Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Pottormurinn.

 

Það er fátt heilbrigðara en að troða sér í heitan náttúrulegan pott úti í guðsgrænni náttúrunni.

Á Snæfellsnesi er einn leynipottur, falinn í hrauni.  Í mörg ár var ég búin að heyra sögur af fólki sem sat heilu sumarkvöldin í pottinum og naut lífsins.

Mig langaði að prófa líka.

Fór því af stað.  Ég vissi nokkurn veginn hvar hann var að finna - þ.e. á hvaða afleggjara ég átti að fara en síðan ekki meira. 

Þegar ég er komin á afleggjarann, hringi ég í bróður minn og læt hann lýsa staðháttum.  Síðan geng ég af stað og leita.  Wink

Eftir nokkurt rölt, hoppa ég upp af kæti !  Þarna er hann, ég sé gufuna.

Arka þangað en verð dálítið hissa þegar ég kem nær.

"Potturinn" var 15 cm. djúpur þar sem hann var dýpstur og nálægt einum fermetra í ummál.  Fyrir ofan hann var svart rör sem dælir heita vatninu ofan í "pottinn".

Tja, ekki eins stórt og ég hélt...en fyrst ég er komin, þá er bara að demba sér ofan í.

Hátta mig og sest í "pottinn".  Áts !  Það er hraun á botninum.  Pinch

Ég reyni að troða mér í dýpsta hlutann en samt nær vatnið ekki alveg upp að nafla.  Þetta var um vetur. 

Brrrrrr..... kalt á öxlunum og vont að sitja en samt - vera jákvæð Smile

Þetta átti að vera svo notalegt sögðu allir.... svo þarna sat ég í klukkutíma og hafði það næstum því sómasamlegt. 

Nokkru seinna, hitti ég vinkonu mína og lýsi undrun minni á smæð "laugarinnar"  og óheppilega hvössum botni.

Hún rekur upp stór augu. Fer svo og sækir myndaalbúm og sýnir mér pottinn. 

HA !  Þetta er ekki sá sami.  Woundering

Ehhhh...... Blush

.

.

Líklega er ég eina manneskjan á Íslandi sem hef baðað mig í þessu bévítans affalli.

Og það er engin mynd til að drullupollinum.  

 

 


Flúðasigling.

 

.

.

Þegar Anna fór í siglingu, var sól um alla jörð

og hún þurrbúningi skrýddist, ekkert smá fín

henni fannst nú ekki meira en að éta lambaspörð

að skella sér í Jökulána,,  vera hörð.  Cool

.

Já hún þóttist vera hörkutól og höfuðið bar hátt

þó að litla hjartað aukaslögum dældi 

og í huganum í djúpið fór og missti allan mátt

en svo hert´ún sig og sagði  "hei, þú átt" !  Wink

.

Þegar siglingin var hafin, Anna fölnaði og meig                    

en þó lengi reyndi bros á sig að pína  Smile

Oní bátinn alltaf neðar þó í skelfingu hún seig

langir fætur hennar voru eins og deig.  Undecided

.

Niður flúðir æddi bátur meðan Anna hveljur saup 

og hún sór þess eið að hætt´að vera vitlaus

fyrir heimskuna hún er að borga alltof mikið kaup

það er dýrt að sýna hetjuskap og raup.  Crying

.

En er Anna náði landi aftur bros á andlit brýst  Grin

og hún Björgu þakkar skemmtilega reisu

Þessu ferðalagi verður ei með nokkrum orðum lýst

en að hetja sé,,  nei aldrei,,  það er víst.  Whistling

.

Pampers-site

 

 

 

 


Nú er kjéddlingin orðin klikkuð.

 

Nú ætla ég að drífa mig að blogga þessa færslu.

Sko, hóst, ef ég skrifa þetta ekki strax er hætt við að ég hætti við.

Sonur minn segir að ég verði að gera erfðaskrá áður en ég fer í þetta.

Vinir hans segja að þetta sé ekki fyrir nema sérfræðinga.

Systir mín segir að þetta sé ógjörningur nema ég æfi mig fyrst.

Ég var mönuð.

Björg bloggvinkona sendi mér bréf og sagði:

"komdu með..... plíííís.... mig langar svo að hafa einn klikkhaus með".

Ég ýtti á reply og skrifaði - áður en ég hugsaði - Ok, ég læt vaða !

Er ákveðin í að kaupa mér Pampers áður en ég fer..... því ég á sko eftir að pissa í buxurnar.

.

.

Hér kemur það - áður en ég hætti við........

.

.

Anna Einarsdóttir er búin að skrá sig í RiverRafting í Austari Jökulsá.  Crying

.

 

e51

 

 


Tískuþáttur.

 

Þessu þarf ég að koma á framfæri !

Í gær fór ég í reiðtúr og grill með frábæru fólki... en ætla nú ekkert sérstaklega að segja ykkur það heldur hitt sem á eftir kom.

Við ákváðum að kíkja í miðbæ Reykjavíkurhrepps, síðar um kvöldið. 

Ég smellti mér úr reiðgallanum og í gallabuxur, bol og peysu en eitthvað hafði misfarist í skipulagi mínu, því ég hafði enga aðra skó en hestaskóna mína.

.

12

.

Jæja, stelpan er ekki þekkt fyrir snobb, svo í hestaskónum fór ég á skemmtistaði bæjarins.

Enginn gerði athugasemd við það og ekki varð ég vör við að menn horfðu neitt undarlegar á mig en venja er til.

Eftir aldeilis ágæta skemmtun var haldið út í nóttina.  Mikið var af fólki í miðbænum svo mér datt í hug að gera smá skoðanakönnun.

Ég stoppaði nokkra stráka og spurði þá hvort þeim þætti meira sexý;

  • hestaskórnir mínir
  • rauðu háhæluðu skórnir stelpunnar sem stóð skammt frá.

Það er svo skemmtilegt að segja frá því að einungis einn valdi rauðu skóna.  (lúði !)

Svo stelpur........hestaskór eru tískan í dag.  Wink


Buddl-keppni.

 

Þetta hófst einhvern veginn svona......eftir lestur minn á grein nýs bloggkunningja þar sem fram kom textinn "rúsínan í pysluendanum"............ kommentaði ég af minni alkunnu snilld:

.

Anna.....en ég er rúsínan í pylsuendanum........  allavega þegar ég er að borða pylsu.

Brynjar.... en hvað ertu þá þegar þú borðar heiminn ? .... rúsínan í heimsendinum

(þarna hlær hann örugglega í átta mínútur)

Anna..... Heldurðu að ég sé átvagl ?

Brynjar..... já, ég held að þú sért það mikið átvagl...... að ef þú værir skógur...... þá værir þú átvaglaskógur ! 

. 

VÁ !  Þvílíkt bull.  LoL

Svo ég skoraði á hann í bull-keppni og hann tók áskoruninni.

.

Nú er undirbúningur hafinn.  ALLIR BLOGGVINIR !  (nema Brynjar br. )  Þið haldið með mér, þaggi ? Wink 

Það þarf að búa til stuðningsmannanet á netinu.

Keppni !  Þá þarf að stúdera manninn.  Maður verður að þekkja andstæðinginn og finna veikleikana...... og nýta þá í bullandi botn.  Joyful

.

Hérna kemur brot af því sem hann hefur skrifað - birt í óleyfi:

.------------------------------------------------------------------------------------

"Ég er ótrúlegur..

Já ég er ótrúlegur maður og frásagnir af mér eru lyginni líkastar. Til að mynda fór ég út í búð um daginn og keypti mér ávaxtasafa og ekki nóg með það, þá fór ég með hann í plastpoka heim til mín. Þegar ég hafði lokað hurðinni heima hjá mér, opnaði ég ávaxtasafann og drakk hann með BRAUÐI og áleggi. þessi saga mín er talandi dæmi um svaðilfarir sem ég tekst á við í hversdagsleikanum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma og ég drakk ávaxtasafann... þá opnaði ég Hitaveitu reikning og las yfirlit yfir það sem ég skuldaði og þegar ég var búin að lesa reikninginn þá setti ég hann aftur á borðið. Ég fór að hugsa til allra flippuðu hlutanna sem ég hef framkæmt og komst ég að þeirri niðurstaðan að sagan sem ég ætla nú að segja ykkur hlýtur að teljast sú klikkaðsta sem ég hef verið hluti af hingað til..
Einu sinni þá hringdi heimasíminn minn og þá framkæmdi ég eitthvað flippaðasta atferli sem nokkurn tímann hefur verið framkvæmt í Íslandssögunni.. Ég tók mig nefnilega til og SVARAÐI Í SÍMANN ! HAHAHAHAHAHAHHA .. já ótrúlegt en satt.. "

.-------------------------------------------------------------------------------------

Eins og þið sjáið, er manninum ekki tjaslað saman.

Enn hefur keppnisdagur ekki verið ákveðinn og eins og öllum góðum keppendum sæmir, mun ég taka mér góðan tíma í undirbúning...... já, það minnir mig á, að ég þarf að kaupa búning.  Wink

.

PS...... hérna kemur aðeins meira frá stráknum...  fyndið.  LoL

.

-------------------------------------------------------------------------

".............................þetta er með eindæmum hvað nafn mitt er orðið stórt í tónlistarbransanum.. Meira segja mamma mín veit núna að ég er tónlistarmaður og pabba minn grunar það.  Ég er svo frægur að fólk heilsar mér niðri í bæ.. Reyndar bara félagar mínir og kunningjar en það er annað mál".

-------------------------------------------------------------------------

 

.

Brynjar bréfberi......... 

 

 


Eva í Suðurhöfum.

 

img_0659_208425

.

.

Suður um höfin

á sólríkri strönd

siglir hún Eva mín

og er að kanna ókunn lönd

og hún kann vel að skrifa

er fyndin og klár

og ætlar að lifa

í níutíu ár

.

Hún fór í Disney

og sigldi um sæ

og hún er bara þessi stelpa

sem er algjört pæ

oft gleði hún smitar

og alloft ég hlæ 

er með skoðunum litar

hún bloggið, ó mæ. 

 

 

 

 


Er það þess virði að fara í fýlu ?

 

Þegar ég var lítil strauk ég að heiman.

Fannst ég óréttlæti beitt.

.

Eftir smástund finn ég grasi vaxinn skurð.

Þar er hola sem ég skríð inn í.

Hlæ með sjálfri mér.

Nú skal fjölskyldan fá að sakna mín.

Tíminn líður.

Ímyndunaraflið tekur völdin.

Nú er mamma örugglega orðin mjög hrædd.

Já, þetta verður þeim lexía.

Pabbi er líkast til að spyrja nágrannana um mig núna.

Tíminn silast áfram.

Hvernig er það, ætli þau fari ekki að kemba svæðið ?

Djö.... það er nú ekki mikið um að vera hérna.

Klukkutímarnir líða. 

Fimm langar...... björgunarsveitin kölluð út.

Ég flétta grasstrá.

Hvurskonar fjölskylda er þetta !  Kann ekki að leita.

Ég er orðin stirð.

Gef mig ekki.... ætla að fela mig í alla nótt og á morgun og hinn líka.

Fleiri grasfléttur.

Ef ég stend upp núna, finna þau mig kannski fyrr ?

Lít í kringum mig en sé engan.

.

Eftir marga klukkutíma gefst ég upp og rölti niðurlút heim.

Býst við fagnaðarópum þegar ég loksins kem í leitirnar.

Týnda dóttirin !

.

.

Mamma lítur upp þegar ég geng inn og spyr  "fórstu út" ?

 

 


Drottningar-réttinda-baráttan - tileinkuð Hugarflugu.

 

content_rubylee

.

.

Þegar sumarið kom yfir sæinn

þá flugan mín bauð góðan daginn

Taktu kallinn minn, Anna mín góða

ég nenn´ekk´að eig´ennan slóða

Hann lyftir ei væng eða fæti

það eina sem hann kannski gæti

er að opna sinn munn til að borða

og maka sig við mig.... án orða  Whistling

.

Og saman við suðuðum allar

nú gerið þið gagn, flugukallar

Bzzzzzz  bzzzzzz sögðu þeir þá  (bzzzzz-a mátulega lengi svo passi inn í sönginn)

og flugu í hringi, eina tvo þrjá

.

Og síðan þeir biðu kófsveittir

og opnuðu munninn sinn þreyttir

það er erfitt að vera karlfluga

að opna, það ætti að duga.

(nú byrjar Hugarfluga aftur)

Hann lyftir ei væng eða fæti

það eina sem hann kannski gæti

er að opna sinn munn til að borða

og maka sig við mig.... án orða.  Whistling

 

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband