Eru tölurnar komnar frá tryggingafélögunum ?

 

"Tjón á bílum vegna umferðaróhappa að meðaltali 41% færri fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra".  segir í meðfylgjandi frétt.

.

Það skyldi þó ekki vera svo að fleiri séu að lenda í því sama og mín fjölskylda og að tjónum hafi í raun ekki fækkað svona mikið heldur séu tryggingafélögin að koma sér undan þeim ?

Tryggingasvik tryggingafélagsins  !

.

Eftir að hafa greitt stórar fjárhæðir til tryggingafélaga og verið nánast tjónlaus í gegnum tíðina, gerist þetta;

Tengdadóttir mín lendir í því að bifreið hemlar snöggt fyrir framan hana og hún ekur aftan á.  Hún er á stórum jeppa með breyttum stuðara, sérstyrktum.  Stuðarinn gengur inn í bílinn sem þýðir að höggið er töluvert.

Á staðinn mæta tjónaskoðunarmenn, taka myndir og spyrja hana hvort bíllinn sé í lagi, þ.e. ökufær ?

"Það held ég" segir hún og bætir síðan við "en ég hef annars ekkert vit á bílum".  Þeir athuga ekkert sjálfir.

Hún ekur heim, örstutta vegalengd en þá fer bíllinn að hita sig.  Sonur minn ekur bílnum daginn eftir til Toyota.  Hann stöðvar bílinn þrisvar á leiðinni til að kæla hann.  Viðgerðarmaður sem tekur á móti bílnum segir að líklega hefði vatnið spýst inn á vélina við höggið, enda vantaði 5 lítra af vatni á bílinn.   Nú er bíllinn óökufær. 

Tryggingamiðstöðin neitar að bæta skaðann nema það sem er sjáanlegt utaná bílnum !

Bíllinn er í kaskó og í reglum tryggingafélagana stendur að lendi bíll í tjóni skuli eigandi hans fá bílinn til baka í sama ástandi og hann var fyrir tjónið.

Tryggingafélagið segir að það sé okkar að sanna að bíllinn hafi bilað við áreksturinn.  Þeir vita ekki einu sinni nákvæmlega hvað er að bílnum..... hvort það er gat á vatnskassa, heddpakkning, heddið, eða eitthvað annað.

Nú er málið í lögfræðingi.

Mundu að;

Ef þú tryggir hjá TM þá færðu það EKKI bætt.

Og að samband við TM verður verra með tímanum...... uns þú slítur því.


mbl.is Tjón á bílum um 40% færri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Já, Anna þeir reyna allt. Líklega eykst það núna þegar búið er að tæma sjóði tryggingafélaganna.

Við höfum einnig lent í leiðindastappi við TM. Þeir reyndu að halda því fram að gata með tveim akreinum væri aðeins með einni. Það var ótrúlegt mál sem við að sjálfsögðu höfðum betur í. Ekki flókið að finna út úr því.

Kristjana Bjarnadóttir, 17.6.2009 kl. 10:39

2 identicon

Væri þá ekki rétt að lækka tryggingarnar hjá okkur samkvæmt því.

Bjarnþór Harðarson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gata með tveimur akreinum væri með einni. 

Anna Einarsdóttir, 17.6.2009 kl. 10:52

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég velti því í alvöru fyrir mér eftir þetta atvik, að hætta að tryggja nema lögboðnar skyldutryggingar.  Hvers vegna að greiða hátt í 200 þúsund á ári fyrir EKKERT ?  Þá er eins gott að stofna sinn eigin tryggingasjóð sem maður fer þá í þegar óvænt tjón verður, án þess að þurfa að þrefa um málin.  En síðan var niðurstaðan að ég skipti um tryggingafélag.

Maður er svo saklaus að halda að kaskó sé trygging sem bætir tjónið á bílnum - að frádreginni sjálfsábyrgð - svo framarlega sem þú ert að fara að lögum.  (ódrukkin, með bílpróf osfrv.)

Anna Einarsdóttir, 17.6.2009 kl. 10:58

5 identicon

Ég hef unnið á réttingaverkstæði í nokkur ár og þarf talsvert að díla við tryggingafélög og ég held að þið séuð ekki í neitt sérstaklega góðum málum. Ég mundi ekki segja að þetta tjón á vélinni sé bótaskilt. Þegar bíla skemmast þanni að kælivatn eða olía lekur af þá verða þeir að fara af slysstað með kranabíl. Ef þú ekur burt og heldur áfram að keyra daginn eftir þá berð þú væntanlega ábyrgð á þeim skaða sem af því hlyst.

Starfsmaður Toyota hefur varla sagt ykkur að 5lítrar af vatni hafi spyst inná vélina við höggið, þetta hefur væntanlega gerst þannig að vatnkassinn skemmist við áreksturinn, vatn lekur af, það vatn sem eftir er á vélinni sýður og við það verður heddpakkningin og jafnvel heddið sjálft ónytt. 

Ég vinn ekki fyrir neitt tryggingafélag en ég vinn með þeim öllum og ég get sagt þér það að ekkert þeirra hefði samþykkt það að tryggingafélagið væri bótaskilt. 

Rafn V Rafnsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er hægt að ætlast til að tvítug stúlka sé sérfræðingur í bílum og hvað átti hún að gera í stöðunni.... skilja bílinn eftir ? !!  Það hlýtur að vera dálítið á ábyrgð tjónaskoðunarmanna að skoða bíla eftir árekstur og sjá til þess að bílar fari af slysstað með réttum hætti.  Það er ekki eins og maður keyri á daglega og KUNNI öll réttu viðbrögðin. 

Og það er rangt hjá þér að ekkert tryggingafélag telji þetta bótaskilt.  Ég átti langt samtal við annað tryggingafélag og þeir sögðu að TM væru "mjög kaldir" að neita öllum bótarétti í þessu tilviki.

Anna Einarsdóttir, 17.6.2009 kl. 12:01

7 identicon

Ég hef sjálfur lent í stappi við tryggingafélag, ekki þó mitt tryggingafélag heldur tryggingafélag hins aðilans. Og merkilegt nokk, í bæði skiptin var það sama tryggingafélagið og sama vesenið við það. Það var Sjóvá fór illa með okkur í bæði skiptin.

Varðandi athugasemd Rafns þá skil ég hann vel og get að sumu leyti tekið undir það með honum. Hins vegar þegar í tilfelli eins og þessu þegar "tjónaskoðunarmenn" mæta á staðinn til að skoða aðstæður og meta ökutækin þá ætlast maður til þess að það séu fagmenn og þeir segi þá til um það hvort bifreiðin sé ökufær eða ekki. Það er ekki fagmannlegt að spyrja bílstjórann að því hvort sem það er maður eða kona sem er bílstjóri. Strákar/menn hafa ekkert meira vit á bílum en stelpur að öllu jöfnu, þetta snýst jú um áhugann á viðfangsefninu. En mér finnst sökin liggja hjá skoðunarmönnunum að athuga ekki betur skemmdir á ökutækinu áður en þeir leyfðu henni að fara á því.

Burkni (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 12:09

8 Smámynd: Brattur

Ég átti mörg símtöl við tryggingamenn hjá TM út af þessu máli. Þeir minntu mig svolítið á Mafíósa... voru mjög almennilegir til að byrja með og lofuðu öllu fögru um bætur. Síðar kom alveg þvert nei. Yfirmaður í einhverri deildinni sagði að "það væri algjör tilviljun" að bílinn hefði hitnað í kjölfar árekstursins ! Þvílík tilviljun.

Í mínum huga er TM að auglýsa og selja svikna vöru.

Þeir geta ekki auglýst "Ef þú tryggir hjá okkur þá færðu það bætt" og síðan er raunin allt önnur.

Brattur, 17.6.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343172

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband