Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Gáta.

.

 

Úr hvaða sjónvarpsþætti er þessi fjölskylda og hvað heita fjölskyldumeðlimirnir ?

.

portrait-front 

.


Þá þarf engar rafbyssur !

Skv. meðfylgjandi frétt, erum við friðsælasta ríki heims.

Við erum best í öllu..... og friðsömust.  Því liggur alveg þráðbeint við að löggæslan á Íslandi þarf engar rafbyssur.  Jei, jei..... ég er ekkert smá ánægð með það.  Happy

Mín tilfinning, eftir lestur annarra bloggsíðna, er sú að karlmenn eru almennt miklu ákafari í að vopnvæða lögregluna heldur en konur. 

Kannski er þetta rangt hjá mér.  Skoðum bara málið hlutlaust.

.

1122taser 

.

Endilega takið þátt í skoðanakönnunWink

Athugið að Karlar hafa efstu tvo svarmöguleikana og konur neðstu tvo.  Jafnrétti sko.

 


mbl.is Ísland friðsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM í fótbolta.

 

EM í fótbolta er nú hafið eins og allir vita.  Þá taka menn sér jafnvel frí til að geta horft á hvern einasta leik. 
Sumir skilja við konurnar sínar af þessu tilefni, þ.e. ef konurnar eru ekki búnar að drepa mennina sína áður.... af sama tilefni.
Það hefur allavega gerst í útlöndum.  EM er því örlagavaldur í lífi fjölda fólks um allan heim.
Við mannfólkið erum nú alveg furðuleg, það verður ekki frá okkur tekið.  FootinMouth

.

Með hvaða liði heldur þú ?

.

1769665627_71f472bf45

.


Hverjir eiga íslenska náttúru ?

 

Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum ?

Gefðu þér agnarlítinn tíma og horfðu á myndband Láru Hönnu Einarsdóttur

Afkomendur þínir eiga það skilið.

.

Arnarfjörður

.

Allir geta gengið í Náttúruverndarsamtök Vestfjarða, hvar sem þeir búa á landinu. Sendið póst til Bryndísar (bryndis@isafjordur.is) eða Ólínu (olina@snerpa.is) og skráið ykkur í samtökin. Því fleiri sem taka þátt í baráttunni því líklegri er hún til árangurs.

.

Við eigum bara eitt Ísland - varðveitum það.


Slagari dagsins.

 

Að lífið sé leiftrandi grín og glens 

má lesa á bloggi hjá Sigga Jens

en enginn veit svo hver komment fær

og líklega voru þau engin í gær

Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera partur af bloggheimi

mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera partur af bloggheimi.  Whistling

Það sæmir mér ekki sem bloggara

að skrifa hér eldgamla slagara

og seint mun bókvitið blómstra hér

ég bráðum fer alveg að tapa mér

.

Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að bulla eintóma vitleysu

Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að bulla eintóma vitleysu.  Whistling

.

glove_Family_puppet 

.

 

 

 


Sannleikurinn er sagna bestur.

 

Ég skil ekki fólk sem getur logið.  

Undanfarið hef ég þurft að umgangast nánast ókunnugt fólk sem segir tæplega eitt satt orð á dag. 

Það hlýtur að vera fjandanum erfiðara að muna hverju maður laug síðast og að hverjum, ef maður ástundar þessa iðju.  Shocking

Einhvern tíma í lífinu reyndi ég að segja smávegis ósatt en þá komu augun upp um mig.

Samviskan braut sér leið,  út um spegil sálarinnar og ég stóð fyrir framan þann sem ég plataði og vissi, að það sást úr kílómeters fjarlægð að ég var að ljúga.  Blush

Með þessum vísdómsorðum hér að ofan (að eigin mati) fylgir auðvitað viðeigandi mynd.........

............ lygi er  Bullshit.

.

BullShit 

.


Sumu má ekki gleyma.

 

MAMMA, MAMMA !!!   Fyrirgefðu hvað ég kom seint inn, ég gleymdi mér.... sagði dóttir mín móð og másandi rétt áðan.

.

bros1 

.

Farðu út aftur, sagði ég.

.

Ha !  Af hverju ?

.

Fyrst þú gleymdir þér, er rétt að þú farir aftur og sækir þig. 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband