11.1.2009 | 20:14
Rónarnir og fjölskyldan í Álfheimunum.
.
Einu sinni var fjölskylda í Álfheimunum. Svo virtist sem allt léki í lyndi hjá foreldrunum og börnunum þeirra átta. Faðirinn vann úti en móðirin var heimavinnandi húsmóðir. Dag einn, er þau sitja að kvöldverðarborði, er bankað. Fyrir utan standa nokkrir rónar. Móðirin á heimilinu þekkti þá frá fornu fari. Þarna stóðu gamlir skólafélagar hennar. Móðirin, sem þekkt var fyrir að vera vinur vina sinna, gerði sér lítið fyrir og rétti þeim allt sparifé fjölskyldunnar. Nú skyldu þeir fá að skemmta sér.
Rónarnir urðu að vonum mikið glaðir og héldu á næsta bar. Þar drukku þeir og drukku uns peningarnir voru uppurnir. Þá hringdu þeir í vini sína í Álfheimum og sögðu farir sínar ekki sléttar. Móðirin sá enn aumur á þeim og veðsetti húsið fyrir láni handa þeim. Þeir héldu þá áfram gleðskap sínum. Mikið fjör og mikið gaman ! Enn komu rónarnir, nokkru síðar. Föðurnum fannst að hann yrði að standa með konu sinni og afhenti rónunum lykla að húsinu og bauð þeim að láta eins og heima hjá sér. Einnig tæmdu þau framtíðarreikninga barna sinna....... því rónarnir voru jú svo almennilegir að bjóða hjónunum í ærlega drykkjuveislu með sér.
Nú tók við svall næstu misserin. Heyrðust þá raddir sem vildu að börnin yrðu tekin frá þessum foreldrum í Álfheimunum. M.a. vegna þess að fregnast hafði að yngsta barninu væri gefinn sopi af og til, til að þagga niður í því þegar það var óánægt. Heimilið var líka í rúst !
.
.
Mamman og pabbinn kunnu ráð. Þau vildu halda foreldrahlutverki sínu - því barnabæturnar voru svo háar - og Þau ákváðu að skipta bara um hlutverk; mamman myndi framvegis vinna úti og pabbinn vera heimavinnandi. Þar með var engin ástæða til að taka börnin frá þeim lengur.
Eða hvað ?
----------
Geir og Ingibjörg Sólrún, ásamt öðrum ráðherrum eru að gera það sama. Þau skipta um hlutverk. Eins og það breyti einhverju ? Kjósendur eru náttúrulega voða glaðir og kátir. NOT.
.
Helvítis fokking fokk - eða þannig. (ljótt að blóta)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2009 kl. 00:01 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 343172
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
einmitt. halda foreldrahlutverki sínu. það er erfitt að láta frá sér völdin.
stundum þarf að fjarlægja foreldrana frá börnunum, jafnvel með valdi.
arnar valgeirsson, 12.1.2009 kl. 00:19
Þetta er auðvitað svolítil einföldun hjá mér..... í raun er Dabbi pabbi og Halldóra mamma en þau fóru frá okkur og þá komu stjúpforeldrarnir sem reyndust okkur engu betri. Málið er að stjórnvöldum er auðvitað fyrst og fremst ætlað það hlutverk að hugsa um heill og hag sinnar þjóðar. Þau brugðust því hlutverki.
Ég vil fá nýja foreldra í vor. Engar hrókeringar takk ! Skákin er búin.
Anna Einarsdóttir, 12.1.2009 kl. 08:09
Þetta kallast meðvirkni. Og ansi slæm meðvirkni er að hrjá ansi marga íslendinga.
T.d. Allir þeir sem kjósa D listann, og sjá ekkert athugavert við það eru meðvirkir. Allir þeir sem sjá ekkert athugavert við aðgerðir D listans eru meðvirkir.
Og, það sem verra er... Þessir meðvirku... algjörlega þverneita því að þeir séu meðvirkir. Sem þýðir... þeir neita að horfast í augu við að það séu yfirhöfuð nokkur vandamál til. Og neita því að þiggja hjálp, þó þeir liggi jafnvel ófærir eftir, með brotin bein, glóðaraugu, marbletti, og allt tilheyrandi.
SVEI ykkur meðvirku kjósendur!
Einar Indriðason, 12.1.2009 kl. 08:27
Mér finnst ég vera svo munaðarlaus.........
Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 08:51
Hmmmmm
Gulli litli, 12.1.2009 kl. 15:41
Sæl Anna og GLEÐILEGT 'Ar, stelst alltaf öðru hvoru til að kíkja á bloggið þitt og hef alltaf jafn gaman að. Fjári góður pistill hjá þér,mín tilfinning er sú að þessir skrattakollar (eru þeir ekki 63) sem sitja hið háa alþingi séu allir meira og minna meðvirkir,hvort sem þeir kallast D,S J eða hvað þetta heitir nú allt saman,treysti engum þeirra fyrir næsta húshorn. Held að það þurfi eitthvað mjög stórt til að taka til í öllum þessum vibba sem hefur viðgengist Eins og Hrönn segir,mér finnst ég svo munaðarlaus. Bestu kveðjur frá atvinnuleysingjanum.
Sæa (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:31
Gleðilegt ár Sæa og takk fyrir að stelast hingað inn reglulega.
Nú stofnum við Samtök munaðarlausra kjósenda.
Anna Einarsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:33
HELV.... fo..... f... !!!!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:36
Æi, þetta er svo sorgleg fjölskyldusaga...................
Kristjana Bjarnadóttir, 12.1.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.