Loksins sjáum við dómara sem þora.

 

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann í 4 ára fangelsi fyrir nauðgun. 

Ef konur eiga að finna sig óhultar á Íslandi, er nauðsynlegt að dómstólar landsins líti á þennan dóm sem fordæmi.  Það eru ekki ýkja mörg ár síðan löggjafinn veitti rýmri heimildir í refsiramma dómstóla í ofbeldismálum.  Dómarar hafa hins vegar ekki nýtt sér það og vísa alltaf til þess að "ekki séu fordæmi".  Nú er fordæmið komið og ég hrópa húrra fyrir því.

Ég vil að dómstólar sendi þau skilaboð út í þjóðfélagið að nauðganir og heimilisofbeldi sé ekki liðið.


mbl.is Hlaut fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála, en ég trúi ekki á skyndilega tilfinningasemi dómara eða svona frávik frá fyrri dómum án ástæðu.

Ef það er reyndin að dómarar hafa verið að "spara refsiramman", finnst mér full ástæða til að drífa þá á endurmenntunarnámskeið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Sammála....

Svanhildur Karlsdóttir, 8.3.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Ragnheiður

Sammála Anna, sammála. Það á að nýta refsirammann til fullt í ofbeldisbrotamálum

Ragnheiður , 8.3.2008 kl. 18:37

4 Smámynd: Dísa Dóra

Sammála þér og nú er bara að þeir dæmi einnig í þessa átt þegar um heimilisofbeldi er að ræða

Dísa Dóra, 8.3.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Æ,hvað ég er sammála þessu,dómar fyrir nauðganir og annað ofbeldi gagnvart konum hafa verið til skammar,ég er ánægð að einhver tók af skarið loksins....Hafðu það gott Anna mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.3.2008 kl. 19:39

6 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Heyr heyr

Erna Bjarnadóttir, 8.3.2008 kl. 21:29

7 identicon

Yfirvöld hafa svarað þessari spurningu hér að ofan. Þarf bara að skoða dómana til að sjá svarið. Mitt svar: Innflutningur á dópi. Örfá kíló af dópi geta rústað mörgum mannslífum. Dópið er þ.a.l. langefst í þessari "keppni".

Garry (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 00:46

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég kem strax út úr skápnum Guðjón Viðar og segi það beint út........ að misþyrma og nauðga konum og börnum er miklu verri glæpur en að segja að einhver sé mesti rasisti bloggheima.

Á þá ekki að dæma í samræmi við það ????

Eða getur verið að þú sért ekki sammála mér um hvor glæpurinn sé alvarlegri ?

Anna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 342804

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband