Ferlega flott myndband sem enginn fær að sjá og Vinakaffi.

 

Þetta kvöldið hefur farið í myndbandsgerð.  Með fikti tókst mér að búa til videó sem ég síðan ætlaði að sýna hér á blogginu.  Það hefur hins vegar ekki tekist.  Ástæðan er sú að mér tekst ekki að koma myndbandinu í það form að vera með endinguna avi.  Það sýnist mér hins vegar þurfa,  til að keyra inn hefðbundið videó á bloggsíðuna.  Kannski tekst mér þetta einhvern daginn - nú eða ekki.

.

080 

 

Þetta hús heitir Vinakaffi og er nýr matsölustaður í Borgarnesi, á hægri hönd þegar keyrt er norður, rétt hjá græna vatnstankinum.  Staðinn rekur snilldarkokkurinn Rúnar Marvinsson.  Þarna borðaði ég minn kvöldmat, sjávarréttasúpu og lambasteik í rauðvínssósu.  Þvílíkt góðgæti.  Slurp.  Grin  Þessum stað er sko óhætt að mæla með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

avi segirðu...sko ég var að reyna að setja inn myndir og þegar ég bjó til zip skrá þá endaði hún á avi. Þú getur prófað að vista myndbandið í svoleiðis og gáð hvort það virkar

Ragnheiður , 15.3.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég reyndi það Ragnheiður en það kom samt villa.  Er hins vegar þrjósk og þrá þegar kemur að því að klára svona mál.... svo þetta hlýtur að hafast. 

Anna Einarsdóttir, 15.3.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Tiger

  Þetta vinarkaffi er bara sannarlega gamli góði "Nauthóll" okkar Reykvíkinga... Ég sé ekki betur en að þetta sé Kaffi Nauthóll, húsið var selt eitthvert vegna uppbyggingar á staðnum þarna úti hjá Nauthólmsvík - og ekki ólíklegt að það hafi endað hjá Borgarnesi! Snilld alveg. Gangi þér vel með myndbandið Anna og vonandi tekst þér að koma því á netið... knús í helgina!

Tiger, 15.3.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Næst þegar ég kem í "húsmæðraorlof" í Borgarnes þá ætla ég sko að kíkja á þennan nýja stað

Svanhildur Karlsdóttir, 15.3.2008 kl. 07:14

5 Smámynd: Ragnheiður

Við borðum þarna þegar ég smelli mér í heimsókn

Ragnheiður , 15.3.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef enga skoðun á þessu máli

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 14:16

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þarna á þessum stað hittumst við næst? Náttlla í einhverskonar MÓTI!

Edda Agnarsdóttir, 16.3.2008 kl. 12:55

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir síðast Edda.    Já, góð hugmynd.

Anna Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband