Flúðasigling.

 

.

.

Þegar Anna fór í siglingu, var sól um alla jörð

og hún þurrbúningi skrýddist, ekkert smá fín

henni fannst nú ekki meira en að éta lambaspörð

að skella sér í Jökulána,,  vera hörð.  Cool

.

Já hún þóttist vera hörkutól og höfuðið bar hátt

þó að litla hjartað aukaslögum dældi 

og í huganum í djúpið fór og missti allan mátt

en svo hert´ún sig og sagði  "hei, þú átt" !  Wink

.

Þegar siglingin var hafin, Anna fölnaði og meig                    

en þó lengi reyndi bros á sig að pína  Smile

Oní bátinn alltaf neðar þó í skelfingu hún seig

langir fætur hennar voru eins og deig.  Undecided

.

Niður flúðir æddi bátur meðan Anna hveljur saup 

og hún sór þess eið að hætt´að vera vitlaus

fyrir heimskuna hún er að borga alltof mikið kaup

það er dýrt að sýna hetjuskap og raup.  Crying

.

En er Anna náði landi aftur bros á andlit brýst  Grin

og hún Björgu þakkar skemmtilega reisu

Þessu ferðalagi verður ei með nokkrum orðum lýst

en að hetja sé,,  nei aldrei,,  það er víst.  Whistling

.

Pampers-site

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hvað ertu að þjófstarta í bullukeppninni ? ....

Brynjar Jóhannsson, 30.7.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Hugarfluga

Ahhahahaha!!! Þú ert snillingur, stelpa! Asskoti væri gaman að komast á skrall með þér!

Hugarfluga, 30.7.2007 kl. 18:56

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er nú ekkert bull Brynjar, þetta eru mínar innstu tilfinningar. 

Takk Fluga..... kannski, einhvern daginn, skröllum við ?

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Blogg-mót og svaka stuð

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.7.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Brattur

... gaman að fá svona fyrirfram ferðalýsingu... ennþá skemmtilegar verður að fá eftirá ferðalýsinguna... megum við ekki reikna með því

Brattur, 30.7.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég vona það Brattur.  

Eins og Hrossið í haganum sagði svo skemmtilega....."dropa fyrir dropa". 

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 21:45

7 Smámynd: Brattur

... hvenær er svo túrinn... ég á auka sundgleraugu sem ég get lánað þér... og fullan kassa af góðum óskum...

Brattur, 30.7.2007 kl. 21:49

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eftir tvær vikur.

Nei nei, ég set ekki upp sundgleraugu maður, frekar en önnur gleraugu...   ..... en kassann máttu fara með í póst.  Léstu Gerði G. Bjarklind hafa óskir líka ?  

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 21:58

9 Smámynd: Brattur

... já óskalagði hjá Gerði var "Göngum yfir brúna"... textinn eitthvað svo uppörfandi...

Brattur, 30.7.2007 kl. 22:08

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Alltaf sama fjörið hjá ykkur Bratti, Anna mín. Svo ættum við bara að fara efna til blogg skralls - ég er allavega til!

Edda Agnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:04

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú Edda.    Það er skákmót í september sem þú ert þátttakandi í. 

Kristjana, humm,  þessi eru fyrir stjörnufræðinga. 

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:17

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Mér þykir líka ósköp vænt um þig Dúa mín. 

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:32

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahahahaha

Þú kemur með í siglingu, þaggi ?

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:42

14 Smámynd: Ragnheiður

hehe alltaf stuð hérna, 2 vikur segirðu ? Þá er eins gott að vera tilbúin með kertin,sálmabókina og alla snýtuklútana. Mar verður náttlega stressaður þegar bloggvinir þeytast niður ár og flúðir íklæddir bleyjum, já eða spéhræddur eins og Dúa greinilega er...

Ragnheiður , 31.7.2007 kl. 01:23

15 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Við hvaða lag getum við sungið þetta mjög svo fína ljóð hjá þér. Vonandi er þetta ekki sálmur.

Gíslína Erlendsdóttir, 31.7.2007 kl. 10:38

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar Stebbi fór á sjóinn þá var sól um alla jörð.....

Játs !!  Vonandi er þetta ekki sálmur. 

Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 10:52

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk kærlega Helena. 

Nei, ég er sko hreinræktaður Snæfellingur í allar áttir.  Aðeins önnur amma mín var ættuð annars staðar frá,,  úr Reykjavík.  Annars vissi stelpan ekki að hún kynni þetta fyrr en nýlega.   Og kannski kunni hún þetta alls ekki áður ?  Nú æfi ég mig endrum og sinnum og nýti þetta sem aukabúgrein þegar ég er komin á eftirlaun.   

Ég veit um eina konu hér í Borgarnesi sem semur fyrir veislur.... hún er flink !

Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 12:09

18 identicon

Ég sé að Austari Jökulsá er þegar farin að auka sköpunarmátt þinn og kraft.. ég sagði það. Og þetta er bara byrjunin

Ég er djúpt snortin að hafa verið nefnd í kvæði eftir ekki  minni kvæðaskáld en sjálfa Önnu frá Borgarnesi

Þakka þakka þakka

Björg F (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 12:10

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég á þá inni hjá þér Björg.

Það verður tekið út í ferðinni.... er ekki búin að ákveða hvort við leiðumst í bátnum....... eða hvort þú eigir að hugga mig þegar ég fer að grenja.

Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 12:47

20 identicon

Við munum allavega ekki leiðast mikið í bátnum, því þú munt hafa nóg annað að gera

Björg F (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband