27.5.2008 | 19:25
Flúðasiglingar.
Þeir sem hafa lesið bloggið mitt í ár...... (eru virkilega einhverjir sem hafa nennt því ? )........ vita að ég fór í Jökulsá Austari í fyrrasumar. Það var mikil svaðilför fyrir drulluvatnshrædda mig. . En svakalega gaman eftirá.
.
Um síðastliðna helgi lá síðan leið mín í Jökulsá Vestari. Hún er kettlingur við hlið hinnar Austari. Jáhhhh...... þetta skyldi nú vera létt verk og löðurmannlegt og bara hundskemmtilegt.
Sem það og var.
Að mestu leyti.
.
Auðvitað bjó ég að reynslu síðasta árs, kunni áratökin, vissi við hverju var að búast.
Við sigldum ógnarskemmtilegar flúðir og léttar bárur í mögnuðu landslagi. Það munaði minnstu að ég syngi af einskærri gleði. Lét það þó ekki eftir mér af tillitssemi við aðra bátsverja. Vildi ekki vera ein eftir í bátnum.
.
Eftir nokkra stund ákvað ég að leika hetjuna sem ég aldrei var í fyrra. Ég lét mig gossa afturábak ofan í ána. Díííí hvað ég hefði þótt svöl, ef ég hefði ekki komið uppúr vatninu með angistarsvip á fésinu. Ég náði ekki andanum. Shit ! Ég gleymdi að loka munninum áður en ég hvarf í djúpið og gleypti líklega eina átta millilítra af Jökulá. Reyndi að anda en ekkert gerðist........ allir í bátnum sáu að ég var skrítin á svipinn...... ekkert hetjuleg. Loks náði ég andanum með öflugu innsogi.
Ekki kúl.
.
Enn var þó von.
.
Við áðum við klett, þriggja metra háan og til þess ætlaðan að hoppa fram af honum. Nú varð ég að rétta af minn hetjuhlut og hoppa. Það gerði ég og tókst að svamla í land af eigin rammleik.
Vei !
.
Síðan tók við sigling á léttum bárum. Voða gaman þangað til............ ...... það gerðist sem aldrei hefur gerst í Jökulsá Vestari. Báturinn festist í hringiðu. Í stað þess að sigla yfir eins og hinir bátarnir, stoppaði okkar bátur. Þvílíkur kraftur í vatninu. Okkur var sagt að róa. Árin fór ofan í en þótt maður tæki á öllu öllu öllu.... sem til var, haggaðist ekki árin í þessum ógnarkrafti. Báturinn virtist ætla að fara á hvolf. Nú var ég orðin hrædd. Nýbúin að næstumþvídrukkna og sá fyrir mér að ef ég sogaðist ofan í þennan hringiðupoll, væru dagar mínir taldir. Ég myndi einfaldlega deyja úr hræðslu.
.
En..... þá losnaði báturinn. Hann snerist í hálfhring og festist svo aftur...... og Brattur fauk fyrir borð. Á þessu augnabliki held ég að heilinn í mér hafi farið í verkfall. Ég neitaði að hugsa lengra. Eftir nokkrar mjööööööög langar sekúndur, skaust Brattur aftur upp á yfirborðið undir bátnum................. og við það losnaði báturinn.
Brattur er hetjan mín. Brattur orti um þetta vísu...... sjá hér.
.
Jökulsá Vestari er bara helv**** skemmtileg svona eftirá. Ef satt skal segja hentar hún öllum. Passið bara að taka hrakfallabálkinn mig ekki með.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þið eruð meiri krúttin; - og hetjur hafsins .... eða árinnar, réttara sagt! Gott að þið eruð lífs en ekki liðin.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:36
ég hef lesið alveg síðan áður en þú fórst í þessa svaðilför...ég man enn hvað ég var taugaveikluð yfir þessu sulli á þér kona.
Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 21:38
Skil ekkert í þér Anna, að henda Bratt í ánna til að losa bátinn, hann á ekki von á góðu næsta vetur, ætlarðu að henda honum undir bílinn ef þú festir þig í snjó, svona til að losa bílinn.
Aumingjans maðurinn, þvílík meðferð.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.5.2008 kl. 22:20
Segðu Þorsteinn. Það er ekki verandi með mér, nema vera bara töluvert Brattur. Takk fyrir hugmyndina varðandi losun á bíl.
Ragnheiður. Ég held að þú hafir byrjað að lesa bloggið mitt áður en ég fór að skrifa það. Mér finnst ég alltaf hafa þekkt þig.
Guðný Anna og Gréta. Ég kallast seint hetja í vatni...... er bara of vitlaus til að forðast það að fara í riverrafting. En Brattur má fá orðuna.
Anna Einarsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:46
Ég les með glöðu geði bloggið þitt...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.5.2008 kl. 05:31
ég verð alltaf svo hrædd þegar ég dett inní svona frásagnir enda er þetta hin ægimesta svaðilför í mínum augum og þú algjör hetja að hafa meikað hana.
halkatla, 28.5.2008 kl. 10:50
Mikið er ég glöð að þú skyldir lifa þessar Jökulsárhrakfarir af ásamt þínum heittelskaða.!
Það er aldrei nóg af almennilegu fólki í veröldinni.
aslaugben (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 11:46
Það má með sanni segja að Brattur sé „Önnum kafinn“ ;)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.5.2008 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.