27.8.2007 | 17:26
Var svo ljót að ég ældi.
.
.
Þegar ég lít í spegil, blasir við mér mynd sem ég er alveg hæstánægð með. Svo ánægð stundum, að það jaðrar við argasta grobb.
.
Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á mínum yngri árum, fann ég spegilmynd minni allt til foráttu. Lengi vel var ég til dæmis með fílapensil á nefinu. Við erum að tala um að hann kom sér þarna fyrir öll mín unglingsár. Þegar fílapensillinn svo loksins, loksins gafst upp í baráttunni við mig, spýttist hann af miklu afli á spegilinn og myndaði þar væna slummu. Það var gýgur í nefinu á mér, lengi á eftir.
.
Þegar við vorum krakkar, krakkarnir... kannski svona 6-7 ára ... .... fórum við stundum í leik uppi á lofti, hjá ömmu og afa. Þá slökktum við öll ljós og svo var einn draugur.... með vasaljós undir hökunni. Þegar kom að því að ég átti að vera draugurinn, setti ég ljósið undir hökuna, fór að speglinum og gretti mig ógurlega. ARRRRG Mér brá svo við það sem í speglinum var, að ég hljóp hríðskjálfandi niður. Þorði ekki meir.
.
Annað ógleymanlegt móment á ég tengt spegli. Þá hafði ég verið mikið veik, bæði með mislinga og rauða hunda á sama tíma. Jamms,, er soddan snillingur stundum. Allavega, ég hafði legið fárveik í rúminu í rúma viku en var svo aðeins að verða brattari. Staulaðist fram á baðherbergi til að pissa. Mér verður litið í spegilinn þegar ég geng framhjá....... og ég var svo ljót að ég ældi.
.
En með auknum þroska og versnandi sjón..... verður spegilmyndin fegurri með hverju árinu.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Alveg er ég sammála... einhver óútskrýranleg sjálfsánægja í gangi sem ekki var til staðar hér áður (þó ég hafi svosem aldrei ælt af ófríðleik)
Aðalheiður Ámundadóttir, 27.8.2007 kl. 17:31
Eitthvað kannast ég við svona speglasamband. Ekki tel ég mig vera neitt myndarlega, en ég er samt ólíkt ánægðari með spegilmyndina núna, en þegar ég var unglingur. Samt var ég fríðari þá, hmmm.... eitthvað öfugsnúið við þetta, en ég sætti mig við sjálfa mig fyrir löngu. Ég er það sem ég er og hvorki meira né minna en akkúrat það!!
Bjarndís Helena Mitchell, 27.8.2007 kl. 17:50
SKO....þetta fer allt eftir því í hvernig spegla maður lítur, því minni því betra. Nei..nei bara djók. Þú hefur ekkert breyst Anna mín síðan þú varst lítil nema kannski aðeins stærri...og með svart hár.
Gíslína Erlendsdóttir, 27.8.2007 kl. 18:20
Spurning mín er samt þessi.. af hverju finnst manni maður vera svo miklu sætari í spegli en á ljósmynd? Svar.. í speglinum sérðu spegilmynd þína.. þú ert vön henni.. á ljósmynd sérðu þig nákvæmlega eins og þú ert.. og þú ert ekki vön að sjá þá mynd.. þetta er svona eins og að hlusta á röddina sína á hljóðsnældu.. úff.. ég drýp svoleiðis af visku í dag.. hvað er eiginlega í gangi.. ??
Björg F (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:41
Ég ef ekki ælt vegna spegilmyndar minnar, en orðið þokkalega óglatt.
Einu sinni var sagt við mig, (var að skríða út úr tjaldi): Ingibjörg, þú ættir að gefa þig fram, þú lítur út eins og sprunginn MaryGoldhanski. Veit ekki hvað þetta þýddi og spurði. Jú, sjáðu til, meira segja hestarnir eru skíthræddir við þig.
Síðan þá geng ég með maska.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.8.2007 kl. 19:07
Anna þú ert flott og hefur örugglega alltaf verið það.
Mér hefur aldrei fundist ég ljót í spegli, en oft á mynd - líklega vaninn sko eins og manneskjan sagði.
Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 21:09
Veit ekki hvað þú ert að tala um??
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.8.2007 kl. 21:15
Ég er að segja´ða ! Kastaði upp við það að sjá mig. Mér finnst það fyndið... en get lofað ykkur því að mér þætti ekki sniðugt ef einhver ANNAR kastaði upp við að sjá mig.
Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 21:15
... mikill kostur þegar sjónin daprast með aldrinum... ekki spurning...
Brattur, 27.8.2007 kl. 21:20
Þú ert sæt Anna. Mér hefur stundum verið strítt og uppnefndur. Einn sagði, þú ert hrikalega asnalegur, alveg eins og svín. Mér finnst ég sætur, sjáið bara myndina af mér
kloi, 27.8.2007 kl. 21:26
Þú rekur alltaf augun í aðalatriðin í textanum mínum Brattur minn....... "fegurri eftir því sem sjónin versnar".
Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 21:35
Já maður er orðin svo flinkur að setja upp svipinn sem fer manni best þegar maður lítur í sepgil eðga gengur fram hjá glugga að það er alltaf sjpokkerandi að sjá hvernig myndavélin getur algerlega hundsað þennan fína svip. Í dag er ég með ljóta frunsu en annars bara mjög sæt þegar ég lít í spegil. Myndavélar ætla ég að hundsa meira og meira með aldrinum og njóta þess að hafa verri sýn en áður. ímyndunaraflið er aldeilis stórgott tæki í baráttunni við vaxandi ......minnkun á fegurð!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.