Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Það hlýtur að vera afar vont............

 

 

 ............. að vera gíraffi með hálsbólgu.

.

.

250px-Giraffe_standing

 

.

........ eða fíll með eyrnabólgu, kvef og magapínu.

.

Stórt vandamál !

.

 

elephant3


Hrós dagsins fá íslenskir karlmenn.

 

Ertu stór eða lítill,   duglegur eða latur,   klaufi eða laghentur  ?

.

Það fer auðvitað alltaf eftir því við hvað er miðað.

.

Íslenskir karlmenn eru ÓTRÚLEGA duglegir ........... miðað við karlkyns býflugur.

.

bombus_lucorum_220205

.

Karlkyns býflugur hafa í raun engu hlutverki að gegna í búinu, gera s.s. ekki neitt.  Þeir sjá ekki um að fóðra lirfurnar eða drottninguna, ekki um að ræsta búið, ekki um að verja búið, enda hafa þeir engan sting og enn síður afla þeir björg í bú.  Lífið hjá þeim er því frekar notalegt.  Þeir sjá um að hafa opinn kjaftinn þegar kvenflugurnar fóðra þá, þeir makast við drottninguna og taka einstaka viðrunarflug í kring um búið þegar þeir þurfa að hreyfa sig. 

.

Kannski ætla ég að verða karl-býfluga í næsta lífi.  Wink

.

Samt svolítið puð að þurfa að opna munninn til að borða.  FootinMouth


Gunnarsbraghenda með stolinni Baggalútsmynd.

 

 

tal_67_kindur

 

 

Gunnar var úti með ærnar í haga

kunn´ekk´að smala og ráðalaus dó

Hann dó samt ekki, ég var bar´að bulla

Gunnar samt kann ekk´að smala - og þó ?  Shocking

Aggagagg sagði kindin og beit´ann

Æjæjæ sagði Gunnar -  þú fitubollan !  (við kindina sko)

grænleitum augunum trúi ég hann gjói

á aumingja ærnar,  sem hlaupa svo heim.

.

.

 

Þessa vísu samdi ég fyrir margt löngu um Gunnar bloggvin minn.

Spurningin sem enn brennur á mér er;  Er Gunnar nothæfur smali ?  FootinMouth

 


Mótmælaganga inn í eldhús og aftur til baka.

 

Undanfarið hafa komið tíðar fréttir af jarðskjálftum. 

Skýringin kemur núna því það er komið að mér .......... að gjósa ! 

 

 

Markeringar_Tintin

 

Fari það í áttatíu röndóttar risarækjur og kófsveitta kolkrabba með klístraða hala. Angry

.

Af hverju er stelpan örg ?

Óréttlæti heimsins.....  (hágrenjandi kall með hor)

.

Fréttir af hagnaði Kaupþings banka...... 1 milljarður á fjögurra daga fresti, samtals 93 MILLJARÐAR á ársgrundvelli er kannski kveikjan.  Eignir bankans nú eru 4570 milljarðar króna.

.

Fer þetta ekki að verða nóg handa ykkur elsku kallarnir mínir ?  Wink

.

  • Hreinar vaxtatekjur á öðrum ársfjórðungi jukust um 38%
  • Hreinar þóknanatekjur á öðrum ársfjórðungi jukust um 65,4%

 .

Kæru landar....... það er verið að féfletta okkur. Frown

.

Ég er ekki hætt.  Angry

Nú var ég svo vitlaus að kaupa mér húsnæði og tók auðvitað íbúðalán hjá bankanum - alsæl því bankastjórinn og ég vorum svo góðir vinir og svoleiðis.

Svo gerist það að hann hættir...... eða er látinn hætta af furðulegum og fáránlegum ástæðum.

Þá vil ég hætta líka.  EN...............

Um það hefur bankinn þetta að segja í smáa letrinu:

"Eins og öllum lántakendum er kynnt við lántöku, bjóðast lægstu kjör eingöngu viðskiptavinum Kaupþings.  Ef þú hættir viðskiptum við Kaupþing þá fellum við niður afsláttinn af vöxtunum"

.

Hérna vantar bara HAHAHAHAHA hrossahlátur og Tounge  (nú er ég komin með ekka og orðin heldur ófrýnileg í framan).

.

Ennþá eigum við eftir að minnast á yfirdráttarvextina sem eru 22%-23% og á góðri mállýsku útleggst ....

OKUR !  W00t

.

Mér væri slétt hundsama þótt lánið mítt gjaldfélli út af þessum skrifum mínum........ þá er ég þó neydd til að skipta um banka og verð örugglega miklu hamingjusamari og helv. mikið blankari.  Wink

.

Og PS.... til Kaupþings

Þið fáið mínar bestu þakkir fyrir jólagjöfina, bláu holuna, sem því miður vantaði þó leiðbeiningar með. 

Ég reyndi að nota hana sem kokkahúfu en hún passar víst frekar á górillu. 

Er þetta kannski risa-pennastadív ?  Shocking

.

-------------------------------------------------------------------------------

Nú ætla ég að verða heimsmálaráðherra og þá gerist þetta:

Ég tek allan pening af öllum í heiminum í skattGrin 

Verð sennilega heldur óvinsæll heimsmálaráðherra um stund en skítt með það.

Síðan ætla ég að skipta öllum peningunum jafnt á milli allra í heiminum - eins og maður gerir í Matador.....   og byrja upp á nýtt.  Joyful

.

.

Réttlætiskennd mín þolir ekki að einhverjir kallar baði sig í peningum.......

.

tycoon

.

.

.......... á meðan börn eru að deyja úr hungri.

.

.

biafra

.

.

Eldgosi lokið.

 

 

 

 


Kristjönubragur.

 

kristjanag

 

 

Kristjana er algjör perla..... svo góð að ég veit bara næstum því ekkert betra.

 

 

Litla sæta ljúfan góða

með dökka hárið

fyrir hana geri allt

gef´enni appelsín og malt

en það þarf að vera kalt

 

               Heart           

 

Litla sæta ljúfan góða

svo flink að tefla

og hún skákar öllum út

hún er allra besta stúlkan þetta krútt

 

                      Heart 

 

En þegar keppni hefst þá breytist reyndar allt

þá verður viðmót hennar skyndilega kalt

hún fer í sókn,,   og teflir rosalega svalt

Af stað með drottningu hún stekkur ógnarkúl

og riddarinn af snilli hleypur með sinn múl

ég er að tapa.......... ég er að verða fúl

 

                        GetLost 

 

Litla sæta ljúfan góða

með dökka hárið

hún er bloggvinkona mín

hún er afar sæt og ofboðslega fín. 

 

                      InLove

 

 


Ægiskvæði.

 

mynd_lit_112921

 

 

Nú kynni ég til sögunnar Ægi bloggvin minn - óborganlega fyndinn náungi í köflum.  LoL

 

 

Það var um kvöld eitt er Ægi ég mætti

hann var að koma af klóstinu beint

það var í júlí að afloknum drætti

í riðla á skákmóti bloggara, seint.

Hann hafð´í verðlaun fínustu dósir

ég hafði aldrei séð svona flott

á honum hengsluðust lokkarnir ljósir

og kímnin leiftraði, sá ég svo glott

 

 

smile*** játs !  Kátur, hundur Bratts, þegar Ægir var búinn að hvísla í eyra hans.

en höldum áfram að syngja...... við erum jú í sumarfríi i dag.  Cool

 

 

Oft ég hló að Ægi frá Götu

ég hristist svona til og frá

hann hættur er að pissa í fötu

skemmtilegt það var ekki þá.

 

 

fata_minni*** Ægir er klipptur út úr Íslendingasögunum og skríður líka undir feld.

 

 

En þegar buxurnar niður hann girti

ég alveg undrandi leit beint á hann

Brátt þó yfir mér aftur samt birti...  Grin

hann fór í pilsið sem Kristjana fann.

 

 

62B05-kilt 

 

  ***Ægir langbrók ætlar að mæta í skotapilsi á skákmót bloggara með tattoo. 

 

 

 


Ný reglugerð...... og ekkert nefndarkjaftæði á þessari síðu.

 

c_documents_and_settings_admin_desktop_malgagnid_gla_beittur_domari

 

Nú vil ég breyta reglum.   Kosning forseta alþingis og ráðningar í stöður dómara skulu framvegis uppfylla ákveðin skilyrði...........

 

 

 

tryggvi_gunnarsson1835-1917

 

 

Vá...... varð að setja þennan inn..... töffari.  Wink

 

Finnst eins og ég hafi séð hann áður.  Woundering

 

 

Málið er einfalt eins og alltaf !   

Nú verður enginn ráðinn í þessar stöður nema viðkomandi sé smiður.

 


Ísland - best í heimi.

 

Nú verður að koma eitthvað fallegt........ er búin að horfa of mikið á dónakallinn.........

 

 

204323716_e46f4f5c8c

 

img_4327

 

head45c71b704b09e


Barcelonadóninn !

 

 

 

 

 

 

Varúð !

 

 Ef þú ert yngri en 35 ára, hættu þá að skoða núna.

Þessi síða getur verið heilsuspillandi í augnablikinu

Ekki fyrir viðkvæmar sálir og ritstjórn Mbl.is.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Barcelona2%20058

 

 

Þetta er dóninn frá Barcelona. Blush

 

 


Misskilningur.

 

 

vettlingar

 

 

Þetta eru ekki vettlingar.

Woundering

 

Það er alveg augljóst að þetta eru handklæði.  Wink

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband