Morgunstund gefur gull í mund.

 

 

Með það í huga ríf ég mig upp fyrir allar aldir.

Allar aldir !  Gasp  Hvenær koma þær ?  Hef ég kannski vaknað alltof snemma, ehmmm ?

 

Gull

 

( Skrambans slóð !  Nú sjá allir að ég stal myndinni af netinu en tók hana ekki sjálf. Blush )

 

Aftur að efninu....... nú kem ég með smá orðskýringu í boði hússins

Mund þýðir hönd

Morgunstund með gull í mund þýðir því væntanlega gullmoli í lófa mínum innan skamms.

 

Þetta er stórsniðugt.  Grin

Ef mér þætti ekki gaman í vinnunni, myndi ég hætta að vinna og vakna bara snemma einstaka sinnum,  þegar ég þyrfti smá gullmola.

Allavega er ég vöknuð núna, löngu fyrir aldirnar, þrátt fyrir að vera í sumarfríi svo nú er bara að bíða og sjá.

Skyldi pósturinn henda inn molanum ?

Þessi dagur er gríðarlega spennandi.  Grin

Samt held ég að mig vanti ekkert gull eins og er.  Það verður því annað spennandi dæmi hver fær gullmolann sem kemur kannski í póstinum á eftir.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú fer ég að skæla.    Þetta var OF sætt.  

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hei !  Þetta var djúpt.

Í póstinum kom bara eitt bréf.  Greiðsluseðill fyrir sumarbúðir sem litla snúllan mín er að fara í hjá KFUM og KFUK. 

Túlkun:  "það er gulls ígildi að innræta börnum sínum trú á Guð".

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:04

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Þetta var djúpt.... en flott

Arnfinnur Bragason, 17.7.2007 kl. 14:11

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

ÉG FÉKK GULLMOLA

Ekki bara einn, heldur tvo.  Stúlka sem leigir hjá mér kom áðan heim og rétti mér óvænta gjöf - af engu tilefni.   Gjöfin innihélt  "skilaboð frá Hulduheimum" spil og Verndargrip sem heitir "vinátta".

Er ekki lífið dásamlega óútreiknanlegt !

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 14:32

5 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ja hérna Anna það rignir yfir þig gullmolunum. Annars er lífið fullt af gullmolum það er bara að kunna að taka eftir þeim og kunna að njót þeirra..... hmmmm nú er ég farinn að færast upp á eitthvað annað sig sem ég hef ekki áður skynjað hjá mér...best að hafa hemil á sér

Arnfinnur Bragason, 17.7.2007 kl. 14:49

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skilaboð dagsins frá Hulduheimum eru:

"Ævintýri gerast þegar maður leyfir sér að lifa án þess að ákveða allt fyrirfram.  Ævintýri er það sem gerist óvænt og kemur oft án fyrirvara.  Ekki hafa of mikið skipulag í lífinu, hafðu pláss fyrir ævintýrin".

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 343358

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband