8.5.2008 | 22:53
Útilega við Selvallavatn.
.
Á unglingsárunum, frá 13 til 16 ára aldurs, tókum við Þórdís, vinkona mín, upp á þeim sið að fara einar í útilegu. Bryndís kom líka einu sinni í þessa útilegu í stað systur sinnar.
Pabbi þeirra skutlaði okkur með tjald og annan viðlegubúnað upp á Kerlingaskarð, að Selvallavatni þar sem við höfðum fundið okkur uppáhaldsstað við vatnið.
Þar tjölduðum við í grænni lautu við fagran foss og dvöldum þar síðan aleinar á fjöllum í 3 daga.
Við þurftum auðvitað að hafa með okkur prímus og mat og svo var algjört skilyrði að hafa kassettutæki með batteríum með í för, svo við gelgjurnar gætum fílað tónlistina í annars kyrrlátri þögn fjallanna.
.
Í einni slíkri ferð kláruðust batteríin. Ekki gátum við Þórdís unað við það að vera án tónlistar, svo við gengum af stað til byggða, yfir Kerlingaskarð að kvöldi til.
Ferðin gekk vel ef frá er talin ógurleg hræðsla okkar vinkvenna við "kerlinguna", grjót eitt sem Kerlingarskarð er kennt við.
Við sögðum fátt en hugsuðum margt. Hvað ef ?
Komumst við þó óskaddaðar til byggða, fengum rafhlöður og var skutlað aftur í tjaldið síðar þetta sama kvöld.
Þess eru reyndar engin dæmi að Kerlingin hafi nokkurn tíma ráðist á fólk.... a.m.k. ekki í manna minnum.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gamalt, móno segulbandstæki, svona ... sem lá á hliðinni? Man eftir þeim. Var þó aldrei sjálfur í svona gistingum, með kasettutækið. Svo komu steríótækin... og þá fór maður ða heyra hægri-vinstri........
Einar Indriðason, 9.5.2008 kl. 08:42
Já, þetta var skemmtilegt. Og þetta var löngu fyrir tíma grillsins svo það voru með fiskibollur í dós og örugglega saxbauti. Og gos í gleri.
Bryndís (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:20
Í dag yrði þetta athæfi kært til barnaverndar nefndar, og líklega send 300 mann hjálparsveit með hunda og þyrlu til leitar.
Ótrúlegt að við skildum lifa æskuna af Anna, alveg ótrúlegt að þjóðin þurrkaðist ekki út vegna áhættuhegðunar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 11:18
Já Bryndís....... við höfðum einn prímus til að hita upp pylsur eða dósamat. Þvílík dásemdarsæla að ganga út að læk að morgni og tannbursta sig og fá sér svo eitthvað gott að borða. Dagurinn leið svo í algjöru tímaleysi við gönguferðir, veiði, spjall og leiki.
Þorsteinn......segðu.
Hugsaðu þér, við höfðum ekki einu sinni síma ! En þegar upp var staðið, gerði þetta okkur ekkert nema gott.
Anna Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 12:42
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 13:17
Verð oft alveg kjaftstopp þegar ég heyri í fólkinu sem naut alls þessa frelsis og sjálfstæðis í æsku, gera stórmál úr nánast engu, og svipta börnin sýn þessu frelsi og sjálfstæði sem gerði þessa þjóð svona öfluga, vegna sjálfstæðra einstaklinga í hugsun og hegðun, þessi kvika og drífandi þjóð sem sá engin alvöru ljón í veginum og gerði hlutina.
Nú virðist ekkert gerast vegna boða og banna sem drepa allt frumkvæði niður og taka sjálfsbjargarréttin burt.
Hef samt þá trú að barna börnin hendi þessu burt og heimti frelsið til baka, allavega vona ég það.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 13:30
....og muniðið - príla í stillönsum utan á byggingum.... sigla á bretti í húsagrunnum fullum af vatni......
Botna ekkert í því hvernig mér tókst að lifa æskuna af, verandi líka bæði heyrnarlaus og sjónlaus
Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 14:31
Já einmitt, ég þori ekki einusinni að segja mínum krökkum frá uppátækjum bernskunnar hehehe
Ragnheiður , 9.5.2008 kl. 14:54
Bjuggum til báta úr bárujárnplötum og sigldum á Vífilstaðavatni ofl stöðum, sukkum yfirleitt eftir ca 5-10 mín en samt gaman
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 18:44
Sæl vinkona. Einu sinni var nú einhverjir bannaðir drykkir með !! Ég held að ég eigi nokkrar hreyfðar myndir úr þeirri ferð. Þá var mikið hlegið og spjallað og sumir duttu ofaní holu. Fórum við ekki í eitt skiptið á mótorhjóli ? En þetta voru skemmtilegir tímar. Við ættum kannski að skella okkur í eins og eina tjaldferð saman eða á hótel Tímor Sól. Kv. Þórdís
Þórdís (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:14
Hæ Þórdís.
Bannaðir drykkir...... suss........ getur það verið ?
Jú, rétt munað hjá þér. Pabbi þinn skutlaði útilegudótinu og skildi það eftir en við skutlurnar fórum á mótorhjólinu.
Endilega, endilega gerum eitthvað saman í sumar.
Anna Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.