Sauðamessa.

 

Þessi skemmtilega tilkynning er á vefnum borgarbyggd.is
Ég er nánast handviss um að Gísli Einarsson er höfundur þessa frumlega texta:

 

Vegna stigvaxandi þrýstings frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðunum, Landbúnaðarnefnd Evrópusambandsins, Samtökum fjárfesta og fjölda annarra hagsmunaaðila, vina vandamanna og velunnara, hefur verið ákveðið að blása enn einu sinni til Sauðamessu í Borgarnesi. Messað verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 17. október og hefst messugjörð formlega með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi kl. 13.30 að staðartíma. Á annað hundrað fjár verður þá rekið í gegnum Borgarnes eftir ýmsum krókaleiðum og í rétt sem verður rétt við Skallagrímsgarð. Í og við garðinn verður síðan hátíðardagskrá fram eftir degi.

 

Á dagskránni verða fjölmörg kindarleg skemmtiatriði og, líkt og fyrri ár, verður boðið upp á ærlegt markaðstorg. Þar geta falboðið sinn varning, allir þeir sem á einhvern hátt geta tengt sig við sauðkindina. Þá viljum við gjarnan fá til leiks sem flesta bændur er stunda heimavinnslu afurða, jafnvel þótt hráefnið geti ekki jarmað. Grænmetisbændur eru einnig boðnir hjartanlega velkomnir enda er sauðkindin græmetisæta! Margvísleg afþreying verður í boði. Meðal annars keppni í fjárdrætti (sem er reyndar að verða úr sér gengið atriði vegna fjölda fagmanna í þeirri grein), íslandsmótið í sparðatýningi, keppni í að teygja lopann, leitin að nál í heystakki og ýmislegt fleira sem nánar verður kynnt síðar. Öllum gestum verður boðið upp á ókeypis kjötsúpu í boði sauðfjárbænda í héraði sem Raftar, einnig úr héraði, sjá um að bera fram.

Varðandi sölubása og aðstöðu í tjöldum þá er það Hlédís Sveinsdóttir sem sér um skráningu, síminn hjá Hlédísi er 892-1780, netfang: hlediss@gmail.com

Sauðamessa 2009 – Fyrir Sauðsvartan almúgann.

.2916512644_c8fcfbec9d .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Já... stíllinn er alveg eins og maður gæti búist við af Gísla... skemmtilegur penni :-)

Einar Indriðason, 7.10.2009 kl. 08:55

2 identicon

Hvernig væri nú að deila fleiri brúðkaupsmyndum !!!

Hrabba

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:52

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ohh..... ég er svo feimin að setja inn myndir.    Ég gæti þekkst úti á götu !

Ég skal senda þér myndir í tölvupósti, Hrafnhildur vinkona. 

Anna Einarsdóttir, 8.10.2009 kl. 13:36

4 identicon

Takk fyrir það ljúfan mín - kysstu bóndann frá mér ;-)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 342784

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband