Dratthalar og drullusokkar.

 

Þeir settu eitthvað í drykkinn minn, held ég.  Angry

Ég var stödd á skemmtistað í Reykjavík og var að dansa.  Hafði drukkið 3 bjóra allt kvöldið. Lagði bjórinn minn á borð hjá útlendingum, eins og kjáni.  Við sveitastúlkurnar erum saklausar fram eftir öllu.  En ég er það ekki lengur.

 

Eftir dansinn tók ég glasið og fékk mér sopa.  Og líklega annan.  Eins og hendi væri veifað,  varð mér illt og allt fór að verða eins og í móðu.  Ég,, snögg eins og engispretta, hljóp út og stakk fingri ofan í kok og ældi eins og ég gat ofan í næsta niðurfall.  Sick   Man að sú hugsun hvarflaði að mér,  að ég væri ekki vænlegt fórnarlamb nauðgara, meðan ég væri ælandi.  Sick   Um leið og ég hætti að kasta upp, flýtti ég mér á Bæjarins bestu og fékk mér að borða.... og hringdi í systur mína og bað hana að sækja mig.  Hún sagði að ég hefði virkað "blindfull".  

 

Auðvitað hef ég enga sönnun fyrir einu né neinu.  Veit bara að 3 bjórar hafa, hvorki fyrr né síðar, valdið mér svona lasleika.  Þessvegna datt mér í hug að einhverju drasli hefði verið laumað í glasið mitt, meðan ég var að dansa ?  Og að það, hversu hratt mér tókst að losa mig við sumt af því í ræsið... hafi bjargað mér.  Veit ekki ? 

 

Lestu Heiðu vinkonu af blogginu, ef þig langar að fræðast um ólyfjan í glösum kvenna. 

http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/147986/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá! hvað ætli séu mörg dæmi um þetta? Væri ekki vitlaust að auglýsa einmitt eftir konum/mönnum sem sluppu svona fyrir horn.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Brattur

... ég er alltaf svo einfaldur þegar kemur að svona hlutum, ég trúi einhvernveginn aldrei að menn gerir svona, en mikið andskoti leggjast menn lágt...og mikið svakalega getur maður orðið reiður að heyra og sjá hvað menn eru miklir aumingjar...

Brattur, 24.8.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Róaðu þig Brattur minn.    Þeir áttu við ofurefli að etja, aumingjarnir sem ætluðu að bögga mig.  Var næstum því búin að æla, áður en ég drakk !

Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 00:20

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta eru aumingjar sem þetta gera og sennilega best að vera ekkert að lýsa því neitt í smáatriðum hvað manni finnst þeir ættu skilið. Mikið dj..... getur maður orðið vondur að heyra af svona löguðu.

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2007 kl. 00:25

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er ég að gera alla brjálaða á blogginu ?    Kannski ég ráði ykkur bara sem lífverði næst þegar ég fer að skemmta mér ?

Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 00:30

7 Smámynd: Brattur

... Já, ég held við Halldór gætum alveg tekið það að okkur... og Guð hjálpi þeim sem ætla að abbast upp á þig Anna...

Brattur, 24.8.2007 kl. 00:36

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hjartaræturnar mínar hitna. 

Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 342803

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband