Geir og Grani.

Nú er ég orðin örlítið pirruð á þeim karlskunkum Geir stýrimanni og Grana (lesist Davíð) skipstjóra.

 GetLost

Þeim hefur verið treyst fyrir þjóðarskútunni í langan tíma og það fór nú ekki betur en svo að þeir sigldu henni á fylleríi á Hollensk/Breskan dall og koleyðilögðu bæði skútuna og dallinn.

Skipstjórinn situr ennþá í matsalnum og úðar í sig kleinum, ropar og horfir á sólsetrið.  Á sama tíma kennir stýrimaðurinn flugumferðarstjórn um allt saman.

Þetta var altså alls ekki þeim að kenna.  Bara einhverjum öðrum.

Þeir sjá því enga ástæðu til að taka einhverja ábyrgð.  Iss, þetta var þó ekki nema ein þjóðarskúta og eitt orðspor.  Who gives a shit ?  Whistling

Því sitja Geir og Grani sem fastast í björgunarbátnum og ætla, af sinni alkunnu snilld, að stjórna honum en samt hafa þeir ekki haft nokkurt vit á,  að taka með sér árar eða ákveða í hvaða átt þeir ætla !

...........

CartoonWholeyBoat 

.

Mig langar svo svakalega að vita;

Hvað gæti hugsanlega verið nógu slæmt til að Davíð segði af sér ?  Woundering

Allavega ekki eitt stykki þjóðargjaldþrot og annað stykki ónýtt orðspor Íslendinga.

.

Æjæjæjææææ.  Pouty


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Grani er búinn að drulla á sig uppá axlir svo ætli hann ætli bara ekki að fara alla leið og klára dæmið endanlega. Allavega situr hann sem fastast og sér ekkert að hjá sjálfum sér.

Aprílrós, 12.11.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

ja klara daemid endanlega, svo sem koma okkur i strid?


En mamma buin ad kaupa naestum allar jolagjafirnar, held tu verdir frekar anaegd med mina :) sendi myndavelina med lika. later ;)

Íris Guðmundsdóttir, 13.11.2008 kl. 03:42

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Íris.......Nei, ekkert stríð, bara skotárásir á Geir og Grana.     Líka búin með jóla-xxxxx   og var að pakka þeim í gær.  Fyndið að pakka jólapökkum og hafa engin jólalög.    Við sendum pakkann á föstudaginn. 

Anna Einarsdóttir, 13.11.2008 kl. 08:04

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó...... ég hljóma eins og ég sé að hóta....... skotárásirnar í fyrra kommenti eru auðvitað meintar með ORÐUM. 

Anna Einarsdóttir, 13.11.2008 kl. 08:14

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já maður veltir því fyrir sér hvað þurfi til að fjarlægja kallinn!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 09:00

6 Smámynd: Einar Indriðason

Davíð mun *ALDREI* nokkurn tímann segja af sér, því miður.  Það er bara ekki í eðli hans að játa á sig mistök, sem eru jú, forsenda fyrir því að segja af sér.  Þó Ísland verði gjaldþrota, brytjað niður, selt í smá skömmtum til alls konar auðmanna... og þó öll þjóðin verði bókstaflega söltuð niður í pækil og notuð sem lífrænn áburður, þá mun Davíð *ALDREI* *ALDREI* viðurkenna að honum hafi orðið á mistök.  *ALDREI*  Það er ekki til í hans eðli.  Því miður.

Þess vegna... þarf að SETJA HANN AF!  Það þarf að *SPARKA* honum.  Fast, og með öflugum stáltám!

Og hana nú!

Einar Indriðason, 13.11.2008 kl. 09:12

7 identicon

Tel þetta jafnast á við stríð, það er vegið að sjálfstæði  Íslands, og það er gert með miklum þunga.

(IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:28

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Forsíða DV;

Úrslitakostir Samfylkingar:  Davíð út og inn í ESB.

Það skyldi þó aldrei vera að draumar um Davíð rætist.   

Anna Einarsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ömurleg staðreynd...en kannski þurfum við bara að beita hörku og BERA kallfíflið út úr Seðlabankanum og senda úr landi.....veit bara ekki hver á skilið að fá hann í hausinn.....og kannski Geiri ætti bara að fylgja með...svi mér þá....

Bergljót Hreinsdóttir, 13.11.2008 kl. 21:11

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég er ansihræd um að öll kurl séu ekki enn komin til grafar og býð ekki í það þegar allt verður uppi á borðum.  Einhverra hluta vegna hanga þeir félagar ennþá skútunni og fæ eitt berst frá þeimher búðum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.11.2008 kl. 06:03

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

100% sammála og frábær færsla....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.11.2008 kl. 22:39

12 identicon

Júl jú ók. Geir og Grani og allt það. En hvað með fyrri eigendur bankanna eiga þeir að fljúga til útlanda og vera lausir allra mála. Og því má ekki gleyma að hefði ríkið ekki yfirtekið bankana þá hefði ekki nokkur maður fengið krónu af neinum reikning. Enn sem komið er fær fólk þó það sem það á, á svona venjulegum reikning ekki satt. Og hvað með þá sem skipa þetta fjármálaeftirlit og heyra undir viðskiptaráðuneytið. Var það fólk að vinna fyrir laununum sínum.

Já það er spilling og hún mikil en hún er ekki eingöngu á ábyrgð 2 manna. Já og svo má heldur ekki gleyma að öll þjóðin tók þátt í leiknum en auðvitað trúðum við að þetta gæti raunverulega gerst að allir ættu allt og þyrftu bara að hringja í bankan og fá hærri yfirdrátt. Og síðan að lífa eins og fólkið í Innlit-Útlit og Séð og heyrt. Jibbýýýýýýýý

Edda Jónasdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 12:23

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Að mínu mati ber Sjálfstæðisflokkurinn mesta ábyrgð á því hvernig fór þar sem þeir hafa setið við völd í hartnær tvo áratugi og skapað það landslag sem við búum við í dag.  Ekki gleyma að þeir hreyktu sér af góðærinu !    

1.  Þeir afhentu bankana til einkavina á gjafprís.

2.  Þeir skipuðu pólitíska vini sína í nær allar mikilvægar stöður landsins.

3.  Þeir eiga seðlabankastjórann sem kom nánast upp á sitt einsdæmi af stað milliríkjadeilu.  (Sá hinn sami og setti okkur í stríð í Írak)

4.  Þeir settu reglurnar sem gerðu það að verkum að bankarnir stækkuðu "yfir sig".

5.  Eftirlitskerfi á Íslandi reyndust ónýt og hverjir áttu að sjá til þess að þau væru virk ?  Kannski bara þeir pólitíkusar sem voru við völd þegar bankarnir voru einkavæddir ?

Anna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:40

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elskan mín þeir hafa það svo gott, Grani á nýju eftirlaununum sem hann setti á korteri áður en hann setti sjálfan sig í Seðlabankastjórastólinn, og fær þaðan líka full laun sem "Aðal Seðlabankastjóri".  - Og Geir virðist því miður engan áhuga hafa á að,  fella niður þessi "eftirlaunaólög", því ef fer fram sem horfir,  þá er enginn áhugi hjá þjóðinni að kjósa Geir aftur á þing, og því þarf hann þá að fara á eftirlaun.   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.11.2008 kl. 16:08

15 Smámynd: Einar Indriðason

Það má ekki gleyma því heldur, að B listinn á stóra sök í þessu líka. 

Einar Indriðason, 15.11.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband