Heitt rúgbrauð.

 

.

Í Vestmannaeyjum hefur það tíðkast allt frá eldgosinu 1973, að baka rúgbrauð í heitu hrauninu.

Þá er rúgbrauðsdeigið sett í afskorna mjólkurfernu sem síðan er sett ofan í heita holu við hraunið.

Einu sinni bar svo við að konungborið fólk heimsótti Eyjuna.  Til stóð að fara með kóngafólkið í skoðunarferð að morgni og átti einn dagskrárliðurinn að vera sá, að grafa upp heitt rúgbrauð og bjóða þeim að smakka.

Um morguninn mundi leiðsögumaðurinn allt í einu að hann hafði steingleymt rúgbrauðinu.  Hann hringdi í snarhasti í bakaríið og bað stúlku eina að fara með nýtt rúgbrauð strax á þennan tiltekna stað í hrauninu og grafa brauðið þar niður.

Stúlkan gerði eins og fyrir hana var lagt.

.

Síðan var áð í skoðunarferðinni á þessum tiltekna stað.  Leiðsögumaðurinn grefur hróðugur upp rúgbrauðið nýbakaða.

Kóngafólkið átti ekki til eitt aukatekið orð yfir þessu undri.

.

rugbraud 

.

Rúgbrauðið var niðurskorið.  W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahaha góð! hvernig ferðu að þessu að finna allt þetta skemmtilega bull? Knús á þig darling:

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þessa sögu heyrði ég í Vestmannaeyjum.  Hún var sögð af leiðsögumanni sem sýndi hópi fólks Eyjarnar, þar með talið mér og ku sagan vera sönn. 

Anna Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Skyldi leiðsögumaðurinn hafa verið Palli Helga..................

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vestmannaeyingar og Anna Einars; the best things since sliced bread!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.6.2008 kl. 01:03

5 identicon

hahahahahahahahahahahahahahahahaaaaaaaaahahahahahha U kill me!!

alva (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 01:59

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er að fara á pollamótið í Vestmannaeyjum um aðra helgi.  Hahahahahahaaaa.  ég mun segja þessa sögu þar.  hahahhahah Belly Laugh 





Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.6.2008 kl. 09:46

7 Smámynd: Ragnheiður

hahahaha..sá í neðra hjálplegur við að skera brauðið hehe

Ragnheiður , 18.6.2008 kl. 10:34

8 identicon

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:08

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Var ekki bara búið að skera í deigið, fyrir baksturinn ?

*ljózk* ....

Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 20:22

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband