Ætti ég að verða magadansmær ?

 

Nú er ég aðeins að velta því fyrir mér hvort ég eigi að læra magadans... Smile

Tók smá æfingu fyrir dýrin mín í gær.... og á meðan var tekin þessi mynd af þeim.

Mér fannst eins og ég heyrði smá fliss....... en er þó alls ekki viss ?  FootinMouth

.

dýrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Dýrin eru svo einlæg í hjarta sínu, að maður verður að taka mark á þeim.

Þröstur Unnar, 7.12.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Hundurinn skellihlær, kötturinn er hneykslaður

Kristjana Bjarnadóttir, 7.12.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kötturinn fór að heiman í kvöld.... ætli það sé eitthvað tengt þessu ?

Anna Einarsdóttir, 7.12.2007 kl. 23:22

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Veit ekki Anna

Finnst bæði hundur og köttur við það að sofna, er ekki bara ráð að setja bjöllur á lendarnar og æfa unns áhorfendur vakna almennilega.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.12.2007 kl. 23:36

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

En fallegur bústofn þarna hjá þér, hvað heita hundur og köttur annars

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.12.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Femína og Depill...... Depill hét Doppa þegar hún flutti inn ...... alveg þar til ég kíkti á þúveist.   

Anna Einarsdóttir, 7.12.2007 kl. 23:45

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Á bíbbið?  Þau eru bæði sæt og fín, Femína og Depill. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.12.2007 kl. 00:19

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er þá Depill hundur en Doppa köttur.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.12.2007 kl. 00:20

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Neibb....... Doppa og Depill eru sama dýrið...... bara fyrir og eftir skoðun.  Hmmmm.... Þetta er hálf vandræðalegt. 

Anna Einarsdóttir, 8.12.2007 kl. 00:22

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fyrirgefðu Femína er kötturinn, ekki satt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.12.2007 kl. 00:23

11 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sá myndbandið þitt af kynhegðun gæludýrana, og svo magadans æfingar líka.

Ekki móðgast Anna þó ég nefni dýrasálfræðing fyrir Depil og Femínu sem umhugsunarefni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.12.2007 kl. 00:28

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Femína er hundur...... Depill er köttur....... og ég er ekki móðguð. 

Anna Einarsdóttir, 8.12.2007 kl. 00:31

13 Smámynd: Brattur

Femína er hundurinn
Depill hann er kötturinn
Gaman finnst að horfa á
Önnu dansa á einni tá

Brattur, 8.12.2007 kl. 00:46

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Dýrasálfræðingur er ekki lengur umhugsunarefni Anna, heldur nauðsyn.

Láttu mig vita hvenær þú færð tíma fyrir Femínu og Depil Anna, og bókaðu mig líka.

Myndbandið poppaði upp í huganum eins og poppkorn í örbylgjuofni, og ég fékk hroll.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.12.2007 kl. 01:08

15 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Og þau svona falleg að sjá og sátt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.12.2007 kl. 01:09

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hrikalega átt þú falleg kvikindi! Voffi þinn er ansi sjúklegur að sjá, hvaða tegund er hann? Og svo að hún/hann Doppa/Depill skuli hafa svona fínt ástarhreiður er núi ansi langt gengið eða þannig, minnir á ýmislegt!

Edda Agnarsdóttir, 8.12.2007 kl. 01:41

17 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=880

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.12.2007 kl. 02:40

18 Smámynd: bara Maja...

Jú ég er ekki frá því að þau hlæji þarna bæði tvö... alveg spurning um að henda á netið smá sýningu og leyfa okkur bara að dæma... en jeminn hvað þetta eru falleg dýr !

bara Maja..., 8.12.2007 kl. 16:06

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jæja Þorsteinn.... ég er búin að æfa mig í allan dag að gera eins og á myndbandinu (komment 18)  og er eiginlega búin að ná þessu með hundinum.... já, ehhm.... næstum því. 

Edda.... þetta er Cavalier hundur.... litagallaður.  Ég er líka gölluð og maður velur alltaf hund í stíl við sjálfan sig, hef ég heyrt. 

Það er ekki alveg tímabært að setja sýningu á netið. 

Anna Einarsdóttir, 8.12.2007 kl. 19:30

20 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Guð hvað þau eru sæt saman  Mér sýnist þeim hafa líkað magadansinn þinn vel, en auðvita er kötturinn með dáldin merkisvip eins og hann hefði geta gert betur,en svona eru þessir kettir merkilegir með sig

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.12.2007 kl. 20:50

21 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Er hægt að panta magadans? :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.12.2007 kl. 21:50

22 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, ekki leiðist þeim sveiflurnar þínar En þau eru virkilega falleg bæði tvö.

Bjarndís Helena Mitchell, 9.12.2007 kl. 01:00

23 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sé ekki betur en tíkin brosi út í annað og högnanum finnist fátt um.....Anna....var þetta örugglega magadans?

Halldór Egill Guðnason, 9.12.2007 kl. 01:52

24 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Legg til að þú bókir sal Anna og haldir smá sýningu, spurning um Egilshöllina.

Við mætum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.12.2007 kl. 12:38

25 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki spurning. Fliss er svo heilsusamlegt og magadansinn líka

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.12.2007 kl. 17:45

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Egilshöllina ?    Eru ekki sýningar fyrir dýr frekar haldnar í reiðhöllinni í Víðidal ?  Ég sé fyrir mér 800 skellihlægjandi hunda. 

Anna Einarsdóttir, 9.12.2007 kl. 19:18

27 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ahhahaha ... þessi tvö kvikindi sem þú átt eru ekkert smáeigis skondiin...

Brynjar Jóhannsson, 9.12.2007 kl. 20:03

28 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

hey fyrigefðu þetta er mín tík kötturinn bara elskar mig alltaf að gefa mér mýs

En hey mamma nú hlýturu bara að vera ánægð með mig ég var að koma úr félagsfræði og við áttum að velja stjórnmála flokk og rökstyðja afhverju við völdum hann oooog þér hefur greinilega tekist vel til að ala mig upp því ég valdi samfylkinguna en ekki x-b eins og pabbi vill hafa það bara segja þér svo ég fái nú sleikjó þegar ég komi heim

Sé þig í mat eftir smá hafðu einhvað gott
 

Íris Guðmundsdóttir, 10.12.2007 kl. 10:37

29 Smámynd: Hugarfluga

Jiiiii dásamleg dýr!! hahahha

Hugarfluga, 10.12.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 342810

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband