Fræg

Nei góðan daginn. Grin  Auðvitað brosi ég út að vegg því það komu 100 manns á síðuna mína í gær.  Hugsið ykkur !  Og hvað þýðir þetta ?  Jú, hver meðalJón og meðalGunnhildur á Íslandi á svona 15 vini held ég, þótt ég eigi bara 4 og þá tel ég systur mína með.   Þið munið nú eftir jólakortasparnaðinum, right ?  Ef ekki, þá þarf að lesa bloggin mín aftur.

Nú reiknum við með að svona 83% af þessum 100,  (ef verkefnaskortur er að hrjá ykkur megið þið leysa þetta reikningsdæmi og finna út hvað það myndu vera margir)  muni eftir að segja vinum sínum frá síðunni minni en 17% eru greinilega eeekki að standa sig og ég ætla ekki að sóa tíma í að afsaka þá.   Nú,,  með víðtækum margfeldisáhrifum reiknast mér þá til að ég verð orðin HEIMSFRÆG í maí. Wink    Er ekki vorið yndislegur tími ? 

Vil svo bara benda þeim á, sem eru að safna eiginhandaráritunum, að það getur verið of seint að biðja um áritun EFTIR að ég verð fræg.  Ég hef nefnilega ekki hugmynd um hvort frægðin kemur til með að stíga mér til höfuðs eða ekki.  Hvernig ætti ég að vita það þegar þetta er mitt fyrsta skipti ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Takk fyrir heimsóknina Anna,

Það er bjartara yfir síðunni þinni en í gær:)

Það er léttara að verða frægur svona en að koma nakinn fram!!

Þorsteinn Sverrisson, 18.3.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahahaha........ það er nú alltaf matsatriði.  Það er í það minnsta fljótfengnari frægð að hátta sig og smella sér í fjölmiðlana.   Veit hins vegar ekki hvort ég vil vera fræg að endemum !

Anna Einarsdóttir, 18.3.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343172

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband