7.3.2009 | 11:51
Að rækta sjálfan sig.
Nú þegar líður að vori er vert að huga að vorverkunum.
Það er nú varla að ég þori samt að minnast á helvítis Aspirnar hans Halldórs. Hann gæti komið hér blótandi og ragnandi og umsvifalaust breytt blogginu mínu í "bannað innan 18".
Ég sleppi því því.
En talandi um vorverkin, þá þarf að huga að ýmiskonar ræktun með vorinu.
Kartöflurnar þrá að komast í mold og eignast helling af kartöflubörnum. Á síðasta ári fæddust mér bara kartöflu-smábörn. Bara baunir ! Enda var meðgangan stutt og útsæðið afleitt. Það má þó alltént hrósa manni fyrir nýjung í matargerð; kartöflusmábaunir.
Nú.
Arfinn er ekki eins vitlaus og af er látið og sér sjálfur um útbreiðslu sína.
En ég er þó eins vitlaus og af er látið.
Um það getum við verið sammála.
.
Hvernig á ég að rækta sjálfa mig ?
Spurningin er hvort ég eigi að hanga í tré, setja mig niður eða slá mig reglulega ?
En það er ekki nokkur spurning að maður á að rækta sjálfan sig og jafnvel vini sína líka.
.
.
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 343173
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég er enn að reyna að ákveða hvaða trítment ég á að fá, verandi vinur þinn og stefnandi í ræktun. Mér líst ekki á að láta slá mig og ekki vil ég hanga í tré.
Mér líst best á að vera niðursett eða þá vökvuð...
Ragnheiður , 7.3.2009 kl. 15:15
Ræktaðu sálina þá kemst það "jarðneska" í gott form líka
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:02
Til vina minna; ef ég er ekki nógu dugleg að rækta ykkur, þá er það vegna þess að áburður er óheyrilega dýr.
Anna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 16:14
Einu sinni stóð ég í þeirri trú að ræktun gengi út á fjölgun. Fjölgun afbrigða, betrumbæta það sem til væri og kallaðist það kynbætur.
Bryndillinn í minni sveit heitir Bjarni Böðvarsson sem er bróðir málfræðingsins snjalla Árna Böðvarssonar.
Við Bjarni í Þinghól vorum sammála um það að best væri að skoða alla góða kosti þegar fjölga ætti á búinu og velja aðeins það besta.
Hvað þú vilt gera með þessar upplýsingar ræður þú sjálf, en sjálf tel ég ekki þörf á að bæta það sem gott er og finnst þú og það sem þú hefur næst þér býsna gott og tilbúið til ræktunar.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.3.2009 kl. 19:44
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2009 kl. 11:17
Ég mundi telja þig tilbúna til neyslu...... :)
Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2009 kl. 22:06
Ha ha ha heheheheh Anna mín,ekki taka upp á því að hanga upp í tréi.??? Það væri gaman að smakka kartöflusmábaunir, HA HA HA hvernin er það matreytt.??? HA HA HA hehehheeheh,þetta verður kannski nýr réttur í Hyrnunni,ekki galið,nýtt frá Önnu,nýr baunaréttur,frábært hjá þér Anna mín,bíð eftir nýju bloggi,alltaf gaman að lesa bloggið þitt.
johannes guðnason (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:51
Þú hlærð svo smitandi hlátri Jóhannes að ég er farin að skellihlægja.
Kosturinn við kartöflusmábaunir er ótvíræður. Það þarf bara að sjóða þær í 3 mínútur. Það telst þó vera galli hversu vandasamt er að skræla þær án þess að kartaflan hverfi með hýðinu. Hvað varðar sérstakan kartöflusmábaunarétt, það þarf ég aðeins að hugsa betur.
Anna Einarsdóttir, 10.3.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.