, og ég er hræddur um að verði þetta samþykkt
geti skúrkar um alla Evrópu látið almenning borga fyrir sig um alla framtíð, það vil ég ekki.
Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 4.1.2010 kl. 13:04
Þegar maður rennir yfir nöfnin þarna, fyrri afrek og stjórnmálalegt bakland, ætti þá ekki að klingja einhverjum aðvörunarbjöllum ?
hilmar jónsson, 4.1.2010 kl. 13:43
Þú fellur strax á því sem er regla en ekki undantekning stjórnarliða. Að vera staðin af lygum í eymdarmálflutningi. Hjá þér og fólki af þessari gerðinni er sannleikurinn sjaldnast ferðafélagi. Ólafur Elíasson hefur ítrekað sagst hvergi vera flokksbundinn og hafi ekki verið, og tengist ekki störfum neins stjórnmálaflokks. Miðað við það er augljóst að þú ert ómarktæk í ófrægingarherferðinni þinni.
Viltu gjöra svo vel að birta sannanlega heimildir um hver er flokksbundinn í hverjum flokki, sem og einhvern rökstuðning hvers vegna það ætti að breyta nokkru um niðurstöðu þess að 60 þúsund Íslendingar hafa skrifað undir áskorun þess eðlis að forsetinn hafni undirritun samningshroðans og vísi málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu? Þar á eftir að fjalla um og semja um hvað yrði kosið ef að hann verður feldur. Þangað til gildir sá fyrri. 70% kosningabærra Íslendinga krefjast að fá að kjósa um samninginn og þá Icesave samninga sem verða samþykktir af Alþingi. 29% telja sig ekki þurfa að hlíta skoðun meirihlutans og telja sig vera rétthærri og hinum mun fremri, og leika með vitlausu lið ásamt meirihluta stjórnarþingmanna. 4 þeirra hafa undirritað áskorun InDefence og leika með því íslenska.
Nú er mér til mikils efa að þessir 4 stjórnarþingmenn og hinir 60 þúsund atkvæðabæru Íslendingar eru Sjálfstæðis eða Framsóknarmenn, og ekki heldur Hreyfingarkjósendur. Tæpur helmingur kjósenda stjórnarflokkana hafa augljóslega snúið baki við þá og samningshroðann.Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:48
Það væri nú ekki leiðinleg ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ættu öll þessi atkvæði vá hvað ég vildi óska þess, þá gæti maður litið björtum augum á framtíðina með betri tíð og blóm í haga. Þetta vinstra lið getur bara alls ekki sagt satt.
því oftar sem ég horfi á potta og pönnu kynslóðina geri ég mér betur grein fyrir hvað var þarna í gangi. Auðvita var þetta ekki íslenska þjóðin sem hagaði sér svona ruddalega. Þetta voru að mestu óþroskaðir unglingar, sem sendir voru út af örkinni í boði VG OG SF þannig er það bara. Er eldri en tvævetur, finn skítalyktina af þessu allaballabralli langar leiðir.
Guðrún (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:58
Áður en þið bullið meira, vil ég benda á að ég sagði orðrétt; "Mér finnst athyglisvert ef rétt reynist" Og má mér ekki finnast það athyglisvert ef rétt reynist ?
Það eru stórar og ljótar ásakanir að segja fólk ljúga.
Ég hef engu logið sem þýðir þá að þið, Guðmundur og Guðrún, hafið logið því að ég hafi logið.
Anna Einarsdóttir, 4.1.2010 kl. 15:20
"Ef rétt reynist" segir þú. Það væri gaman að vita í hvaða heimildir er verið að vísa þarna. Samkvæmt orðanna hljóðan ( ef þau eru ekki bara sett inn til að skjóta sér á bak við) þá hefur einhver haldið þessu fram sem sannleika sem þú átt þá eftir að sannreyna. Tek það fram að ég hef ekki hugmynd um hvar þessir menn standa í pólitík og finnst það ekki skipta neinu máli. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 4.1.2010 kl. 18:56
Þar sem milli 60-70% þjóðarinnar vill ekki skrifa undir þá hlýtur þetta að vera nokkuð fleiri en kjósa S og F. Ég veit t.d. um nokkra.
Anna, sem ég þekki sem skynsama manneskju: trúir þú virkilega þessu sem skrifað er með bláu í grein þinni? Eigum við að lúta kúgunum annarra þjóða og láta ræna okkur af hræðslu við einangrun. Erum við algjörlega undir Bretum komin?
Heimurinn er stærri en Bretland og Holland. Þetta eru þjóðir sem pínt hafa aðrar þjóðir og barið á öðrum löndum frá því að sagan er skrifuð. Nú erum við efst á lista þeirra enda rík af náttúruauðæfum því eftir allt þá er það einmitt það sem þeir eru að sækjast eftir.
Ég segi Nei og er það algjörlega frjáls ákvörðun en það er ekki hægt að segja um það fólk sem nú situr á alþingi þar sem aðalmálið sé að standa með sínum flokk til að halda völdum eða reyna að ná völdum svona að nokkrum undanskildum.
Halla Rut , 4.1.2010 kl. 19:35
Noh var þetta svona hálflygi. Endilega fyndu orðunum stað og birtu heimildirnar. Þar sem þú ert tíður gestur á bloggsíðum til að fjalla um þetta mál er með eindæmum að þú hefur eða þykist ekki hafa séð að Ólafur Elíasson hefur alla tíð svarið af sér nokkur tengsl við stjórnmálaflokka, og segist ekki hafa minnstu hugmynd um stjórnmálaskoðanir hinna. Hann svara nánast á öllum bloggsíðum sem ráðist er á samtökin. Núna seinast raklausum lygum þingmannsleysunnar ólínu Þorvarðardóttur sem fullyrti samtökin standa fyrir haturspósti til hennar, og smámenninu Gunnari Axel Axelssyni sem bar ítrekað uppá þá allskonar sóðaskap, ma. að foreldrar hans hafi verið skráðir með undirritanir og að póstsendingar frá InDefence hafi ítrekað borist þeim. Sannleikurinn er sá að þau voru aldrei skráð inn með undirskriftir og aldrei hefðu getað borist á þau póstar þar sem engar upplýsingar um þau voru fyrir hendi. Gunnar hefur eðlilega ekki getað sýnt fram á neitt, og virðist ekki hafa lagt í að skrá þau eftir að málið kom upp. Tilgangur lyga og ófrægingarherferðar vinstra gengisins snýst um að reyna að skaða persónur en hefur ekkert með rökræður að gera. Sér í lagi ef þeir eru ópólitískir hugsjónamenn og föðurlandsvinir. Það hentar ekki málstaðnum. Lyginn er aðal. Ég bað þig að leggja fram einhverjar heimildir um flokksbindingu þessar 8 manna. Það er til lítils að reyna krafsa yfir skítinn með "ef rétt reynist?" Tilgangi efasemdarfræja sáningarinnar er náður. Þú leggur fram sannanir vænti ég. En hvers vegna mættu flokksbundir stjórnaranstæðingar ekki standa að undirskriftarlistanum?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 21:47
Þótt ég tjái mig um það sem ég hef heyrt, ber mér engin skylda til að geta heimilda og mun ekki gera það.
Og það að Guðmundur 2. nefnir aðeins nafn Ólafs Elíassonar sem óflokksbundins, segir mér að hinir sjö falla þá örugglega undir þá flokka sem ég áður nefndi. Eða getur þú sannað annað, Guðmundur 2. ?
Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 00:38
Þetta heitir öfug sönnunarbyrði og tíðkast ekki í vestrænum réttarríkjum. Gæti ekki verið meira sama um hvaða flokk þessir 8 menn kjósa eða tilheyra. Hef ekki minnstu hugmynd hverjir þessir menn eru og allir mættu vera saman i hvaða flokki sem er. Td. með Ögmundi, Lilju og Ásmundi í Vinstri grænum, enda hafa undirritað áskorunina til forsetans. Þeir og þau hafa staðið sig frábærlega. Bíst við að þeir sem eru að troða pólitík inn í málið eru aðeins þeir sem eru sannfærðir um að muni verða hafnað af miklum meirihluta þjóðarinnar. 29% og þessi tæpu 1000 sem hafa skrifað undir hvatningu til forsetans að undirrita ólögin. Og það á einhverjum mánuðum.
Ekki svaraðirðu hvaða máli skipta 8 kallar með möppur og vefsíðu og hvað þeir kjósa á 4 ára fresti eða eru hugsanlega flokksbundnir? Hefur það komið að notum eða sök fyrir 60 þúsund manns sem hafa skrifað undir áskorunina til forsetans að hafna lagahroðanum? Hvað með 70% kosningabærra landsmanna sem hafa lýst samhljóða skoðun sinni a að vilja kjósa um samningshroðann? Hefur pólitísk sýn 8 karla eitthvað með þá niðurstöðu að gera? Er það þeim að kenna að þinn málstaður er í rúst og allir sem honum vilja troða á land og þjóð með fordæmalausu ofbeldi og ómerkilegheitum?
Eftir það sem hefur gengið á á stjórnin að láta sig hverfa fyrir fullt og fast, og best væri að allt hitt pólitíska draslið fari sömu leið. Vaðhundar stjórnarinnar 29% mega fara með þeim líka sennilega flestum að meinalausu. Kominn tími á að ópólitískt fagfólk taki við og ráði ferð. Ég átti ekki von á að þú frekar en aðrir í vinstri skrímsladeildinni kærðuð ykkur um að láta sannleikann eyðileggja fyrir ykkur annars fyrirtaks samsæriskenningar, hálflygi eða hreinar lygar, sem hefur verið aðal Icesave hagsmunagæslufólks Breta og Hollendinga. Þú bregst ekki þeirri trú minni. Gangi þér betur næst í hálfsannleikanum, dylgjunum og því sem þér þykir þú þurfa til að reyna að skaða góðan málstað 70% þjóðarinnar sem þú augljóslega lítur á þig sem mun fremri hvað andlegt atgervi varðar. Rúmlega tvöfalt merkilegri. Ekki ónýtt. Er það það sem er kallað hroki?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 01:37
Anna! Ég styð málflutning þinn 100%. Ég er þess fullviss að forsetinn mun samþykkja þessi lög.
Það er með ólíkindum hvað Íslendingar eru vænisjúkir í öfuga átt. Kannski er það heimska, ég tel þó það sé frekar andvaraleysi og þá staðreynd hve létt er að mata fólk á upplýsingum sem það kokgleypir við.
Sjáið þennan InDefense hóp! Engin kona! Halda Íslendingar að nágrannaþjóðir okkar sé svo uppsigað við okkur að þau samþykki ólög á okkur til að koma okkur fyrir kattarnef?
Íslendingar haga sér eins og unglingurinn sem neitar að hreinsa eftir skólapartýið. Finnst það ekki nema sjálfsagt að það sé í hödnum annarra, enda voru það bara gestirnir sem gengu svona illa um en ekki hann.
Ég er döpur og er að reyna að halda mig við það eitt að halda með Liverpool!
Er alvarlega að hugsa um að skrá mig í Besta flokkinn.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.1.2010 kl. 08:17
Ég hitti greinilega einhverja nagla á höfuðið.
http://www.dv.is/frettir/2010/1/5/bankaradsmadur-framsoknar-i-fararbroddi-indefence-hopsins/
Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.