23.8.2007 | 23:39
Dratthalar og drullusokkar.
Þeir settu eitthvað í drykkinn minn, held ég.
Ég var stödd á skemmtistað í Reykjavík og var að dansa. Hafði drukkið 3 bjóra allt kvöldið. Lagði bjórinn minn á borð hjá útlendingum, eins og kjáni. Við sveitastúlkurnar erum saklausar fram eftir öllu. En ég er það ekki lengur.
Eftir dansinn tók ég glasið og fékk mér sopa. Og líklega annan. Eins og hendi væri veifað, varð mér illt og allt fór að verða eins og í móðu. Ég,, snögg eins og engispretta, hljóp út og stakk fingri ofan í kok og ældi eins og ég gat ofan í næsta niðurfall. Man að sú hugsun hvarflaði að mér, að ég væri ekki vænlegt fórnarlamb nauðgara, meðan ég væri ælandi. Um leið og ég hætti að kasta upp, flýtti ég mér á Bæjarins bestu og fékk mér að borða.... og hringdi í systur mína og bað hana að sækja mig. Hún sagði að ég hefði virkað "blindfull".
Auðvitað hef ég enga sönnun fyrir einu né neinu. Veit bara að 3 bjórar hafa, hvorki fyrr né síðar, valdið mér svona lasleika. Þessvegna datt mér í hug að einhverju drasli hefði verið laumað í glasið mitt, meðan ég var að dansa ? Og að það, hversu hratt mér tókst að losa mig við sumt af því í ræsið... hafi bjargað mér. Veit ekki ?
Lestu Heiðu vinkonu af blogginu, ef þig langar að fræðast um ólyfjan í glösum kvenna.
http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/147986/
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 23:49
Vá! hvað ætli séu mörg dæmi um þetta? Væri ekki vitlaust að auglýsa einmitt eftir konum/mönnum sem sluppu svona fyrir horn.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 23:55
... ég er alltaf svo einfaldur þegar kemur að svona hlutum, ég trúi einhvernveginn aldrei að menn gerir svona, en mikið andskoti leggjast menn lágt...og mikið svakalega getur maður orðið reiður að heyra og sjá hvað menn eru miklir aumingjar...
Brattur, 24.8.2007 kl. 00:09
Róaðu þig Brattur minn. Þeir áttu við ofurefli að etja, aumingjarnir sem ætluðu að bögga mig. Var næstum því búin að æla, áður en ég drakk !
Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 00:20
Þetta eru aumingjar sem þetta gera og sennilega best að vera ekkert að lýsa því neitt í smáatriðum hvað manni finnst þeir ættu skilið. Mikið dj..... getur maður orðið vondur að heyra af svona löguðu.
Halldór Egill Guðnason, 24.8.2007 kl. 00:25
Er ég að gera alla brjálaða á blogginu ? Kannski ég ráði ykkur bara sem lífverði næst þegar ég fer að skemmta mér ?
Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 00:30
... Já, ég held við Halldór gætum alveg tekið það að okkur... og Guð hjálpi þeim sem ætla að abbast upp á þig Anna...
Brattur, 24.8.2007 kl. 00:36
Hjartaræturnar mínar hitna.
Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.