Einmenningsmeistari Borgarfjarðar í bridge.

 

Ég er ekki alveg eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera, því á mánudaginn var landaði ég titlinum einmenningsmeistari Borgarfjarðar í bridge.

.

010

.

Þar sem ég á afmæli í dag, fannst mér tilefni til að grobba mig dálítið. 

Eða eins og kínverskur málsháttur segir;   Gott grobb á góðum degi - er eins og gúmmelaðiWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Til Hamingju

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.3.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef bloggvinir vilja gefa mér afmælisgjöf, þá langar mig í heimatilbúna málshætti.

Anna Einarsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vott! Eins og börnin segja stundum. Til hamingju með afmælið elsku Anna mín og til hamingju með bridge einmenningin! Þvílíkir hæfileikar!

Betra er að láta í minni pokann en stærri pokann!

Betra er að erta viðkvæma heldur en viðkvæmir verði í óhreinum fötum!

Eigi skal erta viðkvæma ef rauðhærðir eru!

Edda Agnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Hugarfluga

Til hamingju með það!

"Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið ef maður er með lítinn munn." 

Hugarfluga, 22.3.2008 kl. 00:35

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með afmælið í gær

Betra er súkkulaði í munni en á mjöðmum

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 08:59

6 identicon

Hér er ég búin að sitja í dágóða stund og rembast eins og rjúpan við staurinn að búa til heimatilbúin málshátt en er gjörsamlega tóm.... Hlýt að vera búin að vera of lengi í útlöndum

En ég ætla samt að óska þér til hamingju með afmælið....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 09:46

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Betra er að rembast eins og rjúpan við staurinn en rjúpan við gaurinn.

Þið eruð svo skemmtilegar.     

Anna Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 09:56

8 identicon

Til hamingju  Þú ert snillingur!

"Nú skal koma hart móti hörðu,sagði kallinn og skeit á stein"

"Sjaldan launar kálfur ofbeldið"

"Það eru ekki alltaf jólin,sagði Óli og át páskaeggið"

asben (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 15:15

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kannski aðeins of seint men betra er seint en aldrei...

 Smelltu hér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.3.2008 kl. 22:42

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég fékk þennan titil fyrir ári síðan í Fjarðabyggð!. Nei við eru sko ekkert vitlaus Anna! Til hamingju

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2008 kl. 02:11

11 identicon

Vóv! Allt að gerast.....

Til hamingju dúlla!

Vel skal vanda það sem lengi skal standa......

Knús til þín..

H.

Helga Björk (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 342818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband