29.9.2008 | 23:42
Það var SAMT kleinubragð af kleinunum.
Nennið er horfið.
Ég hef ekki nennt að blogga. Kannski ekki skrýtið þar sem ég vinn á tveimur vinnustöðum þessa dagana og er þess á milli auðvitað hin besta húsmóðir. Var ég búin að segja að ég gerði kleinur um daginn ? Úúú..... þær heppnuðust allvel miðað við fyrsta kleinubakstur. Fór enda alveg eftir uppskriftinni. Á handskrifaðri uppskriftinni stóð 1 2 tsk. kardimommudropar. Ég horfði á þetta og velti því fyrir mér hvort verið væri að meina hálfa teskeið eða eina til tvær ? Setti svo eina og hálfa teskeið eftir djúpa íhugun. Vinnufélögum fannst kleinurnar góðar en þó heldur bragðlausar. Þær spurðu hversu marga dropa ég hefði sett í deigið sem var 2 kíló. Mér skilst eftirá að þarna hafi staðið tólf teskeiðar. Ég get þó svarið að ég fann kleinubragð af kleinunum.
.
.
Katla Gustavsberg köttur er nýbúin að læra að fara út og inn og út og inn og svo aftur út og það er nú rétt hægt að gera sér í hugarlund hversu mikill tími fer í að opna hurðina. Mér líður eins og ég sé sjálfvirkur svalahurðaropnari.
.
Ég forðast að hugsa um stjórnmál þessa dagana þar sem ég vil helst vera í góðu skapi.
Mikið er ég samt ánægð að eiga hæfilega lítið af peningum. Þá þarf ég engar áhyggjur að hafa af því hvort bankar fari á kollinn. Ég er sko alltaf að græða.
Allir í fjölskyldunni dafna vel og njóta sín.
.
Ég er hamingjusöm í kreppunni.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 343173
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Duglegur kleinubakari ;)
Aprílrós, 30.9.2008 kl. 00:28
KLEINUR Í KREPPU
Gulli litli, 30.9.2008 kl. 00:35
12 teskeiðar? Er það ekki heil flaska? (Hvað veit ég svosem... er ekki mikill bakari.)
Velkomin aftur á ról... og það er já fínt að taka pásu stundum. Og, já... stundum er pólitíkin gjörsamlega óskiljanleg....
Hmm... annars er þetta bara innitskvitt.
Einar Indriðason, 30.9.2008 kl. 08:36
Kleinur eru góðar.
Það er gott að eiga lítið af peningum og lítið af skuldum. Tökum slátur og spörum :O)
Kveðja úr snjókomunni á Egilsstöðum, Þorbjörg.
Þorbjörg (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:24
Uhmmmm...finn alveg ilminn af kleinunum þínum....
Ég er líka bara voða lukkuleg að þurfa ekki að hafa áhyggjur af innistæðum í bönkum....Nastaq...Dow Jones....verðbréfum og svoleiðis hlutum....
En einhver verður samt að fara að bjarga krónuræflinum...áður en hún deyr út....
Annars bara um að gera að vera glaður og kátur...það er þannig sem maður fær eitthvað út úr lífinu....
Bergljót Hreinsdóttir, 30.9.2008 kl. 18:03
Iss, nennir ekki að blogga.
SGON er bara til fyrirmyndar, ég held að hinir bankarnir ættu að snúa sér að kleinubakstri líka. Þar er hvort sem er allt í kleinu.
kop, 30.9.2008 kl. 20:55
Vegna báglegs ástands í samfélaginu.. hef ég ákveðið að fjárfesta í 75% hlutabréfum hlutabréfa í sparisjóðum grínista ... og kaupa þá á 3 fimm aurabrandara...
Með kærri kveðju..
GLEÐIBANKASTJÓRI ÍSLANDS
DR BRYLL
Brynjar Jóhannsson, 1.10.2008 kl. 23:01
Jasso.
Sparisjóður grínista er gjörsamlega verðlaust fyrirbæri. En samt...... ef maður hugsar aðeins málið...... ....
.
.
............ ég er enn að hugsa
Ok, Dr Bryll. Ef þú getur lagt fram 3 fimmaura, eða samtals 15 aura og sleppt bröndurunum, þá áttu 75% hlut í sjóðnum.
Anna Einarsdóttir, 1.10.2008 kl. 23:18
Nei, fjandinn hafi það ... ekki 12 tsk!!??!! En hvað veit ég .. hef aldrei steikt kleinur sjálf. Knús á þig og þína hamingju.
Hugarfluga, 2.10.2008 kl. 16:13
Nei..
frekar borga ég með þremur fimmaura bröndurum sem eru svo vonlausir að þeir eru ekki frásögum færandi og þar aðleiðandi þarf ég ekki einu sinni að segja þá.
JIBBÍ... Ég er komin með 75% eignarhlut í sparisjóði grínista.
MEð kærri kveðju..
Gleðibankastjóri íslands og 75% hluthafi í sparisjóði grínista
Dr.Bryll.
Brynjar Jóhannsson, 2.10.2008 kl. 19:43
Heyrðu nú kallinn minn. 75% eignarhlutur kostar 15 aura. Ef þú getur ekki greitt nákvæmlega 15 aura, þá átt þú ekki neitt í sjóðnum.
Og hana nú.
Anna Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 21:11
Þrír fimma aura brandarar eru ígildi fimmtán aura . Sér í lagi þegar þeir eru svo leiðinlegir að þeir eru "Drephættulegir" að þeir eru ekki frásögum færandi .... Og þar að auki .... er ég búin að boða BLAÐAMANNAFUND svo þú verður bara að skrifa undir. því miður vinan sparisjóður Grínista er 75% í minni eigu.
Þú getur sagt að þetta SÉ GLEÐIBANKARÁN ÍSLANDSSÖGUNAR en sama er mér ...
Með kærri kveðju
Dr Bryll...
gleðibankastjóri íslands.
Brynjar Jóhannsson, 2.10.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.