Ég verð að vera dugleg og vinna þangað til ég verð 100 ára.

 

Það er orðið ansi langt síðan ég hætti að skilja íslenska tölustafi.  Samt vinn ég allajafna við þá !  Það sem ég ekki skil er þessi gígantíski munur á kjörum fólks á Íslandi.

Til að gera langa sögu stutta.... þá sýnist mér í fljótu bragði að ég verði að vinna talsvert framyfir 100 ára aldurinn ef ég ætla að þéna það sem skattadrottning Vesturlands er að greiða í skatta - bara á þessu eina ári. 

Og þá á ég samt eftir að greiða af mínum litlu launum .......anda djúpt.......... 37% tekjuskatt og virðisaukaskatt og nefskatt og bifreiðagjöld og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og útsvar og Guð má vita hvað annað.  Pouty

Hvernig væri að jafna aðeins kjör láglaunafólks og auðmanna og hafa flatan 15% skatt á alla ?

 

.

old_woman_cartoon[1] 

.


mbl.is Jóhanna H. Sigurðardóttir greiðir mest á Vesturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega! Þetta er fáránlegt.

Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Ragnheiður

Hvaða kona er þetta eiginlega ? Skattadrottningin ?

Ragnheiður , 31.7.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hef ekki hugmynd. 

Annars er ég að hugsa.  Þegar það berst í tal að það felist óréttlæti í því að launafólk greiði 37% skatt meðan stóreignafólk greiði 10% skatt - þá fær maður alltaf svarið "að það þurfi að hvetja til sparnaðar".  Síðan les maður í blöðunum að auðmaðurinn hafi haldið 100 manna veislu þar sem ekkert var til sparað og síðan skrapp hann á þyrlunni sinni eitthvert og svo bauð hann öllum vinum sínum til Bahamas.  Er ég eitthvað kexuð þegar ég kem ekki auga á sparnaðinn. 

M.ö.o;  væri ekki jafn gott fyrir ríkiskassann að fleiri landsmenn ættu sparnað en ekki bara nokkrir sem eiga svo mikið að þeir komast ekki með nokkru móti yfir að eyða bara vöxtunum ? 

Anna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 11:39

4 identicon

Þetter fáránlegt.... bilið bara stækkar og stækkar á milli stétta og þeir sem hafa það gott hafa það svo gott að þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við peningana sína, kaupa sér héruð í Frakklandi,  2 þyrlur og 1/4 af íslandi bara svona til gamans  á meðan fólk sem er að byrja að búa þarf að vinna helst allan sólahringinn bara til að ná endum saman og eiga einhvað smá í enda mánaðarins...... RUGL!!! Ég segi bara "heilhveitis pakk"

Kristín Sif (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Fékk bréf í póstinum í morgun frá Tryggingastofnun, þar sem mér var tjáð að ég hefði fengið of mikið greitt í örorkubótum, en þar sem upphæðin var bara 17 þús. þyrfti ég ekki að endurgreiða. guð hvað þeir eru sætir að rukka mig ekki,  (Vil ekki blóta mikið ) þeir rukka bara þá sem hafa fengið endurgreitt yfir 20 þús.....skil þetta ekki, hef verið síðasta ár að endurgreiða þeim, því minn kall fór á síld, svo tekjur hjá okkur urðu meiri og ég þurfti að endurgreiða....æi þetta er nú meira ruglið.....

Svanhildur Karlsdóttir, 31.7.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband