24.6.2007 | 22:31
Sex spor.
Ég vann ferðina til Vestmannaeyja og hún varð vendipunktur í mínu lífi. Í sakleysi mínu var ég að dansa þegar kona dettur beint fyrir aftan mig og kippti undan mér fótunum þannig að ég flaug á hnakkann og úps !!! GAT á hausinn minn.
Þá komu þrjár löggur og handtóku mig. Það var frekar gaman. Löggan keyrði mig á spítalann. Síðan var stefnumót við lækninn sem því miður var kvenkyns. Já, maður fær ekki öllu ráðið. Ekki á óskalistanum. Jæja, daman setti sex spor í hausinn á mér og núna er ég sem ný.
Í gær tróð ég svo upp með Árna Johnsen. Hann kom og spilaði fyrir okkur kjellurnar. Ég hafði fjárfest í gítar einum, fyrr um daginn. Svona pínulitlum gítar en samt nógu stórum til að taka lagið með stráknum. Núna erum við búin að stofna dúett - eða hljómsveit. Allir sem eru fúlir út í strák fyrir þjófnað, hætti því strax. Kallinn er húmoristi og þá má hann eiginlega allt. Það er bara þannig. Skemmtilegur kall.
Eigum við að kjósa aftur ?
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 27.6.2007 kl. 00:13 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Villa af Ugglas vinkona mín frá menntaskólaárunum samdi eftirfarandi drápu til Árna - Villa fílar Árna í tættlur:
ÁRNA ÞÁTTUR JOHNSEN
Prakkarastrik eru peyja siður,
prísuð er fangans dýna.
Ekkert þykir Árna miður,
engin strik á hrína.
Elsku besti Árni minn
arnarklóin mín besta
prakkarastrika strákurinn
staðfasti Brekkusöngvarinn.
Viðlag:
Undan ferðamannsins fæti valt steinn úr stað,
steinninn hélt áfram að velta,
veistu það,
trallla lalla lalla lalla,
trallla lalla lalla lalla,
tralla lalla lalla lalla lalla laaaa.
Ásgeir Rúnar Helgason, 24.6.2007 kl. 22:42
Gekkstu nokkuð of hratt um gleðinar dyr?
Eva Þorsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 22:51
Það er víst hægt að fá göngugrind fyrir valtar konur gæskan, já eða bara kaupa sér galla fyrir Ameríska fótboltann.
Værir flott í slíkri múnderingu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.6.2007 kl. 23:45
Snilld að kenna Borgarnesbreddunni um byltuna! hehe ... nei, annars ... toss á tollinn og vona að hristingurinn geri þig ekki hrærða, darling.
Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 08:49
Færðu núna frítt parket á íbúðina? Vona að hausinn hafi ekki lagast mikið, vil ekki missa bullið úr Önnuheila.
Gíslína Erlendsdóttir, 25.6.2007 kl. 09:37
úpps...ekki gott mál það að fá gat á hausinn. Vonandi lak ekkert út
Ragnheiður , 25.6.2007 kl. 12:16
Rosalega ertu steikt Anna, alveg dásamlega steikt í hausnum með eða án sauma sko. Er þetta óskahelgin sem þig dreymir um? Þessi er öflugri en hjá meðalalkóhólista. Brilljant hjá þér eins og venjulega. Takk og smjúts.
P.s. við kjósum aftur. Að ári
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 13:06
Nei nú verð ég að bera hönd fyrir höfuð mér... áts. Ég er ekkert steikt, kannski soðin en ekki steikt. Hver sagði að ég hefði dottið af því að ég væri svo drukkin?
Og svo er ég líka á góðri leið núna, búin að taka helminginn af 12 sporunum.
En já já já..... þetta var draumahelgi. Fór í yndislega bátsferð með 44 öðrum konum kringum Eyjarnar, hlógum saman út í eitt alla helgina.
Anna Einarsdóttir, 25.6.2007 kl. 13:23
Í Vestmannaeyjum er viti sem heitir Hálfviti, skemmtilegt nafn.
Mér finnst alveg glæsilegt að "vera öflugri en meðalalkahólisti" eftir grein sem innihélt ekki einn einasta bjór.
SKÁL !
Anna Einarsdóttir, 25.6.2007 kl. 15:36
En fyrir hvað varstu handtekin? Er bannað að detta í Borgarnesi?
Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2007 kl. 15:53
Pant fara út á lífið með þér næst..
Björg F (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 15:57
Þetta hafa verið sex-ý spor hjá þér hmmm
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2007 kl. 16:04
Þegar þrjár löggur koma og leiða mann út í lögreglubíl..... er maður þá ekki handtekinn ? Þeir slepptu mér að vísu mjög fljótt aftur, miklu fljótar en þeir sjálfir vildu. Ég sagði þeim átta brandara og eina vísu á leiðinni.
Ég pant fara með þér næst Björg..
Ehhhm Gunnar. Það hvarflaði svosem að mér á ákveðnum tímapunkti að hrósa happi yfir því að hafa fengið sex....... en þetta var bara svo skrambi vont.
Anna Einarsdóttir, 25.6.2007 kl. 16:33
Verð að játa að mér finnst þetta "öflugri en meðalalkahólista" komment frekar leim. Knús á Önnuna mína.
Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 16:33
Úfffff mín kæra. En þú er snillingur að gera gott úr hlutunum og snúa þeim upp í hrein og klár ævintýri. Snilligáfa sem ekki er öllum gefin :)
hólmfríður sveinsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 17:14
Æi Fríða mín, þú ert nú yndislegust. Nú verð ég sennilega montin.
Anna Einarsdóttir, 25.6.2007 kl. 17:31
.... hvað heitir svo dúetinn, "Áddni "Steinar" & handtekna heimasætan" hmm...
tókuð þið ekki ... Þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta hrösun. ...
Brattur, 25.6.2007 kl. 21:28
Dúettinn heitir "Grjóthaltu kjafti".
Við tókum auðvitað fullt af lögum.... "Hann heitir Árni og hún söng dojojojojong" og svo frumfluttum við "Í kartöflugarðinum heima". Það verður án efa mjög vinsælt.
Anna Einarsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.