Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Þriðji ísbjörninn.

 

.

012 

 Þriðji ísbjörninn fannst í Vestur-Landeyjum í dag.

 

 

 

 

 

.

013 

 

 Það var Njáll á Bergþórshvoli sem fyrstur varð var við torkennilega hegðun .......   

 

 

 

 

.

015 

 

 ..... veðhlaupahryssunnar Hrönn frá Ystu Nöf.


 Hrönn sperrti eyrun og sagði íhííííhíí.

 

 

 

.

014 

 

 Njáll hafði aldrei heyrt Hrönn tjá sig með svo afgerandi hætti.  Ekki fór á milli mála að hryssan var að öskra "Ísbjörn" !

 

 

 

 

.

021 

 Ekki náðist í Björn Bjarnason vegna málsins þar sem hann er staddur í sumarfríi á sólarströnd.


Heitt rúgbrauð.

 

.

Í Vestmannaeyjum hefur það tíðkast allt frá eldgosinu 1973, að baka rúgbrauð í heitu hrauninu.

Þá er rúgbrauðsdeigið sett í afskorna mjólkurfernu sem síðan er sett ofan í heita holu við hraunið.

Einu sinni bar svo við að konungborið fólk heimsótti Eyjuna.  Til stóð að fara með kóngafólkið í skoðunarferð að morgni og átti einn dagskrárliðurinn að vera sá, að grafa upp heitt rúgbrauð og bjóða þeim að smakka.

Um morguninn mundi leiðsögumaðurinn allt í einu að hann hafði steingleymt rúgbrauðinu.  Hann hringdi í snarhasti í bakaríið og bað stúlku eina að fara með nýtt rúgbrauð strax á þennan tiltekna stað í hrauninu og grafa brauðið þar niður.

Stúlkan gerði eins og fyrir hana var lagt.

.

Síðan var áð í skoðunarferðinni á þessum tiltekna stað.  Leiðsögumaðurinn grefur hróðugur upp rúgbrauðið nýbakaða.

Kóngafólkið átti ekki til eitt aukatekið orð yfir þessu undri.

.

rugbraud 

.

Rúgbrauðið var niðurskorið.  W00t


Fjallkonan.

 

fjallkona

 

 

 

 

Fjallkonan er alltaf einhver kona

yfir henni hvílir þjóðleg leynd

Karlar mínir, á þett´að vera svona ?

Hvar er jafnréttið - í reynd ?

 


Krónan datt og allt fór í patt-stöðu.

 

Á þessum síðustu en ekki endilega verstu tímum, hefur Sparisjóður grínista og nágrennis orðið vitni að mikilli efnahagssveiflu....... niður á við.  Landsmenn allir,  horfa á eftir krónunni sem féll.  Furðulegt, því það er nú ekki eins og þetta sé síðasta krónan.

Landsmenn virka heldur niðurlútir þar sem þeir mæna á þessa krónu.  Hvernig væri að grafa nú upp aðra krónu úr veskinu og hengja hana upp í loft ?  Og bera svo höfuðið hátt.  Það fer svo illa með hálsinn að horfa alltaf svona niður. 

Ok, ég gæti skilið viðbrögð landsmanna ef þetta hefði verið 5000 kall.  Finnst mönnum þetta ekki vera heldur ýkt viðbrögð út af einni krónu, sem ekkert fæst hvort eð er fyrir ?   Pouty

.

vefkrona 

.

Allar bloggsíður í gær innihéldu orðið Björn.  Á Íslandi eru Birnir Bjarnasynir út um allt svo þetta eru engin stórtíðindi þannig séð.  FootinMouth  

Svo mikið var skrifað um Björninn að mig dreymdi Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn og Fjórbjörn.

Annars er SPGN með tillögu að nafni á þennan Björn sem allir eru að tala um.

Þjóðbjörn.

Það er svo skrambi gaman að heyra útlendinga segja það.  LoL


Salernið - uppspretta sköpunargleði.

 

Salernisferð.

Hér er ró og hér er friður
hérna vil ég setjast niður
hugsa mína þungu þanka
þar til einhver fer að banka
Þá er mál og þá er siður
að standa upp og sturta niður.

.

2-i-einu-a-wc 

.

WC pappír, 3 rúllur.

(Síðan klárast ein).

Rúllur eru eftir tvær
engin hætta þér er nær

(....og önnur)

Ekki þarft að æðrast nú
eina rúllu hefur þú

(....þar fór sú síðasta)

Útlát verða ekki flúin,
er nú þriðja rúllan búin.

.

Hversu lengi voru þessir menn eiginlega á klósettinu ?  Joyful

 

 


Skemmtileg eða leiðinleg ?

 

Um daginn hitti ég stelpu sem var vinnufélagi minn í tæpt ár fyrir nokkrum árum.  Hún sagðist lesa bloggið mitt,  finnast það skemmtilegt og spurði frekar hissa, hvort að ég hefði alltaf verið svona skemmtileg ?  Gasp

Góð spurning ! 

Í mánuð hef ég velt vöngum yfir þessu.  WounderingFootinMouthWoundering Sideways

.

Lítum á nokkrar staðreyndir;

Ég var einu sinni rekin úr vinnu þegar kom nýr yfirmaður.

Ég var öðru sinni rekin úr vinnu rétt áður en fyrirtæki rúllaði yfir.

Ég var í þriðja skiptið rekin úr vinnu um síðustu mánaðamót.

Vó....... maður er orðinn rek-vanur.  Joyful 

.

Ætli ég sé skemmtileg í vinnunni ?  FootinMouth   

Glætan spætan gaukurinn og spóinn.  LoL   

Auðvitað er ég að vinna þegar ég er í vinnunni og er því sem næst þrautleiðinleg. 

.

Veit einhver um góða vinnu fyrir mig ?  Wink

.

PS.   Er góð í rekstri.... þegar ég er rekin.

 


Saga fyrir svefninn.

 

 

Regnið lamdi rúðurnar og vindurinn gnauðaði.  Hómer hafði vafið sig inn í teppi í hlýrri stofunni.  Hann hringaði sig í sófanum og horfði á hryllingsmynd í sjónvarpinu.  Á glerborðinu stóð skál, full af nýjum ávöxtum.  Hómer maulaði á appelsínu meðan hann horfði spenntur á myndina. 

Myndin fjallaði um tvö systkini sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína í Marokkó.  Drengurinn var á tólfta ári og stúlkan, ljóshærð og fíngerð, var átta ára.  Þau leiddust um þröngar göturnar og skimuðu örvæntingarfull eftir mömmu og pabba.  Þrír langir dagar voru síðan foreldrarnir týndust.  Skyndilega stökk maður í veg fyrir þau á þröngri götunni.  Hann var hálftannlaus og á nefinu var stór graftarnabbi.  Hann greip um handlegg stúlkunnar og dró hana inn í skuggalegt port.  Bróðir hennar elti því systir hans var það eina sem hann átti í augnablikinu.  Hann varð að passa hana.  Maðurinn henti börnunum inn í búr og læsti dyrunum.  Skelfingin skein úr augum þeirra og tárin streymdu niður kinnarnar.  Sá tannlausi skipaði þeim að hætta þessu væli.  Með hroka sagði hann þeim að hann hefði kaupanda að stúlkunni.  Að ríkur maður í afskekktum fjallahéruðum hefði beðið hann að útvega unga ómótaða þjónustukonu.  Einhverja sem myndi endast honum í þrjátíu ár.  Sá tannlausi sneri sér síðan að drengnum og sagðist ætla honum annað og verra hlutskipti og svo hló hann um leið og hann smellti slepjulegum krumlum sínum á handarbak drengsins.

.

Hómer var orðið ómótt.  Hann var einn heima og var alls ekki vanur að horfa á hryllingsmyndir.  Hann henti af sér teppinu stóð upp og slökkti á sjónvarpinu. 

.

.

.

homer_the_scream 

 

Við fáum því aldrei að vita hvernig myndin endaði.

    


Svar við gátu.

 

Takk fyrir ótrúlega fjölbreytt svör við gátunni.

Enginn kom þó með rétt svar sem er ..............

........... AUÐVITAÐ

Fjólubláar gulrætur.

.

Carrot_Purple_Haze_Jimi_Hendrix[1]

.


Þessi er erfið - enda öll helgin framundan til að leysa hana.

 

Hvað er það sem stækkar, er langt og mjótt og fjólublátt ?

.

.

ugly-white-ape

.


Katla á gelgjunni.

 

Er einhver búinn að gleyma Kötlu Gustavsberg ?

Bætum úr því. 

Helsta yndi Kötlu er að sitja fyrir hundinum þegar hún heyrir hann koma gangandi, fela sig á bakvið vegg eða hurð og stökkva svo á hann þegar hann kemur fyrir horn.  Hundurinn haggast þó ekki hænufet við þessa stórbrotnu tilburði Kötlu.  Hann nennir því ekki.

.

Katla hlær 

Hahahaha... það er svo gaman að stríða.

.

Katla fylgist auk þess grannt með EM í fótbolta.  Ekki fannst henni menn spila nógu vel í einum leiknum og smellti hún sér þá upp á sjónvarpsborð og reyndi sjálf að færa boltann á skjánum.. en var rekin niður því hún er jú ekki gjaldgeng í erlendum landsliðum.  

Einn daginn var allt heimilið skyndilega rennblautt.  Pouty  Bleytan var rakin og endaði slóðin við baðkarið.  Einn úr fjölskyldunni hafði verið að láta renna í bað.  Sýnt þykir að Katla hafi stokkið ofan í baðið, vitandi ekki að það væri vatn í því.  Síðan hefur hún væntanlega tekið heljarstökk uppúr því aftur og hlaupið um allt hús....... eins og blautur köttur. 

.

Katla glottir 

Kattarþvottur hvað ?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 342714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband