Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Afmælisgjafirnar.

 

Ég fékk þær skemmtilegustu og bestu afmælisgjafir sem ég hef nokkurn tíma fengið. 

Hér koma tvö sýnishorn;

.

Sonur minn gaf mér m.a. þessa bók.

bók

LoL

.

Yngsta dóttir mín afhenti mér þessa gjöf áðan og þrátt fyrir að ég hefði 80 sinnum sagt nei við beiðni hennar um svona....... bráðnaði ég umsvifalaust þegar hún gaf mér hana.  InLove

.

kisi

 

 

Ég á yndisleg börn.  Smile

 

 


Fjör í sveitinni.

 

Í dag 22. mars á hún Kristjana bloggvinkona, bekkjarsystir og fyrrum sveitungi afmæli.

-------------------------------- 

Hún skrifaði á sína bloggsíðu í gær; 

"Þessir 3 dagar sem nú fara í hönd hafa mér alltaf fundist gríðarlega merkilegir.

Það er stórmerkilegt að 3 stúlkur hafi fæðst 3 daga í röð á nánast 3 bæjum í röð.

Hvað var að gerast í þessari sveit 9 mánuðum áður?"

----------------------------- 

Á morgun, 23. mars á svo Rósa frænka mín afmæli.

Til hamingju með að vera flottar 44 ára, Kristjana og RósaWizard 


Einmenningsmeistari Borgarfjarðar í bridge.

 

Ég er ekki alveg eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera, því á mánudaginn var landaði ég titlinum einmenningsmeistari Borgarfjarðar í bridge.

.

010

.

Þar sem ég á afmæli í dag, fannst mér tilefni til að grobba mig dálítið. 

Eða eins og kínverskur málsháttur segir;   Gott grobb á góðum degi - er eins og gúmmelaðiWhistling

 


Oft er bloggari kattliðugur eftir æfingar.

 

Nú þegar Páskahátíðin fer í hönd með tilheyrandi áti, er ekki úr vegi að taka léttar æfingar á milli máltíða.  Ég fékk fyrirsætu til að sýna æfingar sem þið getið gert.

.

001

Leggist niður og andið djúpt að ykkur.... muna að slaka vel á.

004

Lyftið höfði upp og til hægri.  Þessi æfing styrkir magavöðva.  Það má sleikja sig aðeins í leiðinni.

009

Teygið vinstri loppu út og haldið í þrjár mínútur.  Mjög gott fyrir hálsvöðva.

012

Lyftið síðan vinstri loppu upp og teygið vel á.  Æfingin hentar vel fólki sem er inni í sér.

014

Veltið ykkur á hina hliðina og spennið kviðinn út.  Smá naflaskoðun.

016

Að lokum skal fara í fósturstellinguna og sofna vært.  Sleeping


Sonur minn var tekinn.

 

Tveir teknir fyrir fíkniefnaakstur í Borgarnesi (sjá hér)

Þetta er fyrirsögnin á Vísi.is.  Síðan kemur;

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Þá var annar ökumaður á fertugsaldri tekinn í morgun vegna ölvunaraksturs.

Fram kemur í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra að í síðasta mánuði hafi 96 ökumenn verið teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á landinu öllu eða að meðaltali 3,3 á dag.

------------------------------------------------

Sonur minn er annar þeirra sem var stöðvaður.  Það eru engin tíðindi hér á bæ, því hann var um tíma tekinn í dópleit þrisvar í viku.  Hann gat ekki um frjálst höfuð strokið og ef hann átti að mæta í vinnu í Reykjavík á tilteknum tíma, þurfti hann að fá bílinn minn lánaðan til að vera viss um að vera ekki tekinn og koma þar með of seint í vinnu.  Sonur minn, eins og margir aðrir unglingar, hefur fiktað við einhver efni, einhvern tíma..... en hann er hreinn núna og hefur verið það nánast í ár.  Lögregluyfirvaldið í Borgarnesi er hins vegar ekki á því að gefa unglingum sem vilja bæta ráð sitt, tækifæri. 

.

Mér finnst sjálfsagt að lögregla taki menn í tékk..... en hversu oft má lögregla stöðva sama einstakling ?  Er í lagi að taka einn einstakling í 50 dópleitir á þremur árum.... og finna nánast alltaf ekkert ?  Eru engar vinnureglur um þessi mál innan lögreglunnar ?

.

Hér eru lögregla, sýslumaður og sýslufulltrúi margoft búnir að sýna, bæði mér og honum, að þá skortir alveg þroska í mannlegum samskiptum.  Ef lögregla brýtur á honum.... t.d. með því að eyðileggja eigur hans eða með því að láta hann standa úti í kulda og frosti í hálftíma á skyrtunni einni saman, meðan þeir leita í bílnum hans..... þá er ekki viðlit að kvarta til sýslumanns því hann frussar bara á mig í símann, snýr útúr og er dónalegur.  Það eru mörg vitni af dónalegri framkomu hans við mig.  Sýslufulltrúi bætir um betur og öskrar í símann þegar ég tala við hann. 

.

Þetta er allt sami grautur í sömu skál og mér finnst grauturinn vondur.

.

Borgarneslögreglan virðist hafa það markmið að verða fræg fyrir að taka flesta fíkniefnanotendur.  Þeir senda ALLT í fréttirnar.  Það gleymdist þó að geta þess í síðustu frétt, að prufan kom út hrein, utan smá litabreyting á eitt efni sem fæst ekki einu sinni á Íslandi.  Sonur minn fór því fram á að tekin yrði blóðprufa í kjölfarið.

Ef Reykjavíkurlögreglan sendi inn samskonar fréttir af öllum málum sem upp koma... þar sem grunuðum, jafnt og þeim sem teknir eru með nánast ekki neitt, yrðu alltaf gerð góð skil.......  þá erum við væntanlega að tala um að gefið yrði út heilt  aukafréttablað á Íslandi um þessi mál.

.

Ég gæti skrifað langan texta um einelti lögreglunnar gagnvart syni mínum, sem staðið hefur í 10 ár....eða frá því að hann var 11 ára gamalt barn.... en ég nenni því ekki núna.

.

Þess má samt geta, að þegar tveir erlendir menn réðust á son minn og börðu,, annar þeirra hafði áður hótað honum lífláti vegna þess að sonur minn var á föstu með fyrrv. kærustu hans,,  var hringt á lögregluna og beðið um aðstoð en lögreglumaður á vakt sagðist upptekinn við annað og skellti á.  Sonur minn komst undan á hlaupum.... bólginn, marinn og með glóðarauga.

.

Það er afleit staða að geta ekki treyst lögreglu, sýslumanni né sýslufulltrúa, ef eitthvað alvarlegt kemur uppá. 

 ---------------------------

Sonur minn er núna í skóla, stundar AA fundi og er á allan hátt að standa sig vel í lífinu.  Ég er mjög stolt af honum.  Smile


Smá mismæli.

 

Er þetta ekki týpískt !!  Ég er í bloggfríi og er náttúrulega með hausinn fullan af hlutum sem mig langar að segja frá.  Pouty   Köllum þetta bara útkall.

.

Áðan vorum við að skrifa niður minnislista,, hvað kaupa skuli í matinn fyrir páskana.

Ég þuldi upp..... hangikjöt, kartöflur, mjólk, grænar baunir, lambahrygg o.s.frv.

Síðan segi ég HVEITI.  Gott að eiga nóg af því ef við gerum pizzu og kleinubotn. 

.

KLEINUBOTN.  W00t  

 


Vikufrí.

 

Í dag, 17. mars er heilt ár síðan ég hóf upp raust mína á blogginu.  Merkilegt nokk, er ég ennþá í vinnu og fjölskyldan hefur heldur ekki yfirgefið mig. 
.

what (Þetta er ekki páskaegg á myndinni).

Sparisjóður grínista og nágrennis verður í páskafríi fram yfir páska.  Vonandi hleypur eitthvað skemmtilegt á snærið þessa daga, sem unun verður að blogga um, eftir frí.  Kannski verða börnin mín t.d. ennþá að leita að páskaeggjunum sínum í apríl ?  LoL

Eins og eitt pínulítið komment í tilefni dagsins, er dálítið krúttilegt.  Wink 


Norskt Rommý á Íslandi.

 

Í gærkvöldi var land lagt undir bíldekk (fót) og Edda bloggvinkona og hennar maður voru heimsótt.  Ekki var að spyrja að móttökunum.... höfðinglegar í alla staði.  Við spjölluðum, átum, drukkum og öttum kappi í Norsku rommýi.

Í Rommýinu kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.  Félagar í skákklúbbi bloggara með tattoo, virðast ekki eins fjölhæfir og áður var talið.  Þeir töpuðu fyrir eina "ekki félaganum", manninum hennar Eddu, sem spilaði af öryggi og sigraði með glæsibrag.

Sérstaklega slaka frammistöðu sýndi Brattur.  Hann var ekki brattur þegar stigin höfðu verið talin og er ekki ofmælt að hann hafi verið mér til skammar.  LoL 

Við Brattur (sem ég mun framvegis kalla "fúll á MÓTI") þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til næsta móts.  InLove

Hvaða mót skyldi verða fyrir valinu næst ?  Hverjir munu mæta ?  Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað í næsta þætti.  FootinMouth


Athyglisbaráttan.

.

004 

 

Ég er kötturinn Depill og ég er ekkert venjulegur.  Ykkur að segja, ræð ég yfir nágrannakettinum og stjórna hundinum á heimilinu.  Hérna er ég búinn að fá nýtt rúm og mamma... taktu mynd af mér. Whistling

 

 

 

 

 

.

010 

 

 

 

Ég er svo sætur, best að ég verði með á myndinni, segir hundurinn.

 

 

 

 

 

 

.

011

 

 

 

 

Farðu þarna druslan þín !!!

Mamma er að taka myndir af mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband