31.5.2009 | 12:04
Hver bankar klukkan 10 á sunnudagsmorgni ?
Hver bankar klukkan 10 á sunnudagsmorgni, sagði ég við sjálfa mig þegar bankað var nett á útihurðina í morgun. Ég gekk til dyra í náttfötunum og opnaði. Fyrir utan stóð heimilishundurinn sem hafði greinilega sloppið út án okkar vitundar. Ég skimaði yfir svæðið og sá engan annan. Hundurinn leit lymskulega á mig og rölti svo inn.
Notaðu dyrabjölluna næst, sagði ég við hundinn.
.
.
Annars er bara sól í heiði og leti í koti í dag........
.
.
....... enda Hvítasunnudagur. Hverjum datt annars í hug að kalla daginn Hvítasunnudag ?
Það er svo margt sem maður veit ekki.
.
Ég hef t.d. ekki hugmynd um hvað varð um bloggfærsluna sem ég skrifaði í morgun.
Hún bara hvarf !
Ef þú finnur bloggfærslu á víðavangi sem eitthvert vit er í...... þá er það örugglega ekki mín.
.
Alexandra og Natalía.
Alexandra, Tevez, Natalía. Ronaldo sefur.
Ronaldo.
Tevez.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þakka sérlega skemmtilegar myndir frá dýravini greinilega-bara hálfgerður dýragarður kisu.
Örn Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:30
Gæti verið - svona pínulítill möguleiki - að heimilishundurinn sem kann að banka eigi sökina á þessu hvarfi bloggfærslunnar? Ég held að við mannfólkið ættum að hafa það í huga að dýrin hafa lengi ætlað sér að ná yfirráðum á þessari jörð.
Guðmundur St Ragnarsson, 31.5.2009 kl. 13:00
Hvernig væri að fá honum bara húslykil.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:24
Fallegar myndir af kisunum og heimilishundinum ;) Eigðu ljúfan dag ;)
Aprílrós, 31.5.2009 kl. 13:33
Neðsta myndin hér til hægri/vinstri..æj hann situr í bastkörfu er æði. Það liggur við að ég heimti að eiga þennan kisa...ó mæ god.
Við Hrönn erum voða eins-sífellt ruglaðar á hægri vinstri ( ég hef verið að hugleiða að sækja um örorku út á þetta) en spurningin er til þín kæra heilasystir: hvernig ertu í hægri vinstri?
Ragnheiður , 31.5.2009 kl. 19:41
Hægri - vinstri ? Sko.... þegar ég geng inn í búð erlendis sem er mér á vinstri hönd, beygi ég alltaf til hægri þegar ég kem út aftur. Sem þýðir að ég fer til baka þaðan sem ég kom. Sem aftur þýðir að ég villist alltaf ! En ég kann að heilsa með hægri.
Og Ragnheiður...... Tevez er ÞINN. Við komum bara með hann á laugardaginn eftir viku. Díll. Handsal. Punktur.
Anna Einarsdóttir, 31.5.2009 kl. 21:28
Hmmmm...... ég hljóma frek í fyrra kommenti.
Ragnheiður..... ef þig langar mikið í hann, máttu eiga hann. Ef ekki, máttu ekki eiga hann. Betra ?
Anna Einarsdóttir, 31.5.2009 kl. 21:49
Mammaaa min eg se ad ter er farid ad hlakka til ad losan vid kettina, en 31 einn dagur! reyndu ad trauka tad fyrir mig og svo mattu henda teim ut daginn eftir ad eg er komin heim!
Íris Guðmundsdóttir, 1.6.2009 kl. 03:19
Ekki alveg rétt Íris mín. Ég eiginlega kvíði dálítið fyrir að sjá á eftir þeim EN !! Það er ekki svo gáfulegt að eiga 6 kisur og ef gott fólk falast eftir kisu, þá má ekki láta tilfinningarnar þvælast fyrir sér í ákvarðanatöku heldur verðum við að reyna að koma svona tveimur, þremur á góð heimili.
En ég lofa þér að það verða a.m.k. tveir eftir þegar þú kemur heim.
Anna Einarsdóttir, 1.6.2009 kl. 10:16
Elsku Anna, ég get vel skilið að þú sjáir eftir þessum fallegu kettlingum, en það er jú "ljúfsár" eftirsjá þegar maður veit, að þeir fara á gott heimili.
- Þegar ég var lítil og átti heima þarna rétt hjá þar sem þú býrð. Þá voru eittsinn komnir 14 kettir undir mín yfirráð, hver öðrum fallegri og skemmtilegri, ég bókstaflega tímdi ekki að láta neinn frá mér. - En þegar komnir voru 5 hundar að auki, þá varð ég að láta undan. En ég var barnung þegar þetta var, og núna er ég víst komin með ofnæmi fyrir köttum, svo það er sjálfhætt, og hef því ekki átt kisu í mörg ár.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 13:01
Hehe þetta er alveg voðalega freistandi Anna...hann er æði! Haha ég veit samt ekki hvað Steinar segir ef ég ætla að safna kisum...hehe
Þeir fá vonandi gott heimili skinnin
Ragnheiður , 1.6.2009 kl. 13:59
Frábært að þú ert líka rugluð í hægri og vinstri ..hehe þetta er sami aulans heilinn hahahaha
Ragnheiður , 1.6.2009 kl. 14:00
Frek? nei ákveðin hehe enda ef þú kæmir með hann þá færi hann ekki aftur..þá væri Steinar unninn með það sama haha
Ragnheiður , 1.6.2009 kl. 14:01
Þú lætur bara vita ef Steinar fellur í freistni. Hann er algjör gleðigjafi þessi kettlingur. Ljúfur og góður, ákveðinn og forvitinn.
Anna Einarsdóttir, 1.6.2009 kl. 14:59
Ég hef ákveðið að héðan í frá fer ég bara í hringi ;) og mig langar líka í kisu - kem til með að láta það eftir mér þegar ég verð komin á elliheimili og man ekki lengur hvort ég á kött eða hund
Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.