Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
14.3.2008 | 23:17
Ferlega flott myndband sem enginn fær að sjá og Vinakaffi.
Þetta kvöldið hefur farið í myndbandsgerð. Með fikti tókst mér að búa til videó sem ég síðan ætlaði að sýna hér á blogginu. Það hefur hins vegar ekki tekist. Ástæðan er sú að mér tekst ekki að koma myndbandinu í það form að vera með endinguna avi. Það sýnist mér hins vegar þurfa, til að keyra inn hefðbundið videó á bloggsíðuna. Kannski tekst mér þetta einhvern daginn - nú eða ekki.
.
Þetta hús heitir Vinakaffi og er nýr matsölustaður í Borgarnesi, á hægri hönd þegar keyrt er norður, rétt hjá græna vatnstankinum. Staðinn rekur snilldarkokkurinn Rúnar Marvinsson. Þarna borðaði ég minn kvöldmat, sjávarréttasúpu og lambasteik í rauðvínssósu. Þvílíkt góðgæti. Slurp. Þessum stað er sko óhætt að mæla með.
13.3.2008 | 21:51
Myndarlegar bloggvinkonur.
Það er ekki amalegt að eiga fegurra heimili vegna þess hve listrænar bloggvinkonur ég á.
Þessa mynd málaði Helena bloggvinkona. Myndin er veisla fyrir augað og mér þykir afar vænt um hana. Helena er snillingur og ekkert minna en það.
.
Hér kemur svo ljósmynd sem Maddý bloggvinkona tók. Fuglamyndirnar hennar eru bestu fuglamyndir sem ég hef nokkurn tíma séð. Myndin er prentuð á striga.
Síðan notar maður bara ímyndunaraflið og lætur fuglana hennar Maddýar fljúga inn í skóginn hennar Helenu og öll dýrin í skóginum eru náttúrulega bestu vinir.
12.3.2008 | 20:48
Nú fær einhver (á) baukinn.
.
Á laugardagskvöldið næsta, er Rommýmót á dagsskránni hjá ákveðnum hópi bloggara með tattoo.
Allir fá verðlaun sem mæta (ég setti þá reglu til öryggis svo ég færi ekki tómhent heim ) og skulu verðlaunin vera.....
HEIMATILBÚINN SPARIBAUKUR. Yesssss !!!
Sparisjóður grínista mun svo að sjálfsögðu nýta sér sparibauka-hugmyndirnar sem fram munu koma, sér og sínum til framdráttar.
Ég hef tryggt mér einkarétt á bauknum mínum svo endilega látið mig vita ef þið sjáið einhvern stela hugmyndinni minni.
Það verður fróðlegt að sjá hvers konar útfærsla verður á baukum annarra keppenda. Ég hef haft fregnir af því að Brattur bloggvinur sé með ótrúlega frumlega útgáfu af bauk.
Eða svo segir hann.
Ég hef þó ekki séð baukinn hans enn. Þið getið fylgst með síðunni hans HÉRNA.
Hafið þið heyrt auglýsinguna:
"Sparisjóðurinn sér um Sína"?
Ég hef aldrei vitað hver þessi Síni er.
11.3.2008 | 20:30
Vetur konungur.
Það mikilvægasta í lífinu er ekki að sigra,
heldur berjast fyrir sigrinum.
Við þurfum að kunna að njóta kyrrlátra stunda.
Í kyrrðinni viðrum við sálina.
Leitaðu að einhverju sem er fagurt.
Það er aldrei langt undan.
11.3.2008 | 17:22
Kartöflustappan.
Ég bloggaði um einu uppfinninguna, sem oltið hefur úr kolli mínum, einhvern glaðan dag í október. (sjá hér)
Já, það er ekki eins og maður fái góðar hugmyndir daglega.
Þessi uppfinning, að þurfa ekki að skræla kartöflurnar við tilbúning á kartöflustöppu, olli allt að því straumhvörfum í lífi mínu.
Tíminn er dýrmætur og nú get ég eytt skræl-tímanum í tóma vitleysu.
--------------------------------------
EN !!! Hversu margir lesendur hafa nýtt sér þetta tækniundur ?
ENGINN ?
Er ég þá að blogga til einskis eða hvað ?
Ekki trúi ég að nokkur maður, með heilbrigða bragðlauka, borði gervi-kartöflu-pakka-mús. JAKK.
Hvernig væri nú að nýta sér, að fá svona úthugsað húsráð ?
Upp með svuntuna:
Sjóða kartöflur....
stappa þær með hýðinu í kartöflupressu sem fæst í flestum matvörubúðum.....
mjólk....
sykur....
smá salt.....
smjör ef vill.......
ALVÖRU KARTÖFLUMÚS - BRÆÐIR HVERS MANNS HJARTA.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.3.2008 | 17:01
Nýji starfsmaðurinn.
.
Ungur maður var ráðin í byggingardeild BYKO í Garðabæ. það var regla hjá þeim í byggingardeildinni að gera at í nýjum starfsmönnum, senda þá einhverja vitleysu eða panta út í hött. Svo var það seinni part fyrstu vikunnar sem hann var í starfinu að það er hringt og hann svarar. Á línunni er byggingardeildin úr Reykjavík.
Heyrðu vinur við erum í vandræðum , það er stór kúnni hjá okkur sem var að panta 200 kvistagöt og þau eru uppseld hjá okkur , viltu drífa þig niður á lagerinn og finna fyrir mig 200 stykki af kvistagötum og senda það í snatri til okkar.
Strákurinn sem var skýr og fljótur að hugsa, svaraði að bragði; því miður, þau eru uppseld hjá okkur líka.
Ha ! Hvernig stendur á því ??? Áttu virkilega engin kvistagöt til strákur !!!
Nei því miður ég er nýbúin að selja öll sem við áttum til .
Hvað ertu að segja! og hver keypti þau ??
Nú það kom hingað smiður sem vantaði þau í rassgöt á rugguhestum .
Það þarf ekki að taka fram að það var ekki reynt að gera at í þessum dreng aftur.
.
------------------------------------------------------------------------
.
9.3.2008 | 13:02
Unglingsárin standa enn.
Unglingsárin fara misjafnlega í krakka og sum þeirra verða illa haldin af svokallaðri unglingaveiki.
Á mínum unglingsárum var ýmislegt prófað eins og gengur og gerist. En allt sem hugsanlega gat verið hættulegt var jafnan fyrst prófað á Bjarna. Hann var meðal annars látinn prófa að drekka kardimommudropa en þar sem hann varð ekkert skemmtilegur eftir drykkjuna, fannst okkur hinum engin ástæða til að reyna þetta.
Við unglingarnir fundum einhverju sinni fullt af "næstum því tómum" vínflöskum í Veiðihúsinu. Við helltum öllum afgöngunum í eina flösku og smökkuðum síðan á veigunum. Drykkurinn sem kom út úr þeirri blöndun var alveg hroðalega forvondur.
Það var mjög gaman þegar við fórum á rúntinn í sveitinni.
Það hamlaði okkur ekki þótt að enginn okkar hefði bílpróf.
Við rúntuðum þá bara á yfirbyggðum Massey Fergusson.
Hversu kúl er það ?
Jæja, nú er ég búin að játa á mig einhver heimskupör.
Mig langar svo að vita hvaða prakkarastrik bloggvinir mínir gerðu af sér á unglingsárunum.
8.3.2008 | 22:03
Þvílíkt rassgat.
.
.
Þið bloggvinir með tattoo, sem hafið enn ekki fengið ykkur tattoo..... hér er hugmynd sem ykkur er velkomið að nota.
8.3.2008 | 15:07
Loksins sjáum við dómara sem þora.
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann í 4 ára fangelsi fyrir nauðgun.
Ef konur eiga að finna sig óhultar á Íslandi, er nauðsynlegt að dómstólar landsins líti á þennan dóm sem fordæmi. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan löggjafinn veitti rýmri heimildir í refsiramma dómstóla í ofbeldismálum. Dómarar hafa hins vegar ekki nýtt sér það og vísa alltaf til þess að "ekki séu fordæmi". Nú er fordæmið komið og ég hrópa húrra fyrir því.
Ég vil að dómstólar sendi þau skilaboð út í þjóðfélagið að nauðganir og heimilisofbeldi sé ekki liðið.
![]() |
Hlaut fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 343353
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði