26.8.2007 | 20:49
Tuð til heiðurs Halldóri.
Iss piss !
.
Ég fór til Reykjavíkur með dóttur minni, gagngert til að nýta boðsmiða í Húsdýragarðinn.
Fór fyrst í heimsókn, alveg slök. Kom í Húsdýragarðinn klukkan 17.05. og hvað haldiði ?
Húsdýragarðurinn lokaði klukkan 17.00 því það er komin vetraropnunartími. Eða ætti maður heldur að segja vetrarlokunartími ? Og það er ÁGÚST !!
Þetta er nú ekki einu sinni fyndið.
Bara svínslegt, asnalegt og hundleiðinlegt.
---------------------------------------
Á leiðinni heim, vakti dálítið athygli mína. Ekki það að hún hafi verið sofandi... menn taka bara svona til orða.
Ekki í einum einasta bíl, sá ég konu við stýrið og mann í farþegasætinu.
Alltaf karlinn að keyra og konan farþegi.
Hvað er málið ?
Vegur það að karlmennskunni að láta konuna keyra ?
----------------------------------------------
Að öðru leyti er ég í frábæru skapi.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég skal nú bara segja það að ég myndi vilja að karlinn keyrði... í fyrsta lagi þá fengi ég að njóta þess að tala meira..! í öðru lagi þá finnst mér svo sexí að sjá karlmann vinna.. (það er vinna að keyra) ... ég fengi að sitja í mínum mestu rólegheitum og skoða munúðarfulla munnsvipinn og hrukkurnar á enninu, ávala nefið og sterka kjálkan (það mætti halda að mín hefði lesið of mikið af ástarsögum) svo væri bara stressandi að keyra með sexí karlmanninn sér við hlið..(ég geri auðvitað ráð fyrir því að minn karlmaður verður hrykalega sexí) ég myndi setja í bakkgír í staðin fyrir fyrsta..
vetraropnunartíminn í ágúst er til þess kominn að skólarnir byrja ALLTOF SNEMMA.. og ÞAÐ VANTAR SUMARAFLEYSINGARFÓLK ALLSTAÐAR... út af því. Afskakið upphrópanirnar en ég er bara svo pirruð á þessum breytingum á skólatímanum. Það er að fara með þetta þjóðfélag.. Það liggur við að það þurfi að loka bara orðið hjúkrunarheimilum og búðum vegna skorts á starfsfólki. .. bbbrrr...
Björg F (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 21:14
Guð minn almáttugur Björg. Ég hlýt að vera karlinn í sambandinu, því karlinn minn heimtar alltaf að ég keyri. Kannski er hann að skoða vangan minn í leiðinni og uppbretta nefið. Ég ætla að spurj'n þegar hann kemur heim af leiknum Fram- HK.
Mér finnst karlinn minn sexí þegar hann er með hamar eða sög, (gerist varla)
Anna, við skulum bara tala við Villa, þetta er bara dónaskapur, það er ennþá sumar skv. tímatali.
Viltu Anna fara á fyrra bloggið þitt og svara mér, ég kom með smá uppástungu varðandi reglur og svo er einn GVV að biðja um að fá að spila með okkur. VIð látum nú engan spila með okkur er það?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.8.2007 kl. 21:25
Anna mín, þú hefðir bara getað komið og skoðað mig í staðin. Ég læt vin minn hann Max alltaf vera við stýrið. Hann drekkur nefnilega ekki.
kloi, 26.8.2007 kl. 22:07
Yfirleitt er það ég sem keyri hér. Sú eina sem rata allt, nánast (leyndarmálið er kortabók í bílnum). Kveðja bílstjórinn.
Bjarndís Helena Mitchell, 26.8.2007 kl. 22:18
Ég þarf nú ekki mikið að fara í Húsdýragarðinn.... helmingurinn af bloggvinum mínum eru DÝR.
Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 22:21
Kæra Anna.: Það hefur aldrei neitt verið gert mér til heiðurs fyrr, svona á opinberum vettvangi að minnsta kosti. Eg sit hér hrærður og glaður eins og nýkrínd fegurðardrottning, þú veist..."mig langar að þakka"....bla bla bla. og allt það. ( Nema náttúrulega að þetta tuð þitt hafi verið til Heiðurs Halldóri Laxnes eða einhverjum öðrum Dóra) Þetta með húsdýragarðinn er bara skandall, ekkert minna Þakka þér fyrir að tuða um það.Þetta með bílstjórana, ja hvað getur maður sagt? Þetta er svona svipað og með útigrillið, þ.e.a.s. eitthvað sem "er bara svona". Tókstu ekki annars líka eftir því að í flestum bílum er bara ein manneskja og í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn. Það er eins og konur hafi ekki þessa þörf fyrir að vera alltaf á ferðinni. Við megum helst aldrei stoppa. Erum eins og hundarnir. Þurfum alltaf að láta líta út fyrir að hafa helling að gera, en oft er það bara hringhlaup um skottið...?
Halldór Egill Guðnason, 27.8.2007 kl. 09:51
Kæri Halldór.: Þetta var þér til heiðurs. Þú ert jú yfirtuðari bloggsíðna. Það fylgir þó engin kóróna... né böggull skammrifi.
Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.