Útrás.

 

Kæru vinir.  

Ég þakka innilega fyrir hugljúfar kveðjur til mín og minna undanfarið. 

.

heart

.

.

.

Sparisjóður grínista og nágrennis fer í útrás í næstu viku.  Sparisjóðsstjórinn og sparigrísinn, jeg altså, skal rejse til Denmark.  Þar ætla ég að gera af mér ýmsar kúnstir eða kundster og eiginlega allt sem mér dettur í hug nema eitt.  Ég ætla ekki að borða Baunasúpu í Danmörku.... FootinMouth   Hvað ætli séu margir Baunar í einni súpu ?

.

.

Í útvarpsfréttunum í morgun var verið að fjalla um flóðin í Bangladesh.... sem eru náttúrulega skelfileg.... en þeir komust svo skemmtilega að orði; 

"Þeir létu stormviðvaranir sem vind um eyru þjóta".  Joyful 

.

.

Svo langar mig að segja ykkur sögu:  Það gengur mikið á hjá byggingafyrirtækjum þessa dagana.  Einn föstudagsmorgun, gaf yfirmaður verkamanni þessi fyrirmæli: 

"Ég er að fara til Reykjavíkur.  Viltu þrífa skúrinn á meðan".

Þegar hann kom til baka var búið að rífa skúrinn.   LoL

.

.

image022

.

.

Bloggin mín verða líklega stutt og stopul á næstunni......

..... en ég kem inn jafnóðum og ég geri einhver prakkarastrik.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var í Danmörku um síðastliðna helgi. Ef þú vilt komast vel af í Kaupmannahöfn skaltu láta eins og þú þekkir mig EKKI

Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halli minn..... ég læt ALLTAF eins og ég þekki þig ekki. 

Anna Einarsdóttir, 16.11.2007 kl. 14:24

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég treysti þér til að standa við orð þín.

„Bloggin mín verða líklega stutt og stopul á næstunni......

..... en ég kem inn jafnóðum og ég geri einhver prakkarastrik.  “

Góða skemmtun Anna mín, og gerðu ekkert sem ég myndi ekki gera. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.11.2007 kl. 16:08

4 identicon

Já, Anna, þú ert ekki ein um það. Velti stundum fyrir mér hvor hefur rétt fyrir sér, ég eða allir hinir. Getur verið að svona mörgum skjátlist eða er líklegra að það sé eitthvað að mér?

Annars sendi ég athugasemdina óvart of fljótt áðan því ég átti eftir að vara þig við því að ef þú týnir samferðafólkinu um miðja nótt á leið heim af pöbbnum þá er það ekki gott í Kaupmannahöfn því ég komst einmitt að því fullkeyptu um daginn að þar vantar fjöllin svo maður þekki áttirnar. Öll húsin eins og maður veit ekkert hvert maður á að fara. Annars samt undravert hvernig ég bjargaðist á endanum... eftir að hafa gengið um götur í tvo og hálfan tíma á laugardagsnóttu/sunnudagsmorgni.

Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 17:06

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jamm.... ég játa það þá hér og nú að ég hef þrisvar týnst í útlöndum... þar af var heimilisfangið mitt eitthvað tjaldstæði í eitt skiptið...og ég hafði ekki hugmynd um nafn eða neitt..... og þau voru út um allt þessi bévítans tjaldstæði í Sviss.   .... og svo hef ég einu sinni villst á Hellu.    En hafið engar áhyggjur... ég verð örugglega með GPS staðsetningartæki.

Anna Einarsdóttir, 16.11.2007 kl. 19:32

6 identicon

Mundu bara að það geta verið nokkrir útgangar á einni verslunarmiðstöð!

Skál fyrir Köben og skemmtið ykkur!

Knús til þín.

Helga.

Helga Björk (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 00:00

7 Smámynd: Hugarfluga

Köben er BARA yndig!! Ætla sjálf að fara um miðjan desember. Njóttu þín, kellan mín

Hugarfluga, 17.11.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband