Frétt úr Skessuhorni.

 

Uppsagnir í Borgarnesi eru reiðarslag fyrir samfélagið

28. nóvember 2008

Athafnasvæði Loftorku í Borgarnesi. Ljósm. TÞ
Fjöldauppsögn starfsmanna varð í Loftorku Borgarnesi ehf. í dag þegar 66 af 120 starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um uppsögn starfa miðað við næstu mánaðamót. Auk þess var 4 af 37 starfsmönnum Borgarverks ehf. sagt upp störfum nú síðdegis.

Í Loftorku jafngildir þetta því að starfmönnum fækkar um 55% þegar uppsagnirnar taka gildi. Flestir þeirra sem fengu uppsagnarbréf nú hafa þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest, en sá tími ræðst af starfs- og lífaldri viðkomandi og sýnir að margir þeirra hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu. “Verkefni fyrirtækisins hafa dregist mikið saman á þessu ári og sérstaklega á síðustu vikum og er þetta því miður óhjákvæmileg aðgerð af okkar hálfu. Við munum áfram leitast eftir verkefnum til að hafa störf fyrir þann reynda og góða hóp starfsmanna sem áfram verður hjá okkur í fyrirtækinu. Vonandi getum við dregið eitthvað af þessum uppsögnum til baka ef við fáum verkefni á næstu vikum og mánuðum,” sagði Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Loftorku í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir hann að þeir sem sagt hafi verið upp störfum komi úr öllum deildum fyrirtækisins.

 

Þreföldun á atvinnuleysi

“Við áttum fund með framkvæmdastjórum Loftorku og Borgarverks fyrr í vikunni og gerðum okkur grein fyrir að ástandið væri alvarlegt í þessum fyrirtækjum. Engu að síður er það reiðarslag fyrir samfélagið þegar hópuppsögn af þessari stærðargráðu eins og í Loftorku á sér stað. Lauslega reiknað þýðir þetta að atvinnuleysi í Borgarbyggð fer í einu vetfangi úr 2% í 6% eða um þreföldun í tölu þeirra sem verða án vinnu ef uppsagnirnar ganga eftir,” segir Páll S Brynjarsson sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. Hann segir að fyrir hafi legið að byggingariðnaðurinn væri í þrengingum og vikulega að undanförnu hefði uppsagnir verksamninga átt sér stað. Hann kvaðst engu að síður vonast til að verkefnastaða Loftorku myndi styrkjast áður en uppsagnir þessa fjölda starfsmanna myndu taka gildi.

“Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra sem missa fyrirvinnu sína. Hugur okkar er hjá því fólki en við verðum að vona að úr rætist sem fyrst í efnahagsþrengingum þjóðarinnar,” segir Páll S Brynjarsson.

.............................................

Það verður sífellt erfiðara að vera glaður þessa dagana.  Samfélagið er einhvern veginn að hrynja og margir sem eiga í erfiðleikum.  Ég ætla að leyfa mér að vera dauf í smástund. 

Áslaug mín.... ég hugsa til þín, vitandi ekkert í hvorum hópnum þú lentir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 29.11.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þá er ég búin að vera dauf.  Kominn tími til að fara í gott skap aftur. 

Anna Einarsdóttir, 29.11.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Aprílrós

Reyni bara að fylgjast ekki með fréttum svo mikið ,)

Aprílrós, 29.11.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Hugarfluga

Þetta eru ekki góðar fréttir. 

Knús á þig, Anna sæta.

Hugarfluga (frá Grímsey)

Hugarfluga, 29.11.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm.... Mála svart gat á gamlan jakka, fara í jakkann... ná í vírherðatré, búa til svona upptrekkingarlykil.  Og... Trekkja upp!

Einar Indriðason, 29.11.2008 kl. 19:36

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Í þessari stöðu er bara um eitt að ræða; stórauka hlutafé Sparisjóðs grínista og nágrennis!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.11.2008 kl. 19:59

7 identicon

ég ætla að leggja inn hjá bankanum þínum tíu bros og fjörtíu faðmlög og 14 brandara og 700 milljón krónubrandara.. 

En já þetta er ekki gott, skil þig vel að vera svolítið dauf.

alva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:48

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alva.  Það er ábyrgðarleysi að leggja 700.000.014 brandara inn í sama bankann.  Kannski spreðar bankastjórinn þeim út um allt án trygginga fyrir því að þeir komi nokkurn tíma í bankann aftur ! 

Anna Einarsdóttir, 30.11.2008 kl. 10:56

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er sorglegt ástand...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2008 kl. 17:53

10 identicon

Kreppuknús á línuna !

Hrabba.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343172

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband